Pochettino: Við getum unnið Barcelona á Nývangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 10:30 Mauricio Pochettino. Vísir/Getty Tottenham er enn á lífi í Meistaradeildinni í fótbolta eftir 1-0 sigur á Internazionale á Wembley í gærkvöldi en næsti leikur verður aftur á móti mun erfiðari. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, hrósaði karakter sinna manna eftir í leikinn í gær og talaði um að þeir væru enn að reyna að komast yfir erfitt sumar. Tottenham keypti eitt liða í ensku úrvalsdeildinni ekki einn einasta leikmanna í sumarglugganum. Tottenham þarf nú að fara til Barcelona og vinna ef þeir ætla að komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í keppninni og þarf því á stórbrotnum endi að halda. Fyrsta skrefið var að vinna leikinn í gærkvöldi og halda voninni á lífi. Mauricio Pochettino reyndi að tala trú í sína eftir leikinn í gær þar sem Christian Eriksen kom inná sem varamaður og skoraði sigurmarkið undir lokin.Winning in Nou Camp not mission impossible, says Pochettinohttps://t.co/Ksft0SODESpic.twitter.com/vuZ7AHkAxF — The Star (@staronline) November 29, 2018„Það er allt mögulegt í fótboltanum. Við berum mikla virðingu fyrir Barcelona sem er eitt af bestu liðunum í Evrópu. Þetta verður mjög erfitt en við verðum að trúa því að við getum unnið,“ sagði Mauricio Pochettino. Sky Sports segir frá. „Við getum unnið Barcelona. Við þurfum að sýna okkar bestu hliðar og spila okkar besta leik. Við verðum að mæta til leiks með ferska fætur og lausir við meiðsli. Við þurfum því að að dreifa álaginu og nota allan hópinn í næstu leikjum,“ sagði Pochettino. Barcelona vann 2-1 sigur á PSV Eindhoven í gær og er búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Lokaleikurinn skiptir því Lionel Messi og félaga engu máli. „Ég býst við því að þeir mæti með sína bestu leikmenn. Ég veit samt ekki hvernig þeir munu undirbúa sig fyrir þenann leik. Við þurfum að passa það að undirbúa okkur sem best. Þú færð engar gjafir í Meistaradeildinni,“ sagði Mauricio Pochettino. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Tottenham er enn á lífi í Meistaradeildinni í fótbolta eftir 1-0 sigur á Internazionale á Wembley í gærkvöldi en næsti leikur verður aftur á móti mun erfiðari. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, hrósaði karakter sinna manna eftir í leikinn í gær og talaði um að þeir væru enn að reyna að komast yfir erfitt sumar. Tottenham keypti eitt liða í ensku úrvalsdeildinni ekki einn einasta leikmanna í sumarglugganum. Tottenham þarf nú að fara til Barcelona og vinna ef þeir ætla að komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í keppninni og þarf því á stórbrotnum endi að halda. Fyrsta skrefið var að vinna leikinn í gærkvöldi og halda voninni á lífi. Mauricio Pochettino reyndi að tala trú í sína eftir leikinn í gær þar sem Christian Eriksen kom inná sem varamaður og skoraði sigurmarkið undir lokin.Winning in Nou Camp not mission impossible, says Pochettinohttps://t.co/Ksft0SODESpic.twitter.com/vuZ7AHkAxF — The Star (@staronline) November 29, 2018„Það er allt mögulegt í fótboltanum. Við berum mikla virðingu fyrir Barcelona sem er eitt af bestu liðunum í Evrópu. Þetta verður mjög erfitt en við verðum að trúa því að við getum unnið,“ sagði Mauricio Pochettino. Sky Sports segir frá. „Við getum unnið Barcelona. Við þurfum að sýna okkar bestu hliðar og spila okkar besta leik. Við verðum að mæta til leiks með ferska fætur og lausir við meiðsli. Við þurfum því að að dreifa álaginu og nota allan hópinn í næstu leikjum,“ sagði Pochettino. Barcelona vann 2-1 sigur á PSV Eindhoven í gær og er búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Lokaleikurinn skiptir því Lionel Messi og félaga engu máli. „Ég býst við því að þeir mæti með sína bestu leikmenn. Ég veit samt ekki hvernig þeir munu undirbúa sig fyrir þenann leik. Við þurfum að passa það að undirbúa okkur sem best. Þú færð engar gjafir í Meistaradeildinni,“ sagði Mauricio Pochettino.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira