Handbolti

Le Kock Hætt'essu: Enginn Óli Stef en mikið húllumhæ

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/skjáskot
Seinni bylgjan gerði upp handboltaumferðina í bæði Olís-deild karla og kvenna í þætti sínum sem var á dagskrá Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

Le Kock Hætt’essu er einn vinsælasti liðurinn og í síðasta þætti fór handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson á kostum. Menn grétu úr hlátri í settinu en það var enginn Óli Stef í þætti gærkvöldsins.

Það var hins vegar nóg af efni til að hlægja af en margar ömurlegar sendingar, léleg skot, flugferðir yfir auglýsingaskilti og margt fleira mátti sjá í Hætt’essu gærkvöldsins.

Innslagið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: VAR frumsýnt á Ásvöllum

Stjórn HSÍ samþykkti á dögunum reglubreytingar um myndbandsdómgæslu og var hið svokallaða VAR notað í fyrsta skipti á Ásvöllum í gær.

Sjáðu leikhléið sem vann leikinn fyrir FH

FH vann ótrúlegan endurkomusigur á ÍBV í Olísdeild karla um helgina. Leikhlé Halldórs Jóhanns Sigfússonar í seinni hálfleik vann leikinn fyrir FH.

Seinni bylgjan: Vanmetnustu landsliðsmenn Íslands

Dagur Sigurðsson var sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld og var hann fenginn til þess að taka saman topplista fyrrum liðsfélaga sinna í íslenska landsliðinu sem voru vanmetnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×