Mourinho montaði sig eftir leik en Scholes var ekki skemmt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2018 09:00 Paul Scholes og Rio Ferdinand sást hér horfa á leik Manchester United á Old Trafford. Vísir/Getty Manchester United tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær með 1-0 sigri á svissneska félaginu Young Boys á Old Trafford. Marouane Fellaini var hetjan en hann skoraði eina mark leiksins í uppbótartímanum. Manchester United og Juventus eru bæði komin áfram en Young Boys og Valencia sitja eftir. United hefur 10 stig og markatöluna 6-2 eftir fimm leiki. Jose Mourinho, knattspynustjóri Manchester United, montaði sig af því eftir leikinn að hann hefði fjórtán sinnum tekið þátt í Meistaradeildinni með sitt lið og komist upp úr riðlakeppninni í öll fjórtán skiptin. Manchester United goðsögnin Paul Scholes verður seint kallaður aðdáandi Jose Mourinho eða þess leikstíls sem Portúgalinn lætur liðið spila. Það breyttist ekki í gær þrátt fyrir sigur og sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eins og sjá má hér fyrir neðan."I thought they were awful tonight. Terrible." Paul Scholes is just a disgruntled Man United fan pic.twitter.com/YrfItrW6mv — Football on BT Sport (@btsportfootball) November 27, 2018 „Mér fannst þeir vera skelfilegir í þessum leik, þeir voru hræðilegir og þá sérstaklega í síðari hálfleiknum,“ sagði Paul Scholes. „Ef þeir hefðu verið að spila á móti liði sem gæti eitthvað þá hefðu þeir tapað þessum leik,“ sagði Scholes. „Þetta minnti mig á Sevilla leikinn í fyrra og það vantaði bara gæði allstaðar á vellinum,“ sagði Scholes. Paul Scholes lék með Manchester United allan sinn feril, fyrst frá 1993 til 2011 og svo aftur tímabilið 2012-13. Hann spilaði alls 718 leiki fyrir félagið og vann 25 titla þar af Englandsmeistaratitilinn ellefu sinnum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira
Manchester United tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær með 1-0 sigri á svissneska félaginu Young Boys á Old Trafford. Marouane Fellaini var hetjan en hann skoraði eina mark leiksins í uppbótartímanum. Manchester United og Juventus eru bæði komin áfram en Young Boys og Valencia sitja eftir. United hefur 10 stig og markatöluna 6-2 eftir fimm leiki. Jose Mourinho, knattspynustjóri Manchester United, montaði sig af því eftir leikinn að hann hefði fjórtán sinnum tekið þátt í Meistaradeildinni með sitt lið og komist upp úr riðlakeppninni í öll fjórtán skiptin. Manchester United goðsögnin Paul Scholes verður seint kallaður aðdáandi Jose Mourinho eða þess leikstíls sem Portúgalinn lætur liðið spila. Það breyttist ekki í gær þrátt fyrir sigur og sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eins og sjá má hér fyrir neðan."I thought they were awful tonight. Terrible." Paul Scholes is just a disgruntled Man United fan pic.twitter.com/YrfItrW6mv — Football on BT Sport (@btsportfootball) November 27, 2018 „Mér fannst þeir vera skelfilegir í þessum leik, þeir voru hræðilegir og þá sérstaklega í síðari hálfleiknum,“ sagði Paul Scholes. „Ef þeir hefðu verið að spila á móti liði sem gæti eitthvað þá hefðu þeir tapað þessum leik,“ sagði Scholes. „Þetta minnti mig á Sevilla leikinn í fyrra og það vantaði bara gæði allstaðar á vellinum,“ sagði Scholes. Paul Scholes lék með Manchester United allan sinn feril, fyrst frá 1993 til 2011 og svo aftur tímabilið 2012-13. Hann spilaði alls 718 leiki fyrir félagið og vann 25 titla þar af Englandsmeistaratitilinn ellefu sinnum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira