Virkjum íslenska orku Guðjón Brjánsson skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Íslensk orka sem felst í mannauði er ekki vel nýtt. Þar á sér stað sóun, við höfum sett upp margvíslegar rennslishindranir og lokur sem koma í veg fyrir að orka, starfsorka skili sér sem verðmæti í þágu samfélagsins. Það eru ónýtt virkjunartækifæri um allt land og við eigum að taka höndum saman og opna gáttirnar. Við eigum að slá frjálslyndistón og brjóta þann vítahring sem umræðan hefur verið í undanfarin misseri. Barátta öryrkja og eldri borgara fyrir ásættanlegum kjörum og umgjörð í lífeyriskerfinu hefur staðið lengi. Þessum tveimur hópum er mismunað í kerfinu, þeir sitja ekki við sama borð og það er áhyggjuefni fyrir samfélagið og gengur ekki upp.Ekki allir Sem betur fer býr hluti eldri borgara við ágæt skilyrði á eftirlaunum og þarf ekki frekari fyrirgreiðslu hvað varðar efnahag. Þessi hópur er hins vegar enn sem komið er í minnihluta og við þurfum að setja alla okkar krafta í að bæta aðstæður þeirra sem búa við mjög kröpp kjör, hafa ráðstöfunartekjur sem eru undir skilgreindum framfærslumörkum og lifa við sára fátækt og niðurlægjandi aðstæður.Starfsgetumat Starfsgetumat er hugtak sem mikið er til umfjöllunar í umhverfi öryrkja. Stjórnvöldum er talsvert í mun að koma þessu matskerfi á laggirnar en í hópi öryrkja eru settir miklir fyrirvarar í ljósi þeirrar reynslu sem þekkt er erlendis frá. Hugmyndafræðin að baki starfsgetumati er í grunninn jákvæð en þar er fremur horft á styrkleika viðkomandi en ekki einblínt á veikleika, það sem viðkomandi getur ekki. Það er hins vegar sveigjanleikinn og afkomuöryggið sem öryrkjar óttast og að fiskur liggi undir steini hjá stjórnvöldum og vinnumarkaði. Þessari tortryggni þarf að eyða en það tekur tíma.Allir vinna Ég vil leggja til eftirfarandi tillögu: Að stjórnvöld leiti leiða til samkomulags við öryrkja um að farið verði í tilraunaverkefni í 2-3 ár og niðurstaðan og reynslan metin að því loknu. Þannig verði „króna á móti krónu“ skerðingin aflögð strax en þeim lífeyrisþegum sem tök hafa á heimilað að afla launatekna án þeirra skelfilegu og grimmu skerðinga sem þeir hafa búið við til þessa. Ávinningurinn er að mínu mati augljós. Atvinnulífið fær aukinn mannafla til starfa, starfskraftar öryrkja og eldri borgara nýtast á uppbyggilegan hátt og afkoman batnar. Ríkið fær í sinn hlut aukna skatta og tekjur með betri skilum en fyrr. XBlóm í haga Eitt er víst að áfram verður ekki haldið á sömu braut. Öryrkjum fjölgar stöðugt og sennileg talsvert meira en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Sömuleiðis horfum við fram á öldrun þjóðarinnar og á næstu árum og áratugum mæta fjölmennir hópar eldri borgara til leiks. Okkar stóra áskorun verður að finna þessum hópum virkan farveg í samfélaginu í stað þess hlutskiptis að sitja hjá, hnípinn í fásinni og vanrækt utan hringiðu mannlífsins þar sem þeir að sjálfsögðu eiga heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Íslensk orka sem felst í mannauði er ekki vel nýtt. Þar á sér stað sóun, við höfum sett upp margvíslegar rennslishindranir og lokur sem koma í veg fyrir að orka, starfsorka skili sér sem verðmæti í þágu samfélagsins. Það eru ónýtt virkjunartækifæri um allt land og við eigum að taka höndum saman og opna gáttirnar. Við eigum að slá frjálslyndistón og brjóta þann vítahring sem umræðan hefur verið í undanfarin misseri. Barátta öryrkja og eldri borgara fyrir ásættanlegum kjörum og umgjörð í lífeyriskerfinu hefur staðið lengi. Þessum tveimur hópum er mismunað í kerfinu, þeir sitja ekki við sama borð og það er áhyggjuefni fyrir samfélagið og gengur ekki upp.Ekki allir Sem betur fer býr hluti eldri borgara við ágæt skilyrði á eftirlaunum og þarf ekki frekari fyrirgreiðslu hvað varðar efnahag. Þessi hópur er hins vegar enn sem komið er í minnihluta og við þurfum að setja alla okkar krafta í að bæta aðstæður þeirra sem búa við mjög kröpp kjör, hafa ráðstöfunartekjur sem eru undir skilgreindum framfærslumörkum og lifa við sára fátækt og niðurlægjandi aðstæður.Starfsgetumat Starfsgetumat er hugtak sem mikið er til umfjöllunar í umhverfi öryrkja. Stjórnvöldum er talsvert í mun að koma þessu matskerfi á laggirnar en í hópi öryrkja eru settir miklir fyrirvarar í ljósi þeirrar reynslu sem þekkt er erlendis frá. Hugmyndafræðin að baki starfsgetumati er í grunninn jákvæð en þar er fremur horft á styrkleika viðkomandi en ekki einblínt á veikleika, það sem viðkomandi getur ekki. Það er hins vegar sveigjanleikinn og afkomuöryggið sem öryrkjar óttast og að fiskur liggi undir steini hjá stjórnvöldum og vinnumarkaði. Þessari tortryggni þarf að eyða en það tekur tíma.Allir vinna Ég vil leggja til eftirfarandi tillögu: Að stjórnvöld leiti leiða til samkomulags við öryrkja um að farið verði í tilraunaverkefni í 2-3 ár og niðurstaðan og reynslan metin að því loknu. Þannig verði „króna á móti krónu“ skerðingin aflögð strax en þeim lífeyrisþegum sem tök hafa á heimilað að afla launatekna án þeirra skelfilegu og grimmu skerðinga sem þeir hafa búið við til þessa. Ávinningurinn er að mínu mati augljós. Atvinnulífið fær aukinn mannafla til starfa, starfskraftar öryrkja og eldri borgara nýtast á uppbyggilegan hátt og afkoman batnar. Ríkið fær í sinn hlut aukna skatta og tekjur með betri skilum en fyrr. XBlóm í haga Eitt er víst að áfram verður ekki haldið á sömu braut. Öryrkjum fjölgar stöðugt og sennileg talsvert meira en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Sömuleiðis horfum við fram á öldrun þjóðarinnar og á næstu árum og áratugum mæta fjölmennir hópar eldri borgara til leiks. Okkar stóra áskorun verður að finna þessum hópum virkan farveg í samfélaginu í stað þess hlutskiptis að sitja hjá, hnípinn í fásinni og vanrækt utan hringiðu mannlífsins þar sem þeir að sjálfsögðu eiga heima.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar