Ökumaður bifreiðar sem lenti í alvarlegu umferðarslysi var úrskurðaður látinn í gærkvöldi skömmu eftir komu á slysadeild. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi. Tildrög slyssins og orsakir liggja ekki fyrir og er áfram unnið að rannsókn málsins.
Slysið varð á Borgarfjarðarbraut rétt norðan við Flókadalsá á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Bíllinn, sem ökumaðurinn var einn í, fór nokkrar veltur. Var maðurinn fluttur alvarlega slasaður á slysadeild í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Þá var slökkvilið Borgarbyggðar kallað út ásamt lögreglu en beita þurfti klippum til að ná manninum út úr bílnum.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Banaslys í Borgarfirði

Tengdar fréttir

Alvarlegt bílslys í Borgarfirði
Einn var fluttur með þyrlunni á Landspítalann í Fossvogi.