Það sem þeir sögðu Árni Pétur Hilmarsson skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Ég hef áhyggjur yfir áformum um stórfellda aukningu á laxeldi í opnum sjókvíum. Ég er fæddur og uppalinn í dreifbýli og hef mikla samúð með hagsmunum landsbyggðar og uppbyggingu og fjölgun starfa. En það má ekki vera á kostnað annarra og ekki á kostnað náttúrunnar. Ég flutti aftur heim í sveit með fjölskylduna mína vegna þess að ég hef hagsmuni af laxveiði. Ég er af sjöttu kynslóð í Nesi sem byggir afkomu sína á laxveiðihlunnindum og vinn sjálfur á sumrin við leiðsögn í laxveiði. Þetta eru verðmæti og hefðir sem ég vil gjarnan koma áfram til afkomenda minna en er nú ógnað af eldi á laxi af norskum uppruna í opnum sjókvíum við Ísland. Ég tel að áhyggjur mínar séu réttmætar í ljósi þess hvað talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna sögðu um starfsemi sína og svo þess sem hefur gerst í raun og veru. Þeir sögðu að það yrði engin lús. Lúsafárið er svo slæmt að það hefur margoft þurft að hella eitri í sjó og sár á fiski í kvíum eru svo slæm að dýralæknar óttast um velferð þeirra. Þeir sögðu að það yrði engin mengun. Arnarlax fær ekki alþjóðlega vottun um sjálfbæra sjávarvöruframleiðslu vegna ástands botndýralífs og mengunar nálægt sjókvíunum. Þetta staðfesta innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir. Þeir sögðu að kvíarnar væru svo góðar að fiskur myndi ekki sleppa. Í sumar veiddust eldisfiskar í mörg hundruð km fjarlægð frá eldissvæðum. Eldishrygna sem var að því komin að hrygna var veidd í Eyjafjarðará. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum segir sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Arnarlax veit ekki enn hversu margir fiskar sluppu eftir að göt komu á kví með 150 þúsund fiskum í Tálknafirði í júlí. Þeir sögðu að það yrði ekki erfðablöndun. Hafró hefur nýlega staðfest erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Þeir sögðust ætla að hvíla eldissvæðin. Arnarlax hefur nú á fimmta mánuð verið brotlegt við starfsleyfi sitt sem segir til um að hvíla skuli eldissvæði að lágmarki sex til átta mánuði. Félagið virti þetta að vettugi og setti út fisk á svæðið þremur mánuðum eftir að slátrað var upp úr kví á því. Þeir segja að landeldi sé ekki raunhæfur valkostur í stað eldis í opnum sjókvíum. Samt er stundað umfangsmikið og arðbært landeldi hér á landi, til dæmis á vegum Matorku og Stolt Sea Farm á Reykjanesi og Samherja fiskeldis. Þeir segja að lífríkinu stafi engin hætta af laxeldi í opnum sjókvíum. Norðmenn með alla sína reynslu hafa ekki hugmynd um hvaða áhrif allt lúsaeitrið og mengunin frá kvíunum hefur á villta nytjastofna þar við land. Rækjan er hrunin við Noreg og Norðmenn voru nú í september að deila út hundruðum milljóna til rannsókna á hver áhrif laxeldis í opnum sjókvíum hefur á þorskstofninn. Það er glapræði eða fáviska að loka augunum fyrir þessum staðreyndum. Eða bara tær fyrirlitning á íslenskri náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef áhyggjur yfir áformum um stórfellda aukningu á laxeldi í opnum sjókvíum. Ég er fæddur og uppalinn í dreifbýli og hef mikla samúð með hagsmunum landsbyggðar og uppbyggingu og fjölgun starfa. En það má ekki vera á kostnað annarra og ekki á kostnað náttúrunnar. Ég flutti aftur heim í sveit með fjölskylduna mína vegna þess að ég hef hagsmuni af laxveiði. Ég er af sjöttu kynslóð í Nesi sem byggir afkomu sína á laxveiðihlunnindum og vinn sjálfur á sumrin við leiðsögn í laxveiði. Þetta eru verðmæti og hefðir sem ég vil gjarnan koma áfram til afkomenda minna en er nú ógnað af eldi á laxi af norskum uppruna í opnum sjókvíum við Ísland. Ég tel að áhyggjur mínar séu réttmætar í ljósi þess hvað talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna sögðu um starfsemi sína og svo þess sem hefur gerst í raun og veru. Þeir sögðu að það yrði engin lús. Lúsafárið er svo slæmt að það hefur margoft þurft að hella eitri í sjó og sár á fiski í kvíum eru svo slæm að dýralæknar óttast um velferð þeirra. Þeir sögðu að það yrði engin mengun. Arnarlax fær ekki alþjóðlega vottun um sjálfbæra sjávarvöruframleiðslu vegna ástands botndýralífs og mengunar nálægt sjókvíunum. Þetta staðfesta innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir. Þeir sögðu að kvíarnar væru svo góðar að fiskur myndi ekki sleppa. Í sumar veiddust eldisfiskar í mörg hundruð km fjarlægð frá eldissvæðum. Eldishrygna sem var að því komin að hrygna var veidd í Eyjafjarðará. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum segir sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Arnarlax veit ekki enn hversu margir fiskar sluppu eftir að göt komu á kví með 150 þúsund fiskum í Tálknafirði í júlí. Þeir sögðu að það yrði ekki erfðablöndun. Hafró hefur nýlega staðfest erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Þeir sögðust ætla að hvíla eldissvæðin. Arnarlax hefur nú á fimmta mánuð verið brotlegt við starfsleyfi sitt sem segir til um að hvíla skuli eldissvæði að lágmarki sex til átta mánuði. Félagið virti þetta að vettugi og setti út fisk á svæðið þremur mánuðum eftir að slátrað var upp úr kví á því. Þeir segja að landeldi sé ekki raunhæfur valkostur í stað eldis í opnum sjókvíum. Samt er stundað umfangsmikið og arðbært landeldi hér á landi, til dæmis á vegum Matorku og Stolt Sea Farm á Reykjanesi og Samherja fiskeldis. Þeir segja að lífríkinu stafi engin hætta af laxeldi í opnum sjókvíum. Norðmenn með alla sína reynslu hafa ekki hugmynd um hvaða áhrif allt lúsaeitrið og mengunin frá kvíunum hefur á villta nytjastofna þar við land. Rækjan er hrunin við Noreg og Norðmenn voru nú í september að deila út hundruðum milljóna til rannsókna á hver áhrif laxeldis í opnum sjókvíum hefur á þorskstofninn. Það er glapræði eða fáviska að loka augunum fyrir þessum staðreyndum. Eða bara tær fyrirlitning á íslenskri náttúru.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar