
Jafnréttislandið Ísland
Fyrst vil ég nefna alþjóðlegan baráttudag gegn fátækt sem var þann 17. október. Í tilefni hans stóð Félagsráðgjafafélag Íslands fyrir viðburði þar sem vakin var athygli á skeytingarleysi gagnvart fátækt á Íslandi sem birtist meðal annars í formi of lítils fjármagns til mikilvægrar velferðarþjónustu.
Undanfarið hefur verið mikil umræða í samfélaginu um þetta skeytingarleysi þótt það hugtak hafi ekki verið notað í umræðunni. Birtist það meðal annars í umræðu um geðheilbrigðismál og málefni ungs fólks í vímuefnavanda. Félagsráðgjafar þekkja vel þá hópa sem eru í mestri hættu á að festast í fátækt og verða jaðarsettir, fá ekki tækifæri til að tilheyra samfélaginu og taka virkan þátt í því. Það var því ánægjulegt að lesa skýrslu Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, sem hann kynnti nýverið um áskoranir Norðurlanda í félagsmálum. Þar bendir hann á að „kerfin“ þurfi að vinna betur saman svo hægt sé að veita þeim sem þurfa stuðning sem hæfir þörfum hvers og eins.
Þetta hljómar kannski einfalt en í framkvæmd er þetta mun flóknara þar sem hvert og eitt „kerfi“ hefur tilhneigingu til þess að finna leið til að vísa frá sér því fólki sem glímir við fjölþættan vanda, yfir í annað „kerfi“, og oft liggja fjárhagslegir hvatar þar að baki. Félagsráðgjafar taka undir þetta en ein stærsta áskorun sem velferðarsamfélagið stendur frammi fyrir er að veita heildstæða og samþætta þjónustu. Vil ég nefna skóla- og heilbrigðiskerfið sérstaklega í þessu samhengi. Svo þau geti sannarlega verið sú grunnstoð sem þau þurfa og eiga að vera í íslensku velferðarsamfélagi og geti mætt þörfum einstaklinga og fjölskyldna þarf að leggja þar mun meiri áherslu á þverfaglega nálgun. Í Svíþjóð eru félagsráðgjafar til að mynda ein þeirra lykilfagstétta sem starfa í skólunum og í heilsugæslunni.
Á Íslandi er staðan allt önnur; mjög fáir félagsráðgjafar starfa inni í skólunum og nú er einungis einn félagsráðgjafi sem starfar í heilsugæslu á öllu landinu. Félagsráðgjafafélag Íslands hefur ítrekað bent á að þessu þurfi að breyta og auka þurfi þverfaglega teymisvinnu í skólum og heilsugæslu. Það gengur ekki lengur að líta svo á að ein aðferð og ein leið virki fyrir alla, velferðarkerfið verður að bjóða upp á þverfaglega, heildstæða og sveigjanlega þjónustu sem getur mætt ólíkum þörfum einstaklinga og mætt þeim þar sem þeir eru staddir svo hægt sé að styðja þá til sjálfshjálpar.
Skeytingarleysi
Kvennafrídagurinn var viku síðar, þann 24. október, en 43 ár eru síðan konur streymdu fyrst út af vinnustöðum landsins og kröfðust jafnra kjara. Við erum komin langan veg á þessum áratugum og mælist Ísland efst meðal þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Nýjar tölur um kynbundinn launamun sýna þó að enn er langt í land. Það er því miður svo að verðmætamat starfa á Íslandi er enn mjög bundið við kyn og eru störf sem hefð er að konur sinni í meira mæli, svo sem félagsráðgjöf, verr launuð en karlastörf þrátt fyrir að menntunarkröfur og ábyrgð í starfi sé sambærileg.
Rótgróinn samfélagslegur aðstöðumunur hópa finnst á Íslandi og er það til marks um skeytingarleysi þegar lítið er gert úr umræðu um launamun kynjanna sem finnst enn hér, sama hvort horft er á óleiðréttan eða leiðréttan launamun.
Stefán Pálsson sagnfræðingur sagði frá því á morgunverðarfundi um fátækt á fullveldisöld sem haldinn var í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt að fyrir rúmum hundrað árum hefðu vinnukonur ekki fengið nein laun en vinnukarlinn svo lág að launin hefðu ekki dugað til framfærslu eins barns. Gerum betur strax og látum af þessu skeytingarleysi þannig að þegar afkomendur okkar líta til baka geti þeir litið stoltir um öxl og sagt að árið 2018 hafi orðið mikilvæg þáttaskil í þróun jafnréttis á Íslandi.
Skoðun

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði Ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar

Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar
Sigvaldi Einarsson skrifar

Enginn skilinn eftir á götunni
Dagmar Valsdóttir skrifar

Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna
Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar

Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman?
Guðmundur Edgarsson skrifar

Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota?
Svanur Guðmundsson skrifar

Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við
Ian McDonald skrifar

Málþóf á kostnað ungs fólks
Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar

Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar