„Maðurinn minn fór á fótboltaleik og kom aldrei til baka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 11:30 Liverpool leikmennirnir Andy Robertson og Georginio Wijnaldum með fána til stuðnings Sean Cox. Vísir/Getty Martina Cox, eiginkona Liverpool-stuðningsmannsins sem var ráðist á fyrir Meistaradeildarleik Roma og Liverpool síðasta vor, hefur tjáð sig opinberlega um afleiðingar árásarinnar fyrir fjölskylduna. Sean Cox var mættur á Anfield til að horfa á undanúrslitaleik Liverpool og AS Roma í apríl en fyrir leikinn var ráðist á hann fyrir utan leikvanginn. Martina Cox segir að árásin hafi bara staðið yfir í sautján sekúndur en að þessar sautján sekúndur muni hafa áhrif á hans líf allt til dauðadags. Sean Cox er 53 ára gamall en í dag getur hann ekki talað, gengið eða sitið uppi án aðstoðar. Sean Cox er harður stuðningsmaður Liverpool og tók þá ákvörðun á síðustu stundu að drífa sig til Liverpool og á leikinn. Hann býr á Írlandi en bróðir hans fór með honum á leikinn. „Eiginmaðurinn minn fór á fótboltaleik í apríl og kom aldrei til baka,“ sagði Martina Cox í viðtali við BBC. „Hann hefur verið stuðningsmaður Liverpool alla sína ævi. Sean fór reglulega á leiki, annaðhvort með bróður sínum eða öðrum úr fjölskyldunni. Það var hluti af hans lífi,“ sagði Martina Cox."Sean went to a match in April and he never came home, that's the reality of it." Sean Cox’s wife Martina has spoken about the impact of the serious assault on her husband.https://t.co/aWLbLUKbkrpic.twitter.com/DVeaVmqtAW — BBC Sport (@BBCSport) November 27, 2018„Hann þekkti mjög vel til þarna og hélt hann væri öruggur,“ bætti Martina við. Það var stuðningsmaður Roma sem réðst á Sean klukkutíma fyrir leik. Árásin var gerð fyrir framan bar í aðeins nokkra metra fjarlægð frá leikvanginum. Enginn hefur samt verið dæmdur sekur fyrir þessa árás. Sean Cox er þriggja barna faðir en börnin hans eru Jack, 21 árs, Shauna, 20 ára, og Emma, 17 ára. Hann fékk mjög slæma höfuðáverka í árásinni og var vart hugað líf. Hann lifði hinsvegar af en líf hans verður aldrei það sama. Martina Cox segir frá upplifun sinni af því að fá þessar skelfilegu fréttir í viðtalinu sem og hvernig líf fjölskyldunnar hefur breyst. Það má finna allt viðtalið hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Martina Cox, eiginkona Liverpool-stuðningsmannsins sem var ráðist á fyrir Meistaradeildarleik Roma og Liverpool síðasta vor, hefur tjáð sig opinberlega um afleiðingar árásarinnar fyrir fjölskylduna. Sean Cox var mættur á Anfield til að horfa á undanúrslitaleik Liverpool og AS Roma í apríl en fyrir leikinn var ráðist á hann fyrir utan leikvanginn. Martina Cox segir að árásin hafi bara staðið yfir í sautján sekúndur en að þessar sautján sekúndur muni hafa áhrif á hans líf allt til dauðadags. Sean Cox er 53 ára gamall en í dag getur hann ekki talað, gengið eða sitið uppi án aðstoðar. Sean Cox er harður stuðningsmaður Liverpool og tók þá ákvörðun á síðustu stundu að drífa sig til Liverpool og á leikinn. Hann býr á Írlandi en bróðir hans fór með honum á leikinn. „Eiginmaðurinn minn fór á fótboltaleik í apríl og kom aldrei til baka,“ sagði Martina Cox í viðtali við BBC. „Hann hefur verið stuðningsmaður Liverpool alla sína ævi. Sean fór reglulega á leiki, annaðhvort með bróður sínum eða öðrum úr fjölskyldunni. Það var hluti af hans lífi,“ sagði Martina Cox."Sean went to a match in April and he never came home, that's the reality of it." Sean Cox’s wife Martina has spoken about the impact of the serious assault on her husband.https://t.co/aWLbLUKbkrpic.twitter.com/DVeaVmqtAW — BBC Sport (@BBCSport) November 27, 2018„Hann þekkti mjög vel til þarna og hélt hann væri öruggur,“ bætti Martina við. Það var stuðningsmaður Roma sem réðst á Sean klukkutíma fyrir leik. Árásin var gerð fyrir framan bar í aðeins nokkra metra fjarlægð frá leikvanginum. Enginn hefur samt verið dæmdur sekur fyrir þessa árás. Sean Cox er þriggja barna faðir en börnin hans eru Jack, 21 árs, Shauna, 20 ára, og Emma, 17 ára. Hann fékk mjög slæma höfuðáverka í árásinni og var vart hugað líf. Hann lifði hinsvegar af en líf hans verður aldrei það sama. Martina Cox segir frá upplifun sinni af því að fá þessar skelfilegu fréttir í viðtalinu sem og hvernig líf fjölskyldunnar hefur breyst. Það má finna allt viðtalið hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira