Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Jakob Bjarnar skrifar 2. nóvember 2018 16:59 Gríðarleg ólga er nú meðal sjómanna vegna brottrekstrar Heiðveigar Maríu úr SÍ en Jónas Garðarsson formaður hefur gefið út að ekki verði bakkað með hann. Meðlimir í sjómannafélaginu Jötunn í Vestmannaeyjum fordæma fortakslaust brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr Sjómannafélagi Íslands. Þeir fara fram á að sú ákvörðun verði dregin til baka þegar. Þá hefur verið sett fram sú krafa, af stórum hópi félagsmanna í Sjómannafélags Íslands að haldinn verði félagsfundur vegna grafalvarlegrar stöðu sem upp er komin. Í tilkynningu sem Jötunn sendi frá sér nú fyrir skömmu og tekur til ályktunar nýafstaðins aðalfundar. Þar eru settar fram alvarlegar athugasemdir við þann gjörning sem Vísir greindi frá og snéri að því að trúnaðarmannaráð SÍ rak Heiðveigu Maríu úr félagi sínu.Aðför að lýðræðislegri tjáningu Í yfirlýsingunni segir að það að svipta félagsmann áunnum réttindum af þeirri ástæðu einni að hann gagnrýni stjórnunarhætti yfirstjórnar stéttarfélags síns sé ekki brottrekstrarsök. Þvert á móti beri að fagna áhuga og gagnrýni félagsmanna. Að bregðast á þennan hátt við slíku er „aðför að lýðræðislegri tjáningu alvarlegur misbrestur stéttarfélags sem verður að leiðrétta strax.“ Vegna umræðna um frestun samningaviðræðna sjómannafélaga vill Jötuns koma á framfæri að „ásakanir einar og sér eru ekki nægjanleg ástæða fyrir frestun viðræðna heldur komi fleiri ástæður þar til. Deila innan Sjómannafélags Íslands eru okkur óviðkomandi og er eingöngu milli aðila í Sjómannafélagi Íslands.“ Þetta var samþykkt á aðalfundi í gær. Jónas ætlar ekki að bakka Ljóst er að mikil ólga er meðal sjómanna. Jónas Garðarsson, formaður SÍ, var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sagði að það stæði ekki til að bakka með þessa ákvörðun að reka Heiðveigu Maríu úr félaginu. Þá var fréttastofu að berast tilkynning þar sem þess er óskað að stjórn Sjómannafélags Íslands boði til félagsfundar sem fram fari nú um helgina „í ljósi grafalvarlegrar stöðu félagsins“. Vísað er til undirritunnar yfir hundrað félagsmanna sem fara fram á það. „Sérstaklega er óskað eftir að Heiðveig María Einarsdóttir verði boðuð á fundinn vegna óljóss lögmætis brottvikningar hennar úr félaginu.“ Vísað til réttmætisreglu og laga félagsins Lagt er til að fenginn verði óháður og vanur fundarstjóri til að stjórna fundinum þar sem búast má við átakamiklum fundi; tillaga er um að Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður, verði fenginn í verkið,“ segir í tilkynningunni: „Okkur, sem setjum nafn okkar á þennan undirskriftarlista, finnst mikilvægt að félagsfundur komi saman í því skyni að félagsmenn geti tekið afstöðu til þess hver séu gildandi lög félagsins og leiðbeint stjórn Sjómannafélags Íslands í því efni áður en lengra er haldið,“ segir jafnframt og er vísað til réttmætisreglunnar og mikilvægis þess að ekki leiki vafi í gildandi lögum í félaginu. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns. 31. október 2018 13:33 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Meðlimir í sjómannafélaginu Jötunn í Vestmannaeyjum fordæma fortakslaust brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr Sjómannafélagi Íslands. Þeir fara fram á að sú ákvörðun verði dregin til baka þegar. Þá hefur verið sett fram sú krafa, af stórum hópi félagsmanna í Sjómannafélags Íslands að haldinn verði félagsfundur vegna grafalvarlegrar stöðu sem upp er komin. Í tilkynningu sem Jötunn sendi frá sér nú fyrir skömmu og tekur til ályktunar nýafstaðins aðalfundar. Þar eru settar fram alvarlegar athugasemdir við þann gjörning sem Vísir greindi frá og snéri að því að trúnaðarmannaráð SÍ rak Heiðveigu Maríu úr félagi sínu.Aðför að lýðræðislegri tjáningu Í yfirlýsingunni segir að það að svipta félagsmann áunnum réttindum af þeirri ástæðu einni að hann gagnrýni stjórnunarhætti yfirstjórnar stéttarfélags síns sé ekki brottrekstrarsök. Þvert á móti beri að fagna áhuga og gagnrýni félagsmanna. Að bregðast á þennan hátt við slíku er „aðför að lýðræðislegri tjáningu alvarlegur misbrestur stéttarfélags sem verður að leiðrétta strax.“ Vegna umræðna um frestun samningaviðræðna sjómannafélaga vill Jötuns koma á framfæri að „ásakanir einar og sér eru ekki nægjanleg ástæða fyrir frestun viðræðna heldur komi fleiri ástæður þar til. Deila innan Sjómannafélags Íslands eru okkur óviðkomandi og er eingöngu milli aðila í Sjómannafélagi Íslands.“ Þetta var samþykkt á aðalfundi í gær. Jónas ætlar ekki að bakka Ljóst er að mikil ólga er meðal sjómanna. Jónas Garðarsson, formaður SÍ, var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sagði að það stæði ekki til að bakka með þessa ákvörðun að reka Heiðveigu Maríu úr félaginu. Þá var fréttastofu að berast tilkynning þar sem þess er óskað að stjórn Sjómannafélags Íslands boði til félagsfundar sem fram fari nú um helgina „í ljósi grafalvarlegrar stöðu félagsins“. Vísað er til undirritunnar yfir hundrað félagsmanna sem fara fram á það. „Sérstaklega er óskað eftir að Heiðveig María Einarsdóttir verði boðuð á fundinn vegna óljóss lögmætis brottvikningar hennar úr félaginu.“ Vísað til réttmætisreglu og laga félagsins Lagt er til að fenginn verði óháður og vanur fundarstjóri til að stjórna fundinum þar sem búast má við átakamiklum fundi; tillaga er um að Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður, verði fenginn í verkið,“ segir í tilkynningunni: „Okkur, sem setjum nafn okkar á þennan undirskriftarlista, finnst mikilvægt að félagsfundur komi saman í því skyni að félagsmenn geti tekið afstöðu til þess hver séu gildandi lög félagsins og leiðbeint stjórn Sjómannafélags Íslands í því efni áður en lengra er haldið,“ segir jafnframt og er vísað til réttmætisreglunnar og mikilvægis þess að ekki leiki vafi í gildandi lögum í félaginu.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns. 31. október 2018 13:33 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00
Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns. 31. október 2018 13:33