Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 18:01 Frá vettvangi brunans. vísir/magnús hlynur Maður sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október greindi lögreglu sjálfur frá því að hann hafi kveikt í og „að hann væri bara morðingi.“ Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar frá 15. nóvember síðastliðnum. Við yfirheyrslu hjá lögreglu greindi maðurinn frá því að hann hafi notað kveikjara til að kveikja í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins skömmu áður en það varð alelda og rennir það stoðum undir frásögn konu sem var einnig handtekin vegna málsins en er nú laus úr haldi. Í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands segir að bráðabirgðaniðurstöður úr krufningu á líkum þeirra sem létust í brunanum bendi til að þau hafi verið á lífi eftir að eldur kom upp í húsinu og látist úr kolmónoxíðeitrun af völdum brunanSagðist ekki hafa liðið vel Í rökstuðningi lögreglu segir að manninum hafi verið fullljóst þegar hann kveikti í að fólkið á efri hæð hússins hafi verið í augljósum lífsháska auk þess sem augljóst hætta hafi verið á umfangsmiklu eignatjóni. Í yfirheyrslu hjá lögreglu sagði maðurinn einnig að honum hafi ekki liðið vel þegar hann kveikti í, hann hafi ekki vitað hvað hann hafi verið að hugsa „refsa sjálfum mér eða eitthvað,“ eins og hann orðaði það. Telur lögreglan að fram sé kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um að hafa veldið eldsvoðanum sem varð tveimur einstaklingum að bana og að þau brot geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Fór lögreglan fram á að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna vegna þess að óforsvaranlegt sé að hann gangi laus þegar sterkur rökstuddur grunur leikur á að hann hafi framið svo alvarlegt brot. Er það mat lögreglu að maðurinn sé hættulegur umhverfi sínu. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 2. nóvember 2018 07:00 Áfram í haldi vegna brunans á Selfossi Maðurinn er grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum. 8. nóvember 2018 12:05 Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Maður sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október greindi lögreglu sjálfur frá því að hann hafi kveikt í og „að hann væri bara morðingi.“ Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar frá 15. nóvember síðastliðnum. Við yfirheyrslu hjá lögreglu greindi maðurinn frá því að hann hafi notað kveikjara til að kveikja í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins skömmu áður en það varð alelda og rennir það stoðum undir frásögn konu sem var einnig handtekin vegna málsins en er nú laus úr haldi. Í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands segir að bráðabirgðaniðurstöður úr krufningu á líkum þeirra sem létust í brunanum bendi til að þau hafi verið á lífi eftir að eldur kom upp í húsinu og látist úr kolmónoxíðeitrun af völdum brunanSagðist ekki hafa liðið vel Í rökstuðningi lögreglu segir að manninum hafi verið fullljóst þegar hann kveikti í að fólkið á efri hæð hússins hafi verið í augljósum lífsháska auk þess sem augljóst hætta hafi verið á umfangsmiklu eignatjóni. Í yfirheyrslu hjá lögreglu sagði maðurinn einnig að honum hafi ekki liðið vel þegar hann kveikti í, hann hafi ekki vitað hvað hann hafi verið að hugsa „refsa sjálfum mér eða eitthvað,“ eins og hann orðaði það. Telur lögreglan að fram sé kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um að hafa veldið eldsvoðanum sem varð tveimur einstaklingum að bana og að þau brot geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Fór lögreglan fram á að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna vegna þess að óforsvaranlegt sé að hann gangi laus þegar sterkur rökstuddur grunur leikur á að hann hafi framið svo alvarlegt brot. Er það mat lögreglu að maðurinn sé hættulegur umhverfi sínu.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 2. nóvember 2018 07:00 Áfram í haldi vegna brunans á Selfossi Maðurinn er grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum. 8. nóvember 2018 12:05 Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29
Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 2. nóvember 2018 07:00
Áfram í haldi vegna brunans á Selfossi Maðurinn er grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum. 8. nóvember 2018 12:05
Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent