Leigjendur Brynju fengu greiddar húsaleigubæturnar Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2018 18:05 Brynja er hússjóður Öryrkjabandalagsins. vísir/vilhelm Velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiddi í dag rúmar 323 milljónir króna til 423 einstaklinga sem áttu rétt á afturvirkum húsaleigubótum. Greiðsla vegna bótanna námu 203,7 milljónir króna og þá voru einnig greiddir dráttarvextir að upphæð tæpum 120 milljónum. Í frétt á vef borgarinnar segir að borgarráð hafi samþykkt þann 3. maí síðastliðinn að fela velferðarsviði Reykjavíkurborgar að afgreiða kröfur um greiðslu sérstakra húsaleigubóta fyrir tímabilið 1. júní 2012 til 31. desember 2016 frá leigjendum Brynju – Hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, á grundvelli dóms Hæstaréttar, án tillits til þess hvort umsókn hafi legið fyrir. Auk þess hafi verið lagt til að dráttarvextir yrðu greiddir til þeirra sem ættu rétt á greiðslum sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann án þess að gerð væri sérstök krafa um það. Málið má rekja aftur níu ár aftur í tímann þegar Öryrkjabandalagið hóf að berjast fyrir því að reglum borgarinnar um sérstakar húsaleigubætur yrði breytt, en samkvæmt reglunum áttu aðeins leigjendur á almennum markaði eða hjá Félagsbústöðum rétt á bótunum. Taldi bandalagið að um brot á jafnræðisreglu væri að ræða.80 látnir „Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sendi öllum þeim leigjendum sem gætu hafa átt rétt á bótum bréf í byrjun nóvember. Annars vegar var einstaklingum tilkynnt að þeir ættu rétt á greiðslu sérstakra húsaleigubóta og dráttarvaxta aftur í tímann ásamt útreikningi auk tilkynningu um greiðsludag. Hins vegar var einstaklingum tilkynnt að þeir ættu ekki rétt og þeim kynntur réttur sinn til rökstuðnings og heimild til að áfrýja ákvörðun til áfrýjunarnefndar velferðarráðs. Þess má að lokum geta að af þeim rúmlega 500 einstaklingum, sem áttu rétt á greiðslu sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann, eru 80 einstaklingar látnir. Unnið er að því að fá upplýsingar varðandi umsjónarmenn dánarbúa eða lögerfingja og vonast velferðarsvið borgarinnar til þess að hægt verði að ljúka þeim greiðslum sem allra fyrst,“ segir í fréttinni. Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í apríl lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að allir leigjendur ættu að fá bæturnar greiddar, óháð því hvort þeir hefðu sótt formlega um þær á sínum tíma eða ekki. 3. maí 2018 17:51 Öryrkjabandalagið hafði betur eftir áralangt stapp við borgina Borgarráð samþykkti í gær að greiða sérstakar húsaleigubætur afturvirkt til leigjenda Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Greiðslurnar eru háðar því að fólk hafi átt rétt á þeim á þeim tíma og sækja þarf sérstaklega um þær. 4. maí 2018 07:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiddi í dag rúmar 323 milljónir króna til 423 einstaklinga sem áttu rétt á afturvirkum húsaleigubótum. Greiðsla vegna bótanna námu 203,7 milljónir króna og þá voru einnig greiddir dráttarvextir að upphæð tæpum 120 milljónum. Í frétt á vef borgarinnar segir að borgarráð hafi samþykkt þann 3. maí síðastliðinn að fela velferðarsviði Reykjavíkurborgar að afgreiða kröfur um greiðslu sérstakra húsaleigubóta fyrir tímabilið 1. júní 2012 til 31. desember 2016 frá leigjendum Brynju – Hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, á grundvelli dóms Hæstaréttar, án tillits til þess hvort umsókn hafi legið fyrir. Auk þess hafi verið lagt til að dráttarvextir yrðu greiddir til þeirra sem ættu rétt á greiðslum sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann án þess að gerð væri sérstök krafa um það. Málið má rekja aftur níu ár aftur í tímann þegar Öryrkjabandalagið hóf að berjast fyrir því að reglum borgarinnar um sérstakar húsaleigubætur yrði breytt, en samkvæmt reglunum áttu aðeins leigjendur á almennum markaði eða hjá Félagsbústöðum rétt á bótunum. Taldi bandalagið að um brot á jafnræðisreglu væri að ræða.80 látnir „Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sendi öllum þeim leigjendum sem gætu hafa átt rétt á bótum bréf í byrjun nóvember. Annars vegar var einstaklingum tilkynnt að þeir ættu rétt á greiðslu sérstakra húsaleigubóta og dráttarvaxta aftur í tímann ásamt útreikningi auk tilkynningu um greiðsludag. Hins vegar var einstaklingum tilkynnt að þeir ættu ekki rétt og þeim kynntur réttur sinn til rökstuðnings og heimild til að áfrýja ákvörðun til áfrýjunarnefndar velferðarráðs. Þess má að lokum geta að af þeim rúmlega 500 einstaklingum, sem áttu rétt á greiðslu sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann, eru 80 einstaklingar látnir. Unnið er að því að fá upplýsingar varðandi umsjónarmenn dánarbúa eða lögerfingja og vonast velferðarsvið borgarinnar til þess að hægt verði að ljúka þeim greiðslum sem allra fyrst,“ segir í fréttinni.
Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í apríl lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að allir leigjendur ættu að fá bæturnar greiddar, óháð því hvort þeir hefðu sótt formlega um þær á sínum tíma eða ekki. 3. maí 2018 17:51 Öryrkjabandalagið hafði betur eftir áralangt stapp við borgina Borgarráð samþykkti í gær að greiða sérstakar húsaleigubætur afturvirkt til leigjenda Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Greiðslurnar eru háðar því að fólk hafi átt rétt á þeim á þeim tíma og sækja þarf sérstaklega um þær. 4. maí 2018 07:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í apríl lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að allir leigjendur ættu að fá bæturnar greiddar, óháð því hvort þeir hefðu sótt formlega um þær á sínum tíma eða ekki. 3. maí 2018 17:51
Öryrkjabandalagið hafði betur eftir áralangt stapp við borgina Borgarráð samþykkti í gær að greiða sérstakar húsaleigubætur afturvirkt til leigjenda Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Greiðslurnar eru háðar því að fólk hafi átt rétt á þeim á þeim tíma og sækja þarf sérstaklega um þær. 4. maí 2018 07:00