Fylgjast þarf vel með náttúrunni á Þingvöllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. nóvember 2018 20:00 Ný sýn og ný nálgun í náttúruvernd og þjóðgarður á miðhálendinu og tækifærin þar voru til umræðu á Umhverfisþingi sem haldið var fyrir helgi. Þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðastofnuninni segir að fylgjast þurfi vel með þeirri fjölgun ferðamanna sem hefur orðið í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Lizzie Watts þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðsstofnuninni fjallaði um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum í erindi sínu á Umhverfisþingi í síðustu viku, en hún segir samstarfið mikilvægt. Í vikunni skoðaði hún þjóðgarðinn á Þingvöllum en hún segir að skoða þurfi hvern og einn þjóðgarð sem mismunandi hætti út frá sérstöðu þeirra. Hún bætir því við að Íslendingar hafa einstaka nálgun með sínum tækifærum með sögunni og náttúrunni í þjóðgarðinum. „Það sem við sjáum í ferðamennskunni, bæði í Bandaríkjunum og hér, er að sumir staðir eru heimsóttir gríðarlega mikið og við verðum að horfa öðruvísi á þá, við verðum að finna út umferðarleiðir og mál sem hafa áhrif á nágrannana auk fólksins innan garðanna sjálfra, sem snart mig í gær var hve mikilvægur staðurinn sem við heimsóttum var. Þar var þjóðgarðsvörður sem er fæddur og uppalinn á Íslandi sem útskýrði sögu Íslands á þessum helga stað. Þess vegna finnst manni að maður skilji Ísland og það er sérstakt,“ sagði Lizzie.Lizzie Watts, þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðstofnuninniVísir/JóiKMikilvægt að fylgjast með á Þingvöllum Lizzie segir alla þjóðgarða hafa sinn sjarma, sína leyndardóma og aðdráttarafl sem oftar en ekki er byggt á sögunni. Hún segir ástæðu til þess að fylgjast vel með þjóðgarðinum á Þingvöllum með tilliti til náttúruverndar vegna þeirrar aukningar í komu ferðamanna á svæðið á stuttum tíma. „Hluti af því sem gerir Ísland sérstakt er upplifunin á því sem maður kemur til að sjá. Að tryggja að allir fái þessa upplifun er það sem fær fólk til að koma aftur. Ég er verndarsinni svo mér finnst við alltaf eiga að hafa þá afstöðu. En mér finnst þetta mikilvægt því þetta eru þær auðlindir sem við eftirlátum börnunum okkar, þetta er það sem við eftirlátum barnabörnunum okkar og án þess missum við þetta fyrir okkur sjálf,“ sagði Lizzie. Þjóðgarðar Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Ný sýn og ný nálgun í náttúruvernd og þjóðgarður á miðhálendinu og tækifærin þar voru til umræðu á Umhverfisþingi sem haldið var fyrir helgi. Þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðastofnuninni segir að fylgjast þurfi vel með þeirri fjölgun ferðamanna sem hefur orðið í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Lizzie Watts þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðsstofnuninni fjallaði um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum í erindi sínu á Umhverfisþingi í síðustu viku, en hún segir samstarfið mikilvægt. Í vikunni skoðaði hún þjóðgarðinn á Þingvöllum en hún segir að skoða þurfi hvern og einn þjóðgarð sem mismunandi hætti út frá sérstöðu þeirra. Hún bætir því við að Íslendingar hafa einstaka nálgun með sínum tækifærum með sögunni og náttúrunni í þjóðgarðinum. „Það sem við sjáum í ferðamennskunni, bæði í Bandaríkjunum og hér, er að sumir staðir eru heimsóttir gríðarlega mikið og við verðum að horfa öðruvísi á þá, við verðum að finna út umferðarleiðir og mál sem hafa áhrif á nágrannana auk fólksins innan garðanna sjálfra, sem snart mig í gær var hve mikilvægur staðurinn sem við heimsóttum var. Þar var þjóðgarðsvörður sem er fæddur og uppalinn á Íslandi sem útskýrði sögu Íslands á þessum helga stað. Þess vegna finnst manni að maður skilji Ísland og það er sérstakt,“ sagði Lizzie.Lizzie Watts, þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðstofnuninniVísir/JóiKMikilvægt að fylgjast með á Þingvöllum Lizzie segir alla þjóðgarða hafa sinn sjarma, sína leyndardóma og aðdráttarafl sem oftar en ekki er byggt á sögunni. Hún segir ástæðu til þess að fylgjast vel með þjóðgarðinum á Þingvöllum með tilliti til náttúruverndar vegna þeirrar aukningar í komu ferðamanna á svæðið á stuttum tíma. „Hluti af því sem gerir Ísland sérstakt er upplifunin á því sem maður kemur til að sjá. Að tryggja að allir fái þessa upplifun er það sem fær fólk til að koma aftur. Ég er verndarsinni svo mér finnst við alltaf eiga að hafa þá afstöðu. En mér finnst þetta mikilvægt því þetta eru þær auðlindir sem við eftirlátum börnunum okkar, þetta er það sem við eftirlátum barnabörnunum okkar og án þess missum við þetta fyrir okkur sjálf,“ sagði Lizzie.
Þjóðgarðar Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira