Innlent

Sautján ára tekinn á 175 í Ártúnsbrekku

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/jói k.
Sautján ára ökumaður var gripinn á 175-180 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku í gærkvöldi. Var ökumaðurinn sviptur ökuréttingum til bráðabirgða.

Faðir drengsins var mættur á lögreglustöðina er sviptingin fór fram auk þess sem að tilkynning var send til Barnaverndar að því er kemur fram í dagbók lögreglu.

Töluverður erill var hjá lögreglu í nótt sem þurfti að hafa afskipti af fjölda ökumanna vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Þá var sextán ára ökumaður stöðvaður í nótt en hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi.

Lögregla hafði einnig afskiptu af þremur einstaklingum sem voru á ferð í Breiðholti seint í nótt. Ökumaður bíls þeirra er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu slíkra efna. Þrír farþegar í bílnum voru yngri en átján ára og eru þeir einnig grunaðir um vörslu fíknefna


Tengdar fréttir

Setti skópar í poka og dró upp hníf

Maður ógnaði starfsmanni verslubar í Kópavogi með hníf eftir að starfsmaðurinn varð vitni að því að maðurinn reyndi að stela skópari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×