Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2018 14:30 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/Anton Brink Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. Hins vegar sé hann bjartsýnn á að samningar takist tímalega en meira máli skipti nú en oft áður að klára samninga tímalega. Stíf fundarhöld eru þessa dagana milli Samtaka atvinnulífsins, Starfsgreinasambandsins og VR og á föstudag hefjast viðræður við iðnaðarmenn. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir helstu liði í samningsáætlun SA og kröfugerðum verkalýðsfélaganna hafa verið rædda. „Við erum að taka þessa stærstu þætti. Við höfum rætt um vinnutímaskilgreiningar, sveigjanlegri vinnutíma, styttingu heildarvinnutíma. Við höfum rætt skipulag á vinnumarkaði og auðvitað er undirliggjandi þarna umræða um kaup og kjör. Þetta er flókið ferli og að mörgu sem þarf að huga,“ segir Halldór Benjamín. Ríkisstjórnin kom á laggirnar starfshópi í vikunni sem skila á tillögum til lausnar húsnæðisvandans fyrir 20. janúar næst komandi. Halldór Benjamín segir óumdeilt að húsnæðismálin séu einn stærsti liðurinn í komandi samningum og hann bindi því vonir við þetta útspil stjórnvalda. „Það ríkir framboðsskortur á húsnæðismarkaði og við þurfum að greiða úr honum. Það gerum við fyrst og fremst með því að byggja meira og hratt af hagkvæmu húsnæði til að léttaf af þeim þrýstingi sem of margir búa við. Þannig að já ég bind vonir við það,“ segir framkvæmdastjóri SA.Mikilvægt að ljúka samningum tímalega Ljóst er að töluverð óþreyja er meðal forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar meðal annars varðandi launaliðinn. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnti á það í þættinum Kveik á Ríkissjónvarpinu í gær að verkalýðsfélögin væru aðilar að íslenska lífeyrisjóðakerfinu og gætu beitt áhrifum sínum þar með því að beina því til sjóðanna að skrúfa fyrir fjárfestingar á meðan samningar væru lausir. Halldór Benjamín segir þetta vera nýmæli í samskiptum. “Þetta er ekki til að liðka fyrir málum í mínum huga. Ég held að það þurfi að fá frekari skýringar á því hvað þau eiga við með þessum orðum því ég átta mig ekki á því sjálfur hvað átt er við,” segir Halldór Benjamín. Hins vegar hafi Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin sem skipi fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðanna ekkert boðvald yfir stjórnum sjóðanna. Stjórnarmenn eigi að vera óháðir og sýna sjálfstæði í störfum sínum. Framkvmdastjóri SA er þrátt fyrir þetta bjartsýnn á að samningar takist í tæka tíð. „Ég hygg hins vegar að tíminn skipti sérstaklega miklu máli að þessu sinni. Því miður eru blikur á lofti í efnahagslífinu. Við sjáum að það er kurr og titringur víða. Og því fyrr sem við eyðum þeirri óvissu sem ríkir á kjarasamningssviðinu því betra fyrir hag allra landsmanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. Hins vegar sé hann bjartsýnn á að samningar takist tímalega en meira máli skipti nú en oft áður að klára samninga tímalega. Stíf fundarhöld eru þessa dagana milli Samtaka atvinnulífsins, Starfsgreinasambandsins og VR og á föstudag hefjast viðræður við iðnaðarmenn. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir helstu liði í samningsáætlun SA og kröfugerðum verkalýðsfélaganna hafa verið rædda. „Við erum að taka þessa stærstu þætti. Við höfum rætt um vinnutímaskilgreiningar, sveigjanlegri vinnutíma, styttingu heildarvinnutíma. Við höfum rætt skipulag á vinnumarkaði og auðvitað er undirliggjandi þarna umræða um kaup og kjör. Þetta er flókið ferli og að mörgu sem þarf að huga,“ segir Halldór Benjamín. Ríkisstjórnin kom á laggirnar starfshópi í vikunni sem skila á tillögum til lausnar húsnæðisvandans fyrir 20. janúar næst komandi. Halldór Benjamín segir óumdeilt að húsnæðismálin séu einn stærsti liðurinn í komandi samningum og hann bindi því vonir við þetta útspil stjórnvalda. „Það ríkir framboðsskortur á húsnæðismarkaði og við þurfum að greiða úr honum. Það gerum við fyrst og fremst með því að byggja meira og hratt af hagkvæmu húsnæði til að léttaf af þeim þrýstingi sem of margir búa við. Þannig að já ég bind vonir við það,“ segir framkvæmdastjóri SA.Mikilvægt að ljúka samningum tímalega Ljóst er að töluverð óþreyja er meðal forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar meðal annars varðandi launaliðinn. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnti á það í þættinum Kveik á Ríkissjónvarpinu í gær að verkalýðsfélögin væru aðilar að íslenska lífeyrisjóðakerfinu og gætu beitt áhrifum sínum þar með því að beina því til sjóðanna að skrúfa fyrir fjárfestingar á meðan samningar væru lausir. Halldór Benjamín segir þetta vera nýmæli í samskiptum. “Þetta er ekki til að liðka fyrir málum í mínum huga. Ég held að það þurfi að fá frekari skýringar á því hvað þau eiga við með þessum orðum því ég átta mig ekki á því sjálfur hvað átt er við,” segir Halldór Benjamín. Hins vegar hafi Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin sem skipi fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðanna ekkert boðvald yfir stjórnum sjóðanna. Stjórnarmenn eigi að vera óháðir og sýna sjálfstæði í störfum sínum. Framkvmdastjóri SA er þrátt fyrir þetta bjartsýnn á að samningar takist í tæka tíð. „Ég hygg hins vegar að tíminn skipti sérstaklega miklu máli að þessu sinni. Því miður eru blikur á lofti í efnahagslífinu. Við sjáum að það er kurr og titringur víða. Og því fyrr sem við eyðum þeirri óvissu sem ríkir á kjarasamningssviðinu því betra fyrir hag allra landsmanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50