Seðlabankinn taldi sig þurfa að sekta vegna jafnræðissjónarmiða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 19:57 Seðlabankinn taldi sig þurfa að beita Samherja stjórnvaldssektum á grundvelli jafnræðissjónarmiða vegna annarra sambærilegra stjórnvaldssekta. Fréttablaðið/Stefán Seðlabankinn taldi sig þurfa að beita Samherja stjórnvaldssektum á grundvelli jafnræðissjónarmiða vegna annarra sambærilegra stjórnvaldssekta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum vegna dóms Hæstaréttar sem féll fyrir helgi. Seðlabankinn segir að samkvæmt lögum um gjaldeyrismál hafi hvílt skylda á Seðlabankanum að kæra grun um meiriháttar brot til lögreglu og því hafi verið ákveðið, í samræmi við þá skyldu, að beina kæru til embættis sérstaks saksóknara hinn 10. apríl 2013 vegna meintra brota Samherja hf. Fimmtudaginn 8. nóvember kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem Samherji höfðaði til ógildingar ákvörðunar Seðlabankans um greiðslu sektar að fjárhæð fimmtán milljón króna vegna ætlaðra brota gegn lögum um gjaldeyrismál sem mæla fyrir skilaskyldu erlends gjaldeyris. Seðlabankinn aflaði heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja auk nítján annarra félaga honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í marsmánuði 2012. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast um málið fann Seðlabankinn sig knúinn til að koma á framfæri frekari skýringum. Seðlabankinn segir að Embætti sérstaks saksóknara hafi endursent málið hinn 23. ágúst 2013 til Seðlabankans þegar í ljós kom að lögaðilar gætu ekki borið refsiábyrgð á brotum á lögum um gjaldeyrismál. „Þessir annmarkar á lögunum, sem fyrst komu í ljós við meðferð þessa máls, höfðu víðtæk áhrif þar sem sambærilegir annmarkar voru á annarri löggjöf á fjármálamarkaði allt frá árinu 2007. Löggjafinn hefur nú lagfært umrædda annmarka,“ segir í yfirlýsingu Seðlabankans. Í kjölfarið beindi Seðlabankinn kæru hinn 9. september 2013 til embættis sérstaks saksóknara sem beindist að forsvarsmönnum Samherja hf. Og tengdra aðila. Kæran varðaði í meginatriðum sömu meintu sakarefni og fyrri kæra bankans. Málið var til rannsóknar hjá embættinu í tvö ár og var í kjölfarið fellt niður sem sakamál og endursent bankanum 4. september 2015 til ákvörðunar. Embættið benti á þá annmarka sem urðu við setningu laganna um gjaldeyrismál þar sem formlegt samþykki ráðherra skorti. „Ljóst er að þessir annmarkar sem urðu sem urðu við setningu reglnanna í desember 2008 og komu í ljós eftir að málið var kært í seinna skiptið hafa haft áhrif á mál sem vörðuðu meint brot á gildistíma reglnanna. Seðlabankinn tók í kjölfarið málið til meðferðar og felldi niður mestan hluta þess hinn 30. mars 2016, m.a. vegna áðurnefndra annmarka við setningu reglna.“ Seðlabankinn taldi rétt að fá úr álitaefninu skorið fyrir Hæstarétti og liggur nú endanleg niðurstaða dómstóla fyrir. Seðlabankinn mun meta verklag vegna málsmeðferðar innan bankans í kjölfar dómsins. Tengdar fréttir Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05 Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00 Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Seðlabankinn taldi sig þurfa að beita Samherja stjórnvaldssektum á grundvelli jafnræðissjónarmiða vegna annarra sambærilegra stjórnvaldssekta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum vegna dóms Hæstaréttar sem féll fyrir helgi. Seðlabankinn segir að samkvæmt lögum um gjaldeyrismál hafi hvílt skylda á Seðlabankanum að kæra grun um meiriháttar brot til lögreglu og því hafi verið ákveðið, í samræmi við þá skyldu, að beina kæru til embættis sérstaks saksóknara hinn 10. apríl 2013 vegna meintra brota Samherja hf. Fimmtudaginn 8. nóvember kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem Samherji höfðaði til ógildingar ákvörðunar Seðlabankans um greiðslu sektar að fjárhæð fimmtán milljón króna vegna ætlaðra brota gegn lögum um gjaldeyrismál sem mæla fyrir skilaskyldu erlends gjaldeyris. Seðlabankinn aflaði heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja auk nítján annarra félaga honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í marsmánuði 2012. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast um málið fann Seðlabankinn sig knúinn til að koma á framfæri frekari skýringum. Seðlabankinn segir að Embætti sérstaks saksóknara hafi endursent málið hinn 23. ágúst 2013 til Seðlabankans þegar í ljós kom að lögaðilar gætu ekki borið refsiábyrgð á brotum á lögum um gjaldeyrismál. „Þessir annmarkar á lögunum, sem fyrst komu í ljós við meðferð þessa máls, höfðu víðtæk áhrif þar sem sambærilegir annmarkar voru á annarri löggjöf á fjármálamarkaði allt frá árinu 2007. Löggjafinn hefur nú lagfært umrædda annmarka,“ segir í yfirlýsingu Seðlabankans. Í kjölfarið beindi Seðlabankinn kæru hinn 9. september 2013 til embættis sérstaks saksóknara sem beindist að forsvarsmönnum Samherja hf. Og tengdra aðila. Kæran varðaði í meginatriðum sömu meintu sakarefni og fyrri kæra bankans. Málið var til rannsóknar hjá embættinu í tvö ár og var í kjölfarið fellt niður sem sakamál og endursent bankanum 4. september 2015 til ákvörðunar. Embættið benti á þá annmarka sem urðu við setningu laganna um gjaldeyrismál þar sem formlegt samþykki ráðherra skorti. „Ljóst er að þessir annmarkar sem urðu sem urðu við setningu reglnanna í desember 2008 og komu í ljós eftir að málið var kært í seinna skiptið hafa haft áhrif á mál sem vörðuðu meint brot á gildistíma reglnanna. Seðlabankinn tók í kjölfarið málið til meðferðar og felldi niður mestan hluta þess hinn 30. mars 2016, m.a. vegna áðurnefndra annmarka við setningu reglna.“ Seðlabankinn taldi rétt að fá úr álitaefninu skorið fyrir Hæstarétti og liggur nú endanleg niðurstaða dómstóla fyrir. Seðlabankinn mun meta verklag vegna málsmeðferðar innan bankans í kjölfar dómsins.
Tengdar fréttir Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05 Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00 Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05
Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00
Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16