Landsréttur segir lögreglumenn hafa vænt Thomas um að vera sekan um morð við yfirheyrslu Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 16:55 Thomas Møller Olsen í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Landsréttur telur lögreglumenn hafa sýnt ágengni þegar Thomas Møller Olsen var yfirheyrður vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. Thomas hafði kvartað undan harðræði lögreglu við aðalmeðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti. Héraðsdómur hafði metið það svo að hann hefði ekki verið beittur harðræði eða þvingunum á meðan hann var í haldi eða yfirheyrður. Til eru upptökur af yfirheyrslunum sem héraðsdómur horfði á sem og Landsréttur. Landsréttur segir lögreglumenn hafa komið fram við Thomas að fyllstu háttvísi í fyrstu yfirheyrslunni. Í næstu skýrslutöku gætti hins vegar meiri ágengni af hálfu lögreglumanna. Segir í dómi Landsréttar að lögreglumennirnir hafi vænt Thomas um ósannsögli og lögreglumaður fullyrti meðal annars að Thomas hefði myrt Birnu, keyrt eitthvað með líkið af henni og falið það.Andstætt reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna Landsréttur tekur fram í dómi sínum að þessar aðferðir við skýrslutöku séu andstæðar reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu og fleiru sem mælir meðal annars fyrir um að lögreglumaður sem annast yfirheyrslur skuli sýna kurteisi gagnvart vitnum og gæta þess að vera ávallt rólegur og tillitssamur. Yfirheyrslurnar voru hins vegar ekki taldar hafa brotið í bága við önnur ákvæði laga um meðferð sakamála. Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á hvarfi Birnu, var spurður í héraðsdómi hvort að þetta teldust vera hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja svo vera. Landsréttur segir í dómi sínum að þessi framkoma lögreglumanna við Thomas utan yfirheyrsla og við yfirheyrslur hafi ekki haft þau áhrif á framburð hans að skýringar hans á breyttum framburði geti á nokkurn hátt talist trúverðugar. Sagðist ekki hafa fengið að hvílast Þegar Thomas var spurður við meðferð málsins hvers vegna framburður hans hefði tekið breytingum nefndi hann harðræði sem hann hafði orðið fyrir í varðhaldi. Sagðist hann hafa verið vakinn með hávaða og ekki fengið að hvílast. Thomas var færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu um miðnætti 19. janúar árið 2017 og vistaður þar í 44 klukkustundir áður en hann var síðan fluttir í fangelsið Litla-Hraun. Í dómi Landsréttar kemur fram að Thomas var yfirheyrður þrisvar sinnum á meðan hann var vistaður á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Hann var leiddur fyrir dómara vegna kröfu um gæsluvarðhald og sætti ýmiss konar sýnatöku og rannsóknum af hálfu tæknideildar lögreglu og læknis. Vistunarskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ber með sér að í mörgum tilvikum var stutt á milli þessara rannsóknaraðgerða og fékk Thomas af þeim sökum stuttar hvíldir í fangaklefa þessa fyrstu tvo sólarhringa.Óhjákvæmilegt að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir Við mat á því ónæði sem Thomas sagðist hafa orðið fyrir taldi Landsréttur rétt að líta til þess að hann var undir sterkum grun um að tengjast hvarfi Birnu sem þá var enn ófundin og óhjákvæmilega yrði hann að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir á fyrstu sólarhringum rannsóknarinnar. Thomas var dæmdur til nítján ára fangelsivistar í héraðsdómi fyrir að hafa orðið Birnu að bana og einni fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Landsréttur staðfesti héraðsdóminn fyrr í dag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Landsréttur telur lögreglumenn hafa sýnt ágengni þegar Thomas Møller Olsen var yfirheyrður vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. Thomas hafði kvartað undan harðræði lögreglu við aðalmeðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti. Héraðsdómur hafði metið það svo að hann hefði ekki verið beittur harðræði eða þvingunum á meðan hann var í haldi eða yfirheyrður. Til eru upptökur af yfirheyrslunum sem héraðsdómur horfði á sem og Landsréttur. Landsréttur segir lögreglumenn hafa komið fram við Thomas að fyllstu háttvísi í fyrstu yfirheyrslunni. Í næstu skýrslutöku gætti hins vegar meiri ágengni af hálfu lögreglumanna. Segir í dómi Landsréttar að lögreglumennirnir hafi vænt Thomas um ósannsögli og lögreglumaður fullyrti meðal annars að Thomas hefði myrt Birnu, keyrt eitthvað með líkið af henni og falið það.Andstætt reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna Landsréttur tekur fram í dómi sínum að þessar aðferðir við skýrslutöku séu andstæðar reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu og fleiru sem mælir meðal annars fyrir um að lögreglumaður sem annast yfirheyrslur skuli sýna kurteisi gagnvart vitnum og gæta þess að vera ávallt rólegur og tillitssamur. Yfirheyrslurnar voru hins vegar ekki taldar hafa brotið í bága við önnur ákvæði laga um meðferð sakamála. Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á hvarfi Birnu, var spurður í héraðsdómi hvort að þetta teldust vera hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja svo vera. Landsréttur segir í dómi sínum að þessi framkoma lögreglumanna við Thomas utan yfirheyrsla og við yfirheyrslur hafi ekki haft þau áhrif á framburð hans að skýringar hans á breyttum framburði geti á nokkurn hátt talist trúverðugar. Sagðist ekki hafa fengið að hvílast Þegar Thomas var spurður við meðferð málsins hvers vegna framburður hans hefði tekið breytingum nefndi hann harðræði sem hann hafði orðið fyrir í varðhaldi. Sagðist hann hafa verið vakinn með hávaða og ekki fengið að hvílast. Thomas var færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu um miðnætti 19. janúar árið 2017 og vistaður þar í 44 klukkustundir áður en hann var síðan fluttir í fangelsið Litla-Hraun. Í dómi Landsréttar kemur fram að Thomas var yfirheyrður þrisvar sinnum á meðan hann var vistaður á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Hann var leiddur fyrir dómara vegna kröfu um gæsluvarðhald og sætti ýmiss konar sýnatöku og rannsóknum af hálfu tæknideildar lögreglu og læknis. Vistunarskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ber með sér að í mörgum tilvikum var stutt á milli þessara rannsóknaraðgerða og fékk Thomas af þeim sökum stuttar hvíldir í fangaklefa þessa fyrstu tvo sólarhringa.Óhjákvæmilegt að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir Við mat á því ónæði sem Thomas sagðist hafa orðið fyrir taldi Landsréttur rétt að líta til þess að hann var undir sterkum grun um að tengjast hvarfi Birnu sem þá var enn ófundin og óhjákvæmilega yrði hann að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir á fyrstu sólarhringum rannsóknarinnar. Thomas var dæmdur til nítján ára fangelsivistar í héraðsdómi fyrir að hafa orðið Birnu að bana og einni fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Landsréttur staðfesti héraðsdóminn fyrr í dag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00