Carlsen spilar fótbolta til að hvíla sig fyrir bráðabana á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2018 12:45 Magnús Carlsen í gær. AP/Matt Dunham Það ræðst á morgun hver verður næsti heimsmeistari í skák en núverandi heimsmeistari og áskorandi hans gerðu jafntefli í öllum tólf skákum einvígis um titilinn í Lundúnum og eru því jafnir að stigum. Formaður Skáksambands Íslands telur líklegra að Magnús Carlesen hafi betur. Heimsmeistaraeinvígið í skák hófst í Lundúnum hinn 9. nóvember þar sem bandaríski áskorandinn Fabiano Caruana sækir hart að heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen. Reglurnar eru þær að sá sem fær fyrstur sex og hálfan vinning vinnur titilinn en nú standa þeir hvor um sig með sex vinninga. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir það aldrei hafa gerst áður að heimsmeistaraeinvígi ljúki með jafntefli í öllum tólf skákunum, en hann er kominn til Lundúna til að fylgjast með.„Þetta er mjög vel teflt einvígi en Carlsen olli miklum vonbrigðum í gær þegar hann semur í lokastöðunni sem flestir telja að hann hafi átt einhverja vinningsmöguleika í. Það er eins og hann hafi frekar kosið að taka bráðabanann og treysta á sigur sinn í styttri skákunum. Gary Kasparov er þegar búinn að skjóta á hann á Twitter. Fannst þetta lélegt hjá honum,“ segir Gunnar. Ákvörðun Carlesen hafi komið öllum á óvart. Nú tekur við bráðabani á morgun þar sem fyrst verða tefldar fjórar klukkustunda langar atskákir en Carlsen er almennt talinn betri í stuttum skákum en Caruana. „Verði enn þá jafnt tefla þeir áfram hraðskákir með styttri umhugsunartíma. Fyrst byrja þér á fjögurra skáka einvígi og eftir það taka þeir tveggja skáka einvígi þar til úrslit nást. Það liggur fyrir annað kvöld hver verður heimsmeistari í skák,“ segir Gunnar. Gunnar segir andrúmsloftið á mótstað því rafmagnað en í dag hvíla þeir Carlsen og Caruana sig og ætlar Magnús eins og oft áður að spila fótbolta til að ná að gleyma skákinni um sinn.Caruana hefur náð að taka hann af taugum? „Já Caruana virðist taugalaus og búinn að koma vel út úr þessu einvígi. Búinn að tefla mjög vel. Ég myndi samt setja 60/40 á Carlsen, eitthvað svoleiðis, 55 til 60 á hann,“ segir Gunnar Björnsson. En vinni Caruana verður hann annar Bandaríkjamaðurinn til að verða heimsmeistari í skák frá því Bobby Fisher varð heimsmeistari í Reykjavík árið 1972. Skák Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Það ræðst á morgun hver verður næsti heimsmeistari í skák en núverandi heimsmeistari og áskorandi hans gerðu jafntefli í öllum tólf skákum einvígis um titilinn í Lundúnum og eru því jafnir að stigum. Formaður Skáksambands Íslands telur líklegra að Magnús Carlesen hafi betur. Heimsmeistaraeinvígið í skák hófst í Lundúnum hinn 9. nóvember þar sem bandaríski áskorandinn Fabiano Caruana sækir hart að heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen. Reglurnar eru þær að sá sem fær fyrstur sex og hálfan vinning vinnur titilinn en nú standa þeir hvor um sig með sex vinninga. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir það aldrei hafa gerst áður að heimsmeistaraeinvígi ljúki með jafntefli í öllum tólf skákunum, en hann er kominn til Lundúna til að fylgjast með.„Þetta er mjög vel teflt einvígi en Carlsen olli miklum vonbrigðum í gær þegar hann semur í lokastöðunni sem flestir telja að hann hafi átt einhverja vinningsmöguleika í. Það er eins og hann hafi frekar kosið að taka bráðabanann og treysta á sigur sinn í styttri skákunum. Gary Kasparov er þegar búinn að skjóta á hann á Twitter. Fannst þetta lélegt hjá honum,“ segir Gunnar. Ákvörðun Carlesen hafi komið öllum á óvart. Nú tekur við bráðabani á morgun þar sem fyrst verða tefldar fjórar klukkustunda langar atskákir en Carlsen er almennt talinn betri í stuttum skákum en Caruana. „Verði enn þá jafnt tefla þeir áfram hraðskákir með styttri umhugsunartíma. Fyrst byrja þér á fjögurra skáka einvígi og eftir það taka þeir tveggja skáka einvígi þar til úrslit nást. Það liggur fyrir annað kvöld hver verður heimsmeistari í skák,“ segir Gunnar. Gunnar segir andrúmsloftið á mótstað því rafmagnað en í dag hvíla þeir Carlsen og Caruana sig og ætlar Magnús eins og oft áður að spila fótbolta til að ná að gleyma skákinni um sinn.Caruana hefur náð að taka hann af taugum? „Já Caruana virðist taugalaus og búinn að koma vel út úr þessu einvígi. Búinn að tefla mjög vel. Ég myndi samt setja 60/40 á Carlsen, eitthvað svoleiðis, 55 til 60 á hann,“ segir Gunnar Björnsson. En vinni Caruana verður hann annar Bandaríkjamaðurinn til að verða heimsmeistari í skák frá því Bobby Fisher varð heimsmeistari í Reykjavík árið 1972.
Skák Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira