Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 09:44 Gunnar Bragi Sveinsson er þingflokksformaður Miðflokksins. Vísir/Hanna Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram og að það sé jafnframt langur listi fólks sem hann þurfi að biðja afsökunar. Rætt var við Gunnar Braga og Ólaf Ísleifsson, þingflokksformann Flokks fólksins, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. „Auðvitað er það alveg rétt, það er ekki viðeigandi að tala svona og það er langur listi af fólki sem ég þarf að biðjast afsökunar. Ég að sjálfsögðu biðst afsökunar á að hafa farið í þetta með þessum hætti, það er hins vegar þannig að þegar maður er kominn í ákveðið ástand þá kannski opnast eitthvað, maður segir hluti sem maður ekki að segja. En það breytir því ekki að maður á ekki að tala svona. Þetta er sorglegt í rauninni,“ segir Gunnar Bragi.Talaði um apaketti og lauslæti kvenna Í upptökunum, sem DV og Stundin hafa undir höndum, heyrist Gunnar Bragi fara mjög ófögrum orðum um fólk og þar af margar samstarfskonur sínar af vettvangi stjórnmálanna. Þannig hafi Gunnar Bragi sagt að ung sjálfstæðiskona væri „helvíti sæt stelpa“ og kallaði Unni Brá Konráðsdóttur, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins „kræfa kerfiskerlingu.“ „Oddný er ekkert ágæt, hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, hún getur ekki neitt,“ sagði Gunnar Bragi um Oddnýju G. Harðardóttur þingflokksformann Samfylkingarinnar.Þau sem sátu að sumbli á Klaustri 20. nóvember. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Þegar Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, sagði að konur væru upp til hópa talnablindar svaraði Gunnar Bragi „Er það þess vegna sem þær vita ekki hjá hvað mörgum þær sofa hjá.“ Þá sagði hann að Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefði sloppið í gegn „eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ í umfjöllun fjölmiðla þegar Geir var skipaður sendiherra Íslands í Washington. Hann segir að þó að hann hafi verið ölvaður afsaki það ekki að setja hlutina svona fram. „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta því ég verð að viðurkenna ég man nú ekki allt sem fór þarna fram. Til dæmis ummæli mín um Oddnýju Harðardóttur eru bara hræðileg.“ „Þú kallar hana apakött,“ skaut Sigmar Guðmundsson, þáttarstjórnandi Morgunútvarpsins inn í mál Gunnars Braga. „Já sem hún er að sjálfsögðu ekki. Hún er frábær manneskja og ég bið Oddnýju mikillar afsökunar á að hafa sagt þetta. Eins með Loga Einarsson, ég geri engan greinarmun á konum og körlum greinilega, og hef aldrei gert, maður á ekki að tala svona hvort sem það eru konur eða karlar. Alls ekki. Þetta fólk þarf ég, ég er búin að ná á Loga, og næ vonandi á Oddnýju á eftir.“Gunnar Bragi sagði að Geir H Haarde hefði hefði sloppið í gegn „eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ í umfjöllun fjölmiðla þegar Geir var skipaður sendiherra Íslands í Washington.Fréttablaðið/ErnirBað Friðrik Ómar fyrstan afsökunar Hann segir jafnframt að ummæli sem hann hafi haft uppi um Friðrik Ómar væru hræðileg. „Ég hef ekki símann hjá Friðriki þannig ég sendi honum skilaboð á Facebook fyrstum allra til að biðjast afsökunar því Friðrik Ómar er nú einn af því sem ég og mín fjölskylda reynum alltaf að fara á tónleika hjá. Maður biður svo mikla virðingu fyrir honum sem listamanni og manneskju.“ „Af hverju ertu þá að segja þetta?“ spurði Sigmar. „Ég veit það ekki. Það er ekkert hægt að afsaka það. Nema bara biðjast fyrirgefningar, sem ég er búin að gera.“ Ummæli um Unni Brá og að konur viti ekki hversu mörgum þær sofi hjá skrifar Gunnar bragi á lélegan óviðeigandi brandara. „Þetta er bara galið að segja svona hluti. Ég er að vinna með Unni Brá í framtíðarnefnd og hún er þar mikill leiðtogi. Af hverju er maður að segja svona hluti þegar maður er í svona ásigkomulagi. Maður þarf að skoða eitthvað í kollinum á sér, það er bara þannig.“Segist vinna vel með Oddnýju Aðspurður hvort hann eigi afturkvæmt í samstarf við þær konur sem hann hafi talað svona um segir hann það þeirra að ákveða hvort þær taki við afsökunarbeiðni hans. „Við Oddný vinnum ágætlega saman, erum þingflokksformenn bæði og hún hefur verið leiðtogi stjórnarandstöðunnar í þinginu þegar kemur að fundum og samskiptum og hefur staðið sig vel í því. Þannig að hana þarf ég að nálgast og biðjast afsökunar sem ég mun að sjálfsögðu gera. Ég treysti Oddnýju algjörlega.“ Í tíð sinni sem utanríkisráðherra lagði Gunnar Bragi mikla áherslu á jafnréttismál og segist hann gera það enn. Hann hafi þó brugðist því hlutverki með ummælum sínum. „Vandi minn er kannski, eða ég veit ekki hvort það er vandi, að ég lít á karla og konur nákvæmlega eins, það sést á ummælum mínum um Loga Einarsson. Ég geri engan greinarmun á kynjunum. Hins vegar er það vitanlega ekki gott að tala með þessum hætti, hvort sem það er um konur eða karla. Maður á ekki að tala svona um fólk.“ Eftir viðtalið í morgun birti Gunnar Bragi afsökunarbeiðni á Facebook síðu sinni. Þar segir hann að þeir sem hafi setið að sumbli hafi heldur átt að fara heim. Í umfjöllun Stundarinnar og DV upp úr upptökunni heyrist Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, efast um leiðtogahæfni Ingu Sæland, formanns flokksins. Ólafur Ísleifsson segir ekki mikið á upptökunum. „Það er nú haft eftir mér að hún vilji vel, ég held að það séu mjög jákvæð ummæli. Sannleikurinn er þessi í okkar flokki er mjög góður andi og mjög gott samstarf. Við fundum í þingflokknum tvisvar í viku eins og aðrir þingflokkar og það eru mjög jákvæðir og uppbyggilegir fundir. Ég ætla bara að segja frá því hér að það hefur aldrei komið til ágreinings á þessum fundum til að mynda um afstöðu til mála. Fólk er þarna mjög samhent. Inga er formaður þessa flokks. Hún hefur gegnt því með heiðri og sóma.“ Aðspurður um ummæli Karls Gauta segir hann að Karl Gauti hafi þegar svarað fyrir þau og að hann þurfi ekki að segja meir. Karl Gauti sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar ummæli sem hann hafi látið falla og tók fram að hann væri ekki á förum úr Flokki fólksins, styðji stefnu flokksins og beri traust til Ingu Sæland.Oft grínast á kaffistofu um að skipta um flokk Á upptökunum virðist vera að Miðflokksmenn séu að reyna að lokka Karl Gauta og Ólaf yfir í sínar raðir og Ólafi er boðið að verða þingflokksformaður, sé Gunnar Bragi sáttur við það. „Það er iðulega sem það falla orð á milli manna til að mynda á kaffistofu Alþingis eða eitthvað, þú ættir að vera þarna í þessum flokki heldur en hinum flokknum. Það eru einu sinni átta flokkar þarna, aldrei verið fleiri. Maður svarar því bara á þann vegg, þakkar tilboði og það er gagnkvæmt. Ég meina þetta bara, svona falla orð á milli og ég meina þetta er bara eitt skiptið af mörgum sem svona ummæli hafa fallið og þetta á við um ýmsa flokka,“ segir Ólafur um þau ummæli. Gunnar Bragi segir að hópurinn sem sat þar að sumbli umrætt kvöld hittist mjög oft, en það sé ekki þannig að það sé verið að bjóða fólki þingflokksformennsku af alvöru. „Við hittumst mjög oft, þessi hópur er ágætlega samrýmdur. Við erum oft á þingmálum hjá hvor öðrum. Það eru aðrir hópar á þinginu sem hittast mikið og tala mikið saman. Ég vona bara að þeir hagi sér ekki eins og við. En við verðum náttúrulega að læra af þessu. Þegar maður fer yfir þessa upptöku, les það sem er skrifað þá sér maður hluti sem eru ósannir og hlutir sem eru teknir úr samhengi af manni sjálfum.“ Inntur eftir því hvort upptakan og ummæli sem þar heyrast gefi tilefni til afsagnar einhverra efast Gunnar Bragi um það. „Ég held að menn þurfi nú fyrst að brjóta eitthvað af sér.“ Hann segir að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sé búinn að biðja Ingu Sæland afsökunar á því að hafa kallað hana „húrrandi klikkaða kuntu“ og að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þingmenn gera óskunda í glasi. Það eigi þó ekki að vera í lagi. „En við erum bara eins og annað fólk líka. Við gerum mistök það er enginn vafi og við eigum ekkert, auðvitað segjum við af okkur ef við brjótum af okkur, ef við gerum eitthvað gegn þjóðarhag eða eitthvað slíkt, en þetta er ekki svoleiðis. Þarna erum við fyrst og fremst í einhverju partíi.“Oft fari hlutir á milli aðila sem þurfi að fara leynt Ólafur og Gunnar Bragi velta báðir þeirri spurningu upp hvort fólki finnist í lagi að samtöl fólks séu tekin upp og vona að umræða skapist um um það. Þáttastjórnandi benti þeim þá á að þeir hafi verið á veitingastað en ekki í lokuðu rými. „Ég verð að segja það að ég er mjög hugsi yfir því að það sé verið að taka upp það sem fram fer, getur ekki hver og einn séð sjálfan sig í þessum sporum?“ sagði Ólafur og sagði vafasamt að fjölmiðlar telji heimilt að nota svona efni og sagðist telja víst að málið yrði tekið upp á vettvangi Blaðamannafélagsins. Benti Sigmar, sem er sjálfur reyndur blaðamaður, þá á að fjölmiðlar fái send gögn sem þeir vinni upp úr nánast daglega svo að sá hluti málsins sé ekki nýr á nálinni. „En það eru þá miklir lærdómar sem hægt er að draga af þessu að mönnum, oft fer á milli aðila hlutir sem þurfa að fara leynt.“ Aðspurðir hvort þeir telji að einhverjar pólitískar afleiðingar verði af málinu segja þeir það ólíklegt. „Nei ég meina það er bara kjósenda að kveða upp um það á endanum. Eins og ég segi þetta er ekki í fyrsta sinn sem þingmenn gera einhverjar gloríur og menn verða að setja sjálfa sig í þessa stöðu. Hafa ekki flestir lent í einhverjum svona undarlegum hlutum? Það sem vakir fyrir mér er að læra af þessu og biðjast afsökunar,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi var tekinn tali í Alþingishúsinu í morgun og spurður nánar út í málið.Klippa: Gunnar Bragi ræðir Klaustursupptökurnar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40 Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram og að það sé jafnframt langur listi fólks sem hann þurfi að biðja afsökunar. Rætt var við Gunnar Braga og Ólaf Ísleifsson, þingflokksformann Flokks fólksins, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. „Auðvitað er það alveg rétt, það er ekki viðeigandi að tala svona og það er langur listi af fólki sem ég þarf að biðjast afsökunar. Ég að sjálfsögðu biðst afsökunar á að hafa farið í þetta með þessum hætti, það er hins vegar þannig að þegar maður er kominn í ákveðið ástand þá kannski opnast eitthvað, maður segir hluti sem maður ekki að segja. En það breytir því ekki að maður á ekki að tala svona. Þetta er sorglegt í rauninni,“ segir Gunnar Bragi.Talaði um apaketti og lauslæti kvenna Í upptökunum, sem DV og Stundin hafa undir höndum, heyrist Gunnar Bragi fara mjög ófögrum orðum um fólk og þar af margar samstarfskonur sínar af vettvangi stjórnmálanna. Þannig hafi Gunnar Bragi sagt að ung sjálfstæðiskona væri „helvíti sæt stelpa“ og kallaði Unni Brá Konráðsdóttur, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins „kræfa kerfiskerlingu.“ „Oddný er ekkert ágæt, hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, hún getur ekki neitt,“ sagði Gunnar Bragi um Oddnýju G. Harðardóttur þingflokksformann Samfylkingarinnar.Þau sem sátu að sumbli á Klaustri 20. nóvember. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Þegar Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, sagði að konur væru upp til hópa talnablindar svaraði Gunnar Bragi „Er það þess vegna sem þær vita ekki hjá hvað mörgum þær sofa hjá.“ Þá sagði hann að Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefði sloppið í gegn „eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ í umfjöllun fjölmiðla þegar Geir var skipaður sendiherra Íslands í Washington. Hann segir að þó að hann hafi verið ölvaður afsaki það ekki að setja hlutina svona fram. „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta því ég verð að viðurkenna ég man nú ekki allt sem fór þarna fram. Til dæmis ummæli mín um Oddnýju Harðardóttur eru bara hræðileg.“ „Þú kallar hana apakött,“ skaut Sigmar Guðmundsson, þáttarstjórnandi Morgunútvarpsins inn í mál Gunnars Braga. „Já sem hún er að sjálfsögðu ekki. Hún er frábær manneskja og ég bið Oddnýju mikillar afsökunar á að hafa sagt þetta. Eins með Loga Einarsson, ég geri engan greinarmun á konum og körlum greinilega, og hef aldrei gert, maður á ekki að tala svona hvort sem það eru konur eða karlar. Alls ekki. Þetta fólk þarf ég, ég er búin að ná á Loga, og næ vonandi á Oddnýju á eftir.“Gunnar Bragi sagði að Geir H Haarde hefði hefði sloppið í gegn „eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ í umfjöllun fjölmiðla þegar Geir var skipaður sendiherra Íslands í Washington.Fréttablaðið/ErnirBað Friðrik Ómar fyrstan afsökunar Hann segir jafnframt að ummæli sem hann hafi haft uppi um Friðrik Ómar væru hræðileg. „Ég hef ekki símann hjá Friðriki þannig ég sendi honum skilaboð á Facebook fyrstum allra til að biðjast afsökunar því Friðrik Ómar er nú einn af því sem ég og mín fjölskylda reynum alltaf að fara á tónleika hjá. Maður biður svo mikla virðingu fyrir honum sem listamanni og manneskju.“ „Af hverju ertu þá að segja þetta?“ spurði Sigmar. „Ég veit það ekki. Það er ekkert hægt að afsaka það. Nema bara biðjast fyrirgefningar, sem ég er búin að gera.“ Ummæli um Unni Brá og að konur viti ekki hversu mörgum þær sofi hjá skrifar Gunnar bragi á lélegan óviðeigandi brandara. „Þetta er bara galið að segja svona hluti. Ég er að vinna með Unni Brá í framtíðarnefnd og hún er þar mikill leiðtogi. Af hverju er maður að segja svona hluti þegar maður er í svona ásigkomulagi. Maður þarf að skoða eitthvað í kollinum á sér, það er bara þannig.“Segist vinna vel með Oddnýju Aðspurður hvort hann eigi afturkvæmt í samstarf við þær konur sem hann hafi talað svona um segir hann það þeirra að ákveða hvort þær taki við afsökunarbeiðni hans. „Við Oddný vinnum ágætlega saman, erum þingflokksformenn bæði og hún hefur verið leiðtogi stjórnarandstöðunnar í þinginu þegar kemur að fundum og samskiptum og hefur staðið sig vel í því. Þannig að hana þarf ég að nálgast og biðjast afsökunar sem ég mun að sjálfsögðu gera. Ég treysti Oddnýju algjörlega.“ Í tíð sinni sem utanríkisráðherra lagði Gunnar Bragi mikla áherslu á jafnréttismál og segist hann gera það enn. Hann hafi þó brugðist því hlutverki með ummælum sínum. „Vandi minn er kannski, eða ég veit ekki hvort það er vandi, að ég lít á karla og konur nákvæmlega eins, það sést á ummælum mínum um Loga Einarsson. Ég geri engan greinarmun á kynjunum. Hins vegar er það vitanlega ekki gott að tala með þessum hætti, hvort sem það er um konur eða karla. Maður á ekki að tala svona um fólk.“ Eftir viðtalið í morgun birti Gunnar Bragi afsökunarbeiðni á Facebook síðu sinni. Þar segir hann að þeir sem hafi setið að sumbli hafi heldur átt að fara heim. Í umfjöllun Stundarinnar og DV upp úr upptökunni heyrist Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, efast um leiðtogahæfni Ingu Sæland, formanns flokksins. Ólafur Ísleifsson segir ekki mikið á upptökunum. „Það er nú haft eftir mér að hún vilji vel, ég held að það séu mjög jákvæð ummæli. Sannleikurinn er þessi í okkar flokki er mjög góður andi og mjög gott samstarf. Við fundum í þingflokknum tvisvar í viku eins og aðrir þingflokkar og það eru mjög jákvæðir og uppbyggilegir fundir. Ég ætla bara að segja frá því hér að það hefur aldrei komið til ágreinings á þessum fundum til að mynda um afstöðu til mála. Fólk er þarna mjög samhent. Inga er formaður þessa flokks. Hún hefur gegnt því með heiðri og sóma.“ Aðspurður um ummæli Karls Gauta segir hann að Karl Gauti hafi þegar svarað fyrir þau og að hann þurfi ekki að segja meir. Karl Gauti sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar ummæli sem hann hafi látið falla og tók fram að hann væri ekki á förum úr Flokki fólksins, styðji stefnu flokksins og beri traust til Ingu Sæland.Oft grínast á kaffistofu um að skipta um flokk Á upptökunum virðist vera að Miðflokksmenn séu að reyna að lokka Karl Gauta og Ólaf yfir í sínar raðir og Ólafi er boðið að verða þingflokksformaður, sé Gunnar Bragi sáttur við það. „Það er iðulega sem það falla orð á milli manna til að mynda á kaffistofu Alþingis eða eitthvað, þú ættir að vera þarna í þessum flokki heldur en hinum flokknum. Það eru einu sinni átta flokkar þarna, aldrei verið fleiri. Maður svarar því bara á þann vegg, þakkar tilboði og það er gagnkvæmt. Ég meina þetta bara, svona falla orð á milli og ég meina þetta er bara eitt skiptið af mörgum sem svona ummæli hafa fallið og þetta á við um ýmsa flokka,“ segir Ólafur um þau ummæli. Gunnar Bragi segir að hópurinn sem sat þar að sumbli umrætt kvöld hittist mjög oft, en það sé ekki þannig að það sé verið að bjóða fólki þingflokksformennsku af alvöru. „Við hittumst mjög oft, þessi hópur er ágætlega samrýmdur. Við erum oft á þingmálum hjá hvor öðrum. Það eru aðrir hópar á þinginu sem hittast mikið og tala mikið saman. Ég vona bara að þeir hagi sér ekki eins og við. En við verðum náttúrulega að læra af þessu. Þegar maður fer yfir þessa upptöku, les það sem er skrifað þá sér maður hluti sem eru ósannir og hlutir sem eru teknir úr samhengi af manni sjálfum.“ Inntur eftir því hvort upptakan og ummæli sem þar heyrast gefi tilefni til afsagnar einhverra efast Gunnar Bragi um það. „Ég held að menn þurfi nú fyrst að brjóta eitthvað af sér.“ Hann segir að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sé búinn að biðja Ingu Sæland afsökunar á því að hafa kallað hana „húrrandi klikkaða kuntu“ og að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þingmenn gera óskunda í glasi. Það eigi þó ekki að vera í lagi. „En við erum bara eins og annað fólk líka. Við gerum mistök það er enginn vafi og við eigum ekkert, auðvitað segjum við af okkur ef við brjótum af okkur, ef við gerum eitthvað gegn þjóðarhag eða eitthvað slíkt, en þetta er ekki svoleiðis. Þarna erum við fyrst og fremst í einhverju partíi.“Oft fari hlutir á milli aðila sem þurfi að fara leynt Ólafur og Gunnar Bragi velta báðir þeirri spurningu upp hvort fólki finnist í lagi að samtöl fólks séu tekin upp og vona að umræða skapist um um það. Þáttastjórnandi benti þeim þá á að þeir hafi verið á veitingastað en ekki í lokuðu rými. „Ég verð að segja það að ég er mjög hugsi yfir því að það sé verið að taka upp það sem fram fer, getur ekki hver og einn séð sjálfan sig í þessum sporum?“ sagði Ólafur og sagði vafasamt að fjölmiðlar telji heimilt að nota svona efni og sagðist telja víst að málið yrði tekið upp á vettvangi Blaðamannafélagsins. Benti Sigmar, sem er sjálfur reyndur blaðamaður, þá á að fjölmiðlar fái send gögn sem þeir vinni upp úr nánast daglega svo að sá hluti málsins sé ekki nýr á nálinni. „En það eru þá miklir lærdómar sem hægt er að draga af þessu að mönnum, oft fer á milli aðila hlutir sem þurfa að fara leynt.“ Aðspurðir hvort þeir telji að einhverjar pólitískar afleiðingar verði af málinu segja þeir það ólíklegt. „Nei ég meina það er bara kjósenda að kveða upp um það á endanum. Eins og ég segi þetta er ekki í fyrsta sinn sem þingmenn gera einhverjar gloríur og menn verða að setja sjálfa sig í þessa stöðu. Hafa ekki flestir lent í einhverjum svona undarlegum hlutum? Það sem vakir fyrir mér er að læra af þessu og biðjast afsökunar,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi var tekinn tali í Alþingishúsinu í morgun og spurður nánar út í málið.Klippa: Gunnar Bragi ræðir Klaustursupptökurnar
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40 Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16
Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40
Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30
Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent