Gunnar Bragi segir pólitíska inneign sína laskaða Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2018 22:03 Gunnar Bragi Sveinsson var í viðtali í Kastljósi í kvöld. vísir/vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að pólitísk inneign sín sé löskuð eftir fréttaflutning fjölmiðla af fundi fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á hótelbarnum Klaustri fyrr í mánuðinum. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem rætt var við Gunnar Braga. Á upptökunum mátti heyra þingmennina fara ófögrum orðum um fjölda nafngreindra þingkvenna. Gunnar Bragi segist ekki sjá ástæðu til þess að segja af sér, þar sem hann hafi ekki brotið af sér. Einar Þorsteinsson fréttamaður spyr í viðtalinu meðal annars um siðareglur þingsins, sem séu skýrar. „Það stendur bara að það eigi ekki að kasta rýrð á Alþingi, skaða ímynd þess með framkomu sinni - sem ég held að við hljótum að geta verið sammála um að þú hefur gert,“ segir Einar. „Það er örugglega alveg á mörkunum,“ svarar Gunnar Bragi þá.Albertína á göngum Alþingis í morgun.Vísir/VilhelmSpurður út í samskiptin við Albertínu Í upphafi viðtalsins er Gunnar Bragi spurður út í þau orð sín á upptökunum að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, núverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hafi reynt að nauðga sér á dansleik. „Við áttum ákveðin samskipti fyrir nokkuð löngu síðan, en nauðgun er alltof sterkt orð og ég er búinn að biðja Albertínu afsökunar á því,“ segir Gunnar Bragi. Hann segist svo ekki vilja fara nánar út í það hvað gerðist. „En við vorum á dansleik þar sem ákveðið atvik átti sér stað, en að saka hana um nauðgun er alltof sterkt orð og ég dreg það til baka.“ Þessu hafi verið varpað fram í einhverju fylleríisrausi. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að pólitísk inneign sín sé löskuð eftir fréttaflutning fjölmiðla af fundi fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á hótelbarnum Klaustri fyrr í mánuðinum. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem rætt var við Gunnar Braga. Á upptökunum mátti heyra þingmennina fara ófögrum orðum um fjölda nafngreindra þingkvenna. Gunnar Bragi segist ekki sjá ástæðu til þess að segja af sér, þar sem hann hafi ekki brotið af sér. Einar Þorsteinsson fréttamaður spyr í viðtalinu meðal annars um siðareglur þingsins, sem séu skýrar. „Það stendur bara að það eigi ekki að kasta rýrð á Alþingi, skaða ímynd þess með framkomu sinni - sem ég held að við hljótum að geta verið sammála um að þú hefur gert,“ segir Einar. „Það er örugglega alveg á mörkunum,“ svarar Gunnar Bragi þá.Albertína á göngum Alþingis í morgun.Vísir/VilhelmSpurður út í samskiptin við Albertínu Í upphafi viðtalsins er Gunnar Bragi spurður út í þau orð sín á upptökunum að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, núverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hafi reynt að nauðga sér á dansleik. „Við áttum ákveðin samskipti fyrir nokkuð löngu síðan, en nauðgun er alltof sterkt orð og ég er búinn að biðja Albertínu afsökunar á því,“ segir Gunnar Bragi. Hann segist svo ekki vilja fara nánar út í það hvað gerðist. „En við vorum á dansleik þar sem ákveðið atvik átti sér stað, en að saka hana um nauðgun er alltof sterkt orð og ég dreg það til baka.“ Þessu hafi verið varpað fram í einhverju fylleríisrausi.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53
Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21
Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56