Theódór Elmar útilokar ekki að koma heim og spila með KR: Á inni milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 11:00 Theodór Elmar Bjarnason fagnar marki með íslenska landsliðinu. Vísir/Ernir Theódór Elmar Bjarnason er laus allra mála í Tyrklandi en félagið stóð ekki við samning sína við íslenska miðjumanninn. Elmar fékk aðstoð frá FIFA til að fá sig lausan frá tyrknesku b-deildarfélagi. Theódór Elmar sagði í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann sé með tilboð frá öðrum tyrkneskum félögum en að hann útiloki ekki að koma heim og spila með KR. Tyrkneska félagið Elazigspor skuldar Elmari milljónir en samkvæmt fréttinni um málið þá munu Tyrkirnir þurfa að borga íslenska leikmanninum 115 þúsund evrur eða rúmlega sextán milljónir íslenskra króna. „Það hafa engir leikmenn fengið laun á þessari leiktíð svo ég leitaði til FIFA. Þá hafði félagið 15 daga til að borga, gerði það ekki og því er ég laus allra mála og er bara að skoða ný tilboð,“ sagði Elmar í viðtali við Sindra Sverrisson á mbl.is. Hann talar ekki illa um reynsluna af því að spila í Tyrklandi. „Það var mjög skemmtilegt að prófa það, ég kynntist mörgu góðu fólki og það var leiðinlegt að geta ekki klárað tímann þarna almennilega. En ég þorði ekki að taka sénsinn á því að vera þarna og meiðast kannski, í þessari stöðu,“ sagði Elmar í fyrrnefndu viðtali. Theódór Elmar hefur spilað 41 landsleik fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Síðastu landsleikur hans var á móti Sviss í Þjóðadeildinni í september síðastliðnum. Elmar er orðinn 31 árs og hefur spilað á sínum atvinnumannaferli í Skotlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og svo í Tyrklandi frá 2017. Hann spilaði síðast heima á Íslandi sumarið 2004. „Ég þekki fullt af fólki í KR og það væri sá kostur sem ég myndi velja ef ég kæmi heim,“ sagði Elmar í viðtalinu. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Theódór Elmar Bjarnason er laus allra mála í Tyrklandi en félagið stóð ekki við samning sína við íslenska miðjumanninn. Elmar fékk aðstoð frá FIFA til að fá sig lausan frá tyrknesku b-deildarfélagi. Theódór Elmar sagði í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann sé með tilboð frá öðrum tyrkneskum félögum en að hann útiloki ekki að koma heim og spila með KR. Tyrkneska félagið Elazigspor skuldar Elmari milljónir en samkvæmt fréttinni um málið þá munu Tyrkirnir þurfa að borga íslenska leikmanninum 115 þúsund evrur eða rúmlega sextán milljónir íslenskra króna. „Það hafa engir leikmenn fengið laun á þessari leiktíð svo ég leitaði til FIFA. Þá hafði félagið 15 daga til að borga, gerði það ekki og því er ég laus allra mála og er bara að skoða ný tilboð,“ sagði Elmar í viðtali við Sindra Sverrisson á mbl.is. Hann talar ekki illa um reynsluna af því að spila í Tyrklandi. „Það var mjög skemmtilegt að prófa það, ég kynntist mörgu góðu fólki og það var leiðinlegt að geta ekki klárað tímann þarna almennilega. En ég þorði ekki að taka sénsinn á því að vera þarna og meiðast kannski, í þessari stöðu,“ sagði Elmar í fyrrnefndu viðtali. Theódór Elmar hefur spilað 41 landsleik fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Síðastu landsleikur hans var á móti Sviss í Þjóðadeildinni í september síðastliðnum. Elmar er orðinn 31 árs og hefur spilað á sínum atvinnumannaferli í Skotlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og svo í Tyrklandi frá 2017. Hann spilaði síðast heima á Íslandi sumarið 2004. „Ég þekki fullt af fólki í KR og það væri sá kostur sem ég myndi velja ef ég kæmi heim,“ sagði Elmar í viðtalinu.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira