Fjórir flokkar vilja vísa veiðigjaldafrumvarpi frá Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2018 12:37 Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Flokks fólksins og þingflokksformaður Pírata leggja fram frávísunartillögu og vilja að núverandi lög gildi áfram út næsta ár meðan farið verði frekar yfir málið. vísir/vilhelm Fjórir stjórnarandstöðuflokkar leggja til að frumvarpi stjórnarflokkanna um breytingar á veiðigjöldum verði vísað frá í meðförum Alþingis og núgildandi lög framlengd um eitt ár. Til vara leggja þrír stjórnarandstöðuflokkar til að farin veriði fyrningarleið við útdeilingu aflaheimilda. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna, mælti fyrir breytingartillögum stjórnarmeirihlutans á veiðigjöldum á Alþingi í morgun, þar sem lagt er til að afsláttur af veiðigjöldum til útgerða verði aukinn um 60 prósent upp að sex milljónum króna. Stjórnarmeirihlutinn segir að með þessu sé verið að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og unnið gegn frekari samþjöppun í forræði á aflaheimildum. Veiðigjald miðist við aflaverðmæti í hverri tegund og komi öllum útgerðum til góða. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Flokks fólksins og þingflokksformaður Pírata leggja fram frávísunartillögu og vilja að núverandi lög gildi áfram út næsta ár meðan farið verði frekar yfir málið. Enda hafi ekkert samráð verið haft við stjórnarandstöðuna vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Lilja Rafney sagði þessa tillögu þýða að meingölluð lög sem byggðu veiðigjöld á tveggja til þriggja ára upplýsingum giltu áfram. Það þýðddi að veiðigjöld á næsta ári gætu orðið 12,5 milljarðar. „Þá held ég að hrykti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki. Svo árið á eftir gætu veiðigjöldin dottið niður í 2,5 milljarða eða minna, miðað við afkomutengingu tvö til þrjú ár aftur í tímann,” sagði Lilja Rafney. Nái frávísunartillaga stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra ekki fram að ganga leggja þrír þeirra, Samfylkingin, Viðreisn og Píratar fram breytingartillögu sem felur í sér að veiðiheimildir fyrnist á tuttugu árum. „En nú án þess að búið sé að kalla eftir samráði, umsögnum eða eitt eða neitt á að fara eftir blautum draumum Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata að fara að bjóða allar aflaheimildir upp á næstu tuttugu árum. Þetta eru nú frjálshyggjuflokkarnir saman komnir í einn kór,” sagði Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagðist ekki hafa heyrt rödd sérhagsmunanna eins skýra á Alþingi á tuttugu ára þingferli og nú. „Af hverju þarf útgerðin að ganga fyrir eldri borgurum og öryrkjum. Það eru tveir dagar frá því ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu hér á þingi breytingartillögu þar sem framlög til eldri borgara og öryrkja voru lækkuð. Þessi spurning mín er mjög einföld; hvað liggur á. Af hverju á að taka útgerðina fram yfir eldri borgara og öryrkja,” sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Fjórir stjórnarandstöðuflokkar leggja til að frumvarpi stjórnarflokkanna um breytingar á veiðigjöldum verði vísað frá í meðförum Alþingis og núgildandi lög framlengd um eitt ár. Til vara leggja þrír stjórnarandstöðuflokkar til að farin veriði fyrningarleið við útdeilingu aflaheimilda. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna, mælti fyrir breytingartillögum stjórnarmeirihlutans á veiðigjöldum á Alþingi í morgun, þar sem lagt er til að afsláttur af veiðigjöldum til útgerða verði aukinn um 60 prósent upp að sex milljónum króna. Stjórnarmeirihlutinn segir að með þessu sé verið að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og unnið gegn frekari samþjöppun í forræði á aflaheimildum. Veiðigjald miðist við aflaverðmæti í hverri tegund og komi öllum útgerðum til góða. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Flokks fólksins og þingflokksformaður Pírata leggja fram frávísunartillögu og vilja að núverandi lög gildi áfram út næsta ár meðan farið verði frekar yfir málið. Enda hafi ekkert samráð verið haft við stjórnarandstöðuna vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Lilja Rafney sagði þessa tillögu þýða að meingölluð lög sem byggðu veiðigjöld á tveggja til þriggja ára upplýsingum giltu áfram. Það þýðddi að veiðigjöld á næsta ári gætu orðið 12,5 milljarðar. „Þá held ég að hrykti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki. Svo árið á eftir gætu veiðigjöldin dottið niður í 2,5 milljarða eða minna, miðað við afkomutengingu tvö til þrjú ár aftur í tímann,” sagði Lilja Rafney. Nái frávísunartillaga stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra ekki fram að ganga leggja þrír þeirra, Samfylkingin, Viðreisn og Píratar fram breytingartillögu sem felur í sér að veiðiheimildir fyrnist á tuttugu árum. „En nú án þess að búið sé að kalla eftir samráði, umsögnum eða eitt eða neitt á að fara eftir blautum draumum Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata að fara að bjóða allar aflaheimildir upp á næstu tuttugu árum. Þetta eru nú frjálshyggjuflokkarnir saman komnir í einn kór,” sagði Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagðist ekki hafa heyrt rödd sérhagsmunanna eins skýra á Alþingi á tuttugu ára þingferli og nú. „Af hverju þarf útgerðin að ganga fyrir eldri borgurum og öryrkjum. Það eru tveir dagar frá því ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu hér á þingi breytingartillögu þar sem framlög til eldri borgara og öryrkja voru lækkuð. Þessi spurning mín er mjög einföld; hvað liggur á. Af hverju á að taka útgerðina fram yfir eldri borgara og öryrkja,” sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40