„Létu okkur líta út eins og slátrara inn á vellinum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 08:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ræðir við dómarann eftir leik. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en ánægður með leikaraskap og leiktafir leikmanna Paris Saint-Germain í tapleik Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöldi. PSG komst í 2-0 í fyrri hálfleik og hélt út í þeim seinni þar sem liggur við meiri tími fór að huga að meiddum mönnum Parísarliðsins en fór í sjálfan fótboltann inn á vellinum. Klopp var mjög pirraður út í taktík franska liðsins í viðtali eftir leikinn. BBC segir frá. Klopp hneyklaðist meðal annars á því að Joe Gomez hafi fengið að líta gula spjaldið í þessum leik. „Hann er greinilega ekki lengur vinalegasti strákurinn á jörðinni,“ sagði Klopp. Liverpool náði ekki inn jöfnunarmarkinu þrátt fyrir pressu í seinni hálfleiknum. Leikmenn PSG notuðu líka hvert tækifæri til að liggja í grasinu og tefja leikinn.Jurgen Klopp vented his anger after Liverpool’s Champions League defeat. Was it sour grapes or did he have a point? Readhttps://t.co/B9tK0lo5RYpic.twitter.com/Is8uXtvbYp — BBC Sport (@BBCSport) November 28, 2018„Ég veit að fyrirsagnirnar munu snúast um annað en allar þessar truflanir voru ekki til fyrirmyndar,“ sagði Klopp. „Við höfum unnið háttvísiverðlaunin tvisvar í Englandi en í kvöld létu þeir okkur líta út eins og slátrara með öllum þessum gulum spjöldum,“ sagði Klopp. „Þetta var klókt af PSG og þá sérstaklega af Neymar. Það voru hinsvegar mun fleiri sem fóru í grasið eins og þeir væru stórslasaðir,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp vildi líka fá rautt spjald á miðjumanninn Marco Verratti fyrir brotið á Joe Gomez eftir 24 mínútna leik. Verratti slapp með gula spjaldið og hefði svo vel getað fengið annað gult spjald seinna í leiknum en slapp þá aftur. „Allir hafa augu og allir sáu þetta. Það er hinsvegar ekki frétt nema ef að ég sé það. Þetta var rautt spjald að mínu mati en það breytir engu. Mér er sama. Ég var í góðri aðstöðu til að sjá þetta og þetta var ekki bara eins og hvert annað gult spjald,“ sagði Klopp. Liverpool þarf nú að vinna tveggja marka sigur á Napoli í lokaleiknum á Anfield til að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er allt annað en létt verk. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en ánægður með leikaraskap og leiktafir leikmanna Paris Saint-Germain í tapleik Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöldi. PSG komst í 2-0 í fyrri hálfleik og hélt út í þeim seinni þar sem liggur við meiri tími fór að huga að meiddum mönnum Parísarliðsins en fór í sjálfan fótboltann inn á vellinum. Klopp var mjög pirraður út í taktík franska liðsins í viðtali eftir leikinn. BBC segir frá. Klopp hneyklaðist meðal annars á því að Joe Gomez hafi fengið að líta gula spjaldið í þessum leik. „Hann er greinilega ekki lengur vinalegasti strákurinn á jörðinni,“ sagði Klopp. Liverpool náði ekki inn jöfnunarmarkinu þrátt fyrir pressu í seinni hálfleiknum. Leikmenn PSG notuðu líka hvert tækifæri til að liggja í grasinu og tefja leikinn.Jurgen Klopp vented his anger after Liverpool’s Champions League defeat. Was it sour grapes or did he have a point? Readhttps://t.co/B9tK0lo5RYpic.twitter.com/Is8uXtvbYp — BBC Sport (@BBCSport) November 28, 2018„Ég veit að fyrirsagnirnar munu snúast um annað en allar þessar truflanir voru ekki til fyrirmyndar,“ sagði Klopp. „Við höfum unnið háttvísiverðlaunin tvisvar í Englandi en í kvöld létu þeir okkur líta út eins og slátrara með öllum þessum gulum spjöldum,“ sagði Klopp. „Þetta var klókt af PSG og þá sérstaklega af Neymar. Það voru hinsvegar mun fleiri sem fóru í grasið eins og þeir væru stórslasaðir,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp vildi líka fá rautt spjald á miðjumanninn Marco Verratti fyrir brotið á Joe Gomez eftir 24 mínútna leik. Verratti slapp með gula spjaldið og hefði svo vel getað fengið annað gult spjald seinna í leiknum en slapp þá aftur. „Allir hafa augu og allir sáu þetta. Það er hinsvegar ekki frétt nema ef að ég sé það. Þetta var rautt spjald að mínu mati en það breytir engu. Mér er sama. Ég var í góðri aðstöðu til að sjá þetta og þetta var ekki bara eins og hvert annað gult spjald,“ sagði Klopp. Liverpool þarf nú að vinna tveggja marka sigur á Napoli í lokaleiknum á Anfield til að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er allt annað en létt verk.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira