Annie Lööf gefst upp Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2018 10:06 Annie Lööf hefur verið leiðtogi sænska Miðflokksins frá 2011. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Annie Lööf, formaður sænska Miðflokksins, segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. Lööf greindi frá þessu í morgun eftir fund sinn með forseta sænska þingsins. Á fréttamannafundi sagði hún það tilgangslaust að biðja um lengri tíma til viðræðna, og það sé undir þingforsetanum Andreas Norlén að ákveða næstu skref. Norlén veitti Lööf umboð til stjórnarmyndunar fyrir viku þar sem hann gaf henni vikufrest með möguleika á einnar viku framlengingu. Lööf sagðist hafa kannað möguleikann á þremur ólíkum stjórnarmynstrum. Sagðist hún hafa lagt mesta áherslu stjórn borgaralegu flokkanna fjögurra, auk Græningja, sem myndi þá njóta stuðnings Jafnaðarmanna. Þá kannaði hún möguleikann á samsteypustjórn borgaralegu flokkanna og Jafnaðarmanna, og loks stjórn Miðflokksins og Frjálslyndra. Enginn möguleikinn hafi náð nægum hljómgrunni.Snúin staðaKosningar fóru fram í Svíþjóð þann 9. september síðastliðinn og hefur ekkert gengið að mynda nýja stjórn. Hefur bæði þeim Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, og Stefan Löfven, formanni Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, mistekist að mynda starfhæfa stjórn. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja tillögu þingforseta um nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum þarf að boða til nýrra kosninga. Fyrr í mánuðinum greiddi þingið atkvæði um Kristersson sem nýjan forsætisráðherra, en var honum hafnað. Hann sagðist vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Annie Lööf fær umboð til stjórnarmyndunar Formaður Miðflokksins í Svíþjóð, fékk í dag umboð til stjórnarmyndunar. Hún hefur fengið til þess viku með möguleika á framlengingu. 15. nóvember 2018 16:36 Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Annie Lööf, formaður sænska Miðflokksins, segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. Lööf greindi frá þessu í morgun eftir fund sinn með forseta sænska þingsins. Á fréttamannafundi sagði hún það tilgangslaust að biðja um lengri tíma til viðræðna, og það sé undir þingforsetanum Andreas Norlén að ákveða næstu skref. Norlén veitti Lööf umboð til stjórnarmyndunar fyrir viku þar sem hann gaf henni vikufrest með möguleika á einnar viku framlengingu. Lööf sagðist hafa kannað möguleikann á þremur ólíkum stjórnarmynstrum. Sagðist hún hafa lagt mesta áherslu stjórn borgaralegu flokkanna fjögurra, auk Græningja, sem myndi þá njóta stuðnings Jafnaðarmanna. Þá kannaði hún möguleikann á samsteypustjórn borgaralegu flokkanna og Jafnaðarmanna, og loks stjórn Miðflokksins og Frjálslyndra. Enginn möguleikinn hafi náð nægum hljómgrunni.Snúin staðaKosningar fóru fram í Svíþjóð þann 9. september síðastliðinn og hefur ekkert gengið að mynda nýja stjórn. Hefur bæði þeim Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, og Stefan Löfven, formanni Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, mistekist að mynda starfhæfa stjórn. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja tillögu þingforseta um nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum þarf að boða til nýrra kosninga. Fyrr í mánuðinum greiddi þingið atkvæði um Kristersson sem nýjan forsætisráðherra, en var honum hafnað. Hann sagðist vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Annie Lööf fær umboð til stjórnarmyndunar Formaður Miðflokksins í Svíþjóð, fékk í dag umboð til stjórnarmyndunar. Hún hefur fengið til þess viku með möguleika á framlengingu. 15. nóvember 2018 16:36 Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Annie Lööf fær umboð til stjórnarmyndunar Formaður Miðflokksins í Svíþjóð, fékk í dag umboð til stjórnarmyndunar. Hún hefur fengið til þess viku með möguleika á framlengingu. 15. nóvember 2018 16:36
Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00