Réttarríkið og RÚV Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 12:00 Getur verið, eins og haldið er fram í bókinni Gjaldeyriseftirlitið, að upphaf málaferla Seðlabankans gegn Samherja megi rekja til þess að starfsmaður Kastljóss var á þorrablóti fyrir austan og ræddi þar yfir súrsuðum hrútspungum við einhvern sem taldi að Samherji væri að svindla á karfasölu? Ef svo er þá væri það efni í súrrealíska gamanþætti, ef það væri ekki jafn grafalvarlegt eins og raun ber vitni. Í kjölfar hrunsins voru handhafar ákæruvalds og eftirlitsaðilar undir þrýstingi frá stjórnmálamönnum, álitsgjöfum og fjölmiðlum um aðgerðir. Í slíku andrúmslofti reynir mjög á grundvallarreglur réttarríkisins. Þeim er ætlað að vernda alla þegna landsins og eru miklu mikilvægari heldur en tímabundin vandamál á gjaldeyrismarkaði svo dæmi sé tekið. Það er enginn vandi að virða reglur réttarríkisins þegar ekkert bjátar á, en það reynir á þegar samfélagið fer á hliðina. Þegar Seðlabankinn, FME og sérstakur saksóknari héldu blaðamannafund vegna Aserta málsins brá mörgum í brún. Þar var ákært, dæmt og refsað í beinni útsendingu. Síðar kom í ljós að ekki stóð steinn yfir steini, en fjöldi saklausra manna varð fyrir skaða. Fyrir það hefur ekki verið svarað. Samherjamálið er mjög alvarlegt og Seðlabankinn hefur farið fram af miklu gáleysi. Húsleitin fór fram í samstarfi við Ríkisútvarpið (sama gerðist í tilfelli Vinnslustöðvarinnar) og skýringar bankans á gangi málsins veiklulegar. Þessi meðferð valds getur ekki staðið óátalin, aðgerðarleysi er sama og samþykki. Jafnframt má minna þá á sem fara með vald að það er ekki líklegt til árangurs að vinna með Ríkisútvarpinu, spyrjið bara konuna sem rak Sjanghæ á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Getur verið, eins og haldið er fram í bókinni Gjaldeyriseftirlitið, að upphaf málaferla Seðlabankans gegn Samherja megi rekja til þess að starfsmaður Kastljóss var á þorrablóti fyrir austan og ræddi þar yfir súrsuðum hrútspungum við einhvern sem taldi að Samherji væri að svindla á karfasölu? Ef svo er þá væri það efni í súrrealíska gamanþætti, ef það væri ekki jafn grafalvarlegt eins og raun ber vitni. Í kjölfar hrunsins voru handhafar ákæruvalds og eftirlitsaðilar undir þrýstingi frá stjórnmálamönnum, álitsgjöfum og fjölmiðlum um aðgerðir. Í slíku andrúmslofti reynir mjög á grundvallarreglur réttarríkisins. Þeim er ætlað að vernda alla þegna landsins og eru miklu mikilvægari heldur en tímabundin vandamál á gjaldeyrismarkaði svo dæmi sé tekið. Það er enginn vandi að virða reglur réttarríkisins þegar ekkert bjátar á, en það reynir á þegar samfélagið fer á hliðina. Þegar Seðlabankinn, FME og sérstakur saksóknari héldu blaðamannafund vegna Aserta málsins brá mörgum í brún. Þar var ákært, dæmt og refsað í beinni útsendingu. Síðar kom í ljós að ekki stóð steinn yfir steini, en fjöldi saklausra manna varð fyrir skaða. Fyrir það hefur ekki verið svarað. Samherjamálið er mjög alvarlegt og Seðlabankinn hefur farið fram af miklu gáleysi. Húsleitin fór fram í samstarfi við Ríkisútvarpið (sama gerðist í tilfelli Vinnslustöðvarinnar) og skýringar bankans á gangi málsins veiklulegar. Þessi meðferð valds getur ekki staðið óátalin, aðgerðarleysi er sama og samþykki. Jafnframt má minna þá á sem fara með vald að það er ekki líklegt til árangurs að vinna með Ríkisútvarpinu, spyrjið bara konuna sem rak Sjanghæ á Akureyri.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar