Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 14:00 Thomas Møller Olsen í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Thomas Møller Olsen, 31 árs Grænlendingur, var í Landsrétti í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar 2017. Þannig staðfesti Landsréttur sömu niðurstöðu úr Héraðsdómi Reykjaness. Thomas var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, sagðist við dómsuppkvaðninguna fastlega búast við því að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Þær bætur sem foreldrum Birnu voru dæmdar í héraði voru staðfestar. Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, voru dæmdar fjórar milljónir króna ásamt vöxtum og móður hennar, Sigurlaugu Hreinsdótur, rúmlega þrjár milljónir króna með vöxtum. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 og verður í framhaldinu birtur á vefsíðu Landsréttar. Thomas var í héraði einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar 2017 og kemur það til frádráttar refsingunni.Jón H. B. Snorrason saksóknari var viðstaddur dómsuppkvaðninguna fyrir hönd ákæruvaldsins. Með honum á myndinni er Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar.Vísir/VilhelmTaldi eðlilegt að þyngja dóminn Óhætt er að segja að fá mál hafi fangað athygli þjóðarinnar á sama hátt og það sem nú hefur verið dæmt í bæði í héraði og Landsrétti. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Hann hefur bent á skipsverjann Nikolaj Olsen og talið líklegt að hann hafi orðið Birnu að bana. Thomas hefur þó alfarið neitað að segja frá því sem gerðist á fjögurra klukkustunda tímabili að morgni 14. janúar þegar talið er að henni hafi verið ráðinn bani og líkinu komið fyrir. Ákæruvaldið fór fram á átján ára fangelsi í héraði en niðurstaðan var nítján ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem flutti málið fyrir Landsrétti, sagði ekki óeðlilegt að Thomas fengi enn þyngri refsingu fyrir að reyna að koma sök á félaga sinn, fyrrnefndan Nikolaj.
Thomas Møller Olsen, 31 árs Grænlendingur, var í Landsrétti í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar 2017. Þannig staðfesti Landsréttur sömu niðurstöðu úr Héraðsdómi Reykjaness. Thomas var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, sagðist við dómsuppkvaðninguna fastlega búast við því að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Þær bætur sem foreldrum Birnu voru dæmdar í héraði voru staðfestar. Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, voru dæmdar fjórar milljónir króna ásamt vöxtum og móður hennar, Sigurlaugu Hreinsdótur, rúmlega þrjár milljónir króna með vöxtum. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 og verður í framhaldinu birtur á vefsíðu Landsréttar. Thomas var í héraði einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar 2017 og kemur það til frádráttar refsingunni.Jón H. B. Snorrason saksóknari var viðstaddur dómsuppkvaðninguna fyrir hönd ákæruvaldsins. Með honum á myndinni er Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar.Vísir/VilhelmTaldi eðlilegt að þyngja dóminn Óhætt er að segja að fá mál hafi fangað athygli þjóðarinnar á sama hátt og það sem nú hefur verið dæmt í bæði í héraði og Landsrétti. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Hann hefur bent á skipsverjann Nikolaj Olsen og talið líklegt að hann hafi orðið Birnu að bana. Thomas hefur þó alfarið neitað að segja frá því sem gerðist á fjögurra klukkustunda tímabili að morgni 14. janúar þegar talið er að henni hafi verið ráðinn bani og líkinu komið fyrir. Ákæruvaldið fór fram á átján ára fangelsi í héraði en niðurstaðan var nítján ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem flutti málið fyrir Landsrétti, sagði ekki óeðlilegt að Thomas fengi enn þyngri refsingu fyrir að reyna að koma sök á félaga sinn, fyrrnefndan Nikolaj.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00