Carlsen spilar fótbolta til að hvíla sig fyrir bráðabana á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2018 12:45 Magnús Carlsen í gær. AP/Matt Dunham Það ræðst á morgun hver verður næsti heimsmeistari í skák en núverandi heimsmeistari og áskorandi hans gerðu jafntefli í öllum tólf skákum einvígis um titilinn í Lundúnum og eru því jafnir að stigum. Formaður Skáksambands Íslands telur líklegra að Magnús Carlesen hafi betur. Heimsmeistaraeinvígið í skák hófst í Lundúnum hinn 9. nóvember þar sem bandaríski áskorandinn Fabiano Caruana sækir hart að heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen. Reglurnar eru þær að sá sem fær fyrstur sex og hálfan vinning vinnur titilinn en nú standa þeir hvor um sig með sex vinninga. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir það aldrei hafa gerst áður að heimsmeistaraeinvígi ljúki með jafntefli í öllum tólf skákunum, en hann er kominn til Lundúna til að fylgjast með.„Þetta er mjög vel teflt einvígi en Carlsen olli miklum vonbrigðum í gær þegar hann semur í lokastöðunni sem flestir telja að hann hafi átt einhverja vinningsmöguleika í. Það er eins og hann hafi frekar kosið að taka bráðabanann og treysta á sigur sinn í styttri skákunum. Gary Kasparov er þegar búinn að skjóta á hann á Twitter. Fannst þetta lélegt hjá honum,“ segir Gunnar. Ákvörðun Carlesen hafi komið öllum á óvart. Nú tekur við bráðabani á morgun þar sem fyrst verða tefldar fjórar klukkustunda langar atskákir en Carlsen er almennt talinn betri í stuttum skákum en Caruana. „Verði enn þá jafnt tefla þeir áfram hraðskákir með styttri umhugsunartíma. Fyrst byrja þér á fjögurra skáka einvígi og eftir það taka þeir tveggja skáka einvígi þar til úrslit nást. Það liggur fyrir annað kvöld hver verður heimsmeistari í skák,“ segir Gunnar. Gunnar segir andrúmsloftið á mótstað því rafmagnað en í dag hvíla þeir Carlsen og Caruana sig og ætlar Magnús eins og oft áður að spila fótbolta til að ná að gleyma skákinni um sinn.Caruana hefur náð að taka hann af taugum? „Já Caruana virðist taugalaus og búinn að koma vel út úr þessu einvígi. Búinn að tefla mjög vel. Ég myndi samt setja 60/40 á Carlsen, eitthvað svoleiðis, 55 til 60 á hann,“ segir Gunnar Björnsson. En vinni Caruana verður hann annar Bandaríkjamaðurinn til að verða heimsmeistari í skák frá því Bobby Fisher varð heimsmeistari í Reykjavík árið 1972. Skák Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Það ræðst á morgun hver verður næsti heimsmeistari í skák en núverandi heimsmeistari og áskorandi hans gerðu jafntefli í öllum tólf skákum einvígis um titilinn í Lundúnum og eru því jafnir að stigum. Formaður Skáksambands Íslands telur líklegra að Magnús Carlesen hafi betur. Heimsmeistaraeinvígið í skák hófst í Lundúnum hinn 9. nóvember þar sem bandaríski áskorandinn Fabiano Caruana sækir hart að heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen. Reglurnar eru þær að sá sem fær fyrstur sex og hálfan vinning vinnur titilinn en nú standa þeir hvor um sig með sex vinninga. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir það aldrei hafa gerst áður að heimsmeistaraeinvígi ljúki með jafntefli í öllum tólf skákunum, en hann er kominn til Lundúna til að fylgjast með.„Þetta er mjög vel teflt einvígi en Carlsen olli miklum vonbrigðum í gær þegar hann semur í lokastöðunni sem flestir telja að hann hafi átt einhverja vinningsmöguleika í. Það er eins og hann hafi frekar kosið að taka bráðabanann og treysta á sigur sinn í styttri skákunum. Gary Kasparov er þegar búinn að skjóta á hann á Twitter. Fannst þetta lélegt hjá honum,“ segir Gunnar. Ákvörðun Carlesen hafi komið öllum á óvart. Nú tekur við bráðabani á morgun þar sem fyrst verða tefldar fjórar klukkustunda langar atskákir en Carlsen er almennt talinn betri í stuttum skákum en Caruana. „Verði enn þá jafnt tefla þeir áfram hraðskákir með styttri umhugsunartíma. Fyrst byrja þér á fjögurra skáka einvígi og eftir það taka þeir tveggja skáka einvígi þar til úrslit nást. Það liggur fyrir annað kvöld hver verður heimsmeistari í skák,“ segir Gunnar. Gunnar segir andrúmsloftið á mótstað því rafmagnað en í dag hvíla þeir Carlsen og Caruana sig og ætlar Magnús eins og oft áður að spila fótbolta til að ná að gleyma skákinni um sinn.Caruana hefur náð að taka hann af taugum? „Já Caruana virðist taugalaus og búinn að koma vel út úr þessu einvígi. Búinn að tefla mjög vel. Ég myndi samt setja 60/40 á Carlsen, eitthvað svoleiðis, 55 til 60 á hann,“ segir Gunnar Björnsson. En vinni Caruana verður hann annar Bandaríkjamaðurinn til að verða heimsmeistari í skák frá því Bobby Fisher varð heimsmeistari í Reykjavík árið 1972.
Skák Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira