Formaður VR vill fulltrúa atvinnulífsins út úr stjórnum lífeyrissjóða Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2018 19:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur eðlilegt að verkalýðshreyfingin beiti lífeyrissjóðunum til að frysta fjárfestingar innanlands til að ýta á kröfur félaganna. vísir/vilhelm Formaður VR vill að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hverfi úr stjórnum lífeyrissjóðanna og óheyrilegur kostnaður við rekstur þeirra verði skorinn niður. Sameiginlegu rekstrarkostnaður nú sé um tuttugu milljarðar króna á ári og topparnir og stjórnir sjóðanna taki til sín um einn milljarð í laun. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur eðlilegt að verkalýðshreyfingin beiti lífeyrissjóðunum til að frysta fjárfestingar innanlands til að ýta á kröfur félaganna. En í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þetta vera nýmæli í samskiptum. Hvorki verkalýðsfélögin né Samtök atvinnulífsins hefðu boðvald yfir fulltrúum í stjórn lífeyrissjóðanna. „Við í sjálfu sér höfum þannig boðvald að við skipum helming sæta í lífeyrissjóðunum í almenna kerfinu. Til að svara þessu myndi ég frekar segja að það væri algerlega óábyrgt að fjárfesta í íslensku atvinnulífi á meðan kjarasamningar eru lausir og það vofa yfir einhvers konar vinnudeilur,” segir Ragnar Þór. Í dag er það þannig að Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin skipa jafn marga fulltrúa í stjórnir þeirra rúmlega tuttugu lífeyrissjóða sem eru starfandi í landinu. Formaður VR segir að sjóðunum hafi verið beitt til að bæta hag æðstu stjórnenda bæði innan sjóðanna og í þeim fyrirtækjum sem sjóðirnir hafi fjárfest í. Það sé hins vegar eðlilegt að sjóðunum sé beitt til að bæta hag almennra félagsmanna. Þá gagnrýnir Ragnar Þór mikinn rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna. „Samkvæmt tölum úr ársreiningum lífeyrissjóðanna þá er rekstrarkostnaður um 20 milljarðar á ári samkvæmt þeirra eigin tölum. En við vitum að hann er miklu hærri. Þetta er hins vegar áætlaður kostnaður,” segir formaður VR. Stærsti hlutinn séu fjárfestingargjöld sem sjóðirnir greiði fjármálakerfinu til sýsla með fjárfestingar sjóðanna.Mokað undir æðstu stjórnendur „Ef við ætlum að mynda einhvern þrýsting er alveg klárt mál að við eigum að vera miklu aktívari í meðferð á okkar lífeyrissjóðum. Hvernig lífeyrissjóðirnir haga sínum fjárfestingum,” segir Ragnar Þór. Til að mynda með því að þrýsta á sjóðina að þeir komi að uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir félagsmenn. Þá fari um milljarður króna á ári í launagreiðslur til æðstu stjórnenda og stjórna lífeyrissjóðanna á ári hverju, auk þess sem fulltrúar sjóðanna hafi setið í stjórnum fyrirtækja sem greitt hafi svimandi háar bónusgreiðslur til stjórnenda. „Þarna hefur lífeyrissjóðunum svo sannarlega verið beitt til að moka að æðstu stjórnendum atvinnulífsins. En þegar kemur að því að ræða um hagsmuni og lífskjör hins almenna launamanns er alltaf eitthvað annað uppi á teningnum. Ég held að það sé kominn tími á það og löngu kominn tími á það að verkalýðshreyfingin beiti sér að fullum þunga um að atvinnurekendur fari úr stjórnum líferissjóða, segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir FME telur hugmynd formanns VR stangast á við lög Fjármálaeftirlitið gerir að því skóna að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi stangist á við lög. 28. nóvember 2018 15:25 Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Formaður VR vill að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hverfi úr stjórnum lífeyrissjóðanna og óheyrilegur kostnaður við rekstur þeirra verði skorinn niður. Sameiginlegu rekstrarkostnaður nú sé um tuttugu milljarðar króna á ári og topparnir og stjórnir sjóðanna taki til sín um einn milljarð í laun. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur eðlilegt að verkalýðshreyfingin beiti lífeyrissjóðunum til að frysta fjárfestingar innanlands til að ýta á kröfur félaganna. En í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þetta vera nýmæli í samskiptum. Hvorki verkalýðsfélögin né Samtök atvinnulífsins hefðu boðvald yfir fulltrúum í stjórn lífeyrissjóðanna. „Við í sjálfu sér höfum þannig boðvald að við skipum helming sæta í lífeyrissjóðunum í almenna kerfinu. Til að svara þessu myndi ég frekar segja að það væri algerlega óábyrgt að fjárfesta í íslensku atvinnulífi á meðan kjarasamningar eru lausir og það vofa yfir einhvers konar vinnudeilur,” segir Ragnar Þór. Í dag er það þannig að Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin skipa jafn marga fulltrúa í stjórnir þeirra rúmlega tuttugu lífeyrissjóða sem eru starfandi í landinu. Formaður VR segir að sjóðunum hafi verið beitt til að bæta hag æðstu stjórnenda bæði innan sjóðanna og í þeim fyrirtækjum sem sjóðirnir hafi fjárfest í. Það sé hins vegar eðlilegt að sjóðunum sé beitt til að bæta hag almennra félagsmanna. Þá gagnrýnir Ragnar Þór mikinn rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna. „Samkvæmt tölum úr ársreiningum lífeyrissjóðanna þá er rekstrarkostnaður um 20 milljarðar á ári samkvæmt þeirra eigin tölum. En við vitum að hann er miklu hærri. Þetta er hins vegar áætlaður kostnaður,” segir formaður VR. Stærsti hlutinn séu fjárfestingargjöld sem sjóðirnir greiði fjármálakerfinu til sýsla með fjárfestingar sjóðanna.Mokað undir æðstu stjórnendur „Ef við ætlum að mynda einhvern þrýsting er alveg klárt mál að við eigum að vera miklu aktívari í meðferð á okkar lífeyrissjóðum. Hvernig lífeyrissjóðirnir haga sínum fjárfestingum,” segir Ragnar Þór. Til að mynda með því að þrýsta á sjóðina að þeir komi að uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir félagsmenn. Þá fari um milljarður króna á ári í launagreiðslur til æðstu stjórnenda og stjórna lífeyrissjóðanna á ári hverju, auk þess sem fulltrúar sjóðanna hafi setið í stjórnum fyrirtækja sem greitt hafi svimandi háar bónusgreiðslur til stjórnenda. „Þarna hefur lífeyrissjóðunum svo sannarlega verið beitt til að moka að æðstu stjórnendum atvinnulífsins. En þegar kemur að því að ræða um hagsmuni og lífskjör hins almenna launamanns er alltaf eitthvað annað uppi á teningnum. Ég held að það sé kominn tími á það og löngu kominn tími á það að verkalýðshreyfingin beiti sér að fullum þunga um að atvinnurekendur fari úr stjórnum líferissjóða, segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir FME telur hugmynd formanns VR stangast á við lög Fjármálaeftirlitið gerir að því skóna að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi stangist á við lög. 28. nóvember 2018 15:25 Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
FME telur hugmynd formanns VR stangast á við lög Fjármálaeftirlitið gerir að því skóna að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi stangist á við lög. 28. nóvember 2018 15:25
Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30
Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50