Mér finnst rigningin góð (en leiðinleg) Jóhann Tryggvason skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Ég tel mig ekki hafa meira vit á rigningu eða snjókomu heldur en aðrir á Suðvesturlandinu, sem sáu varla til sólar vegna rigningar síðastliðið sumar. Ég fékk því upplýsingar hjá Umhverfisstofnun og spurði: „Hvernig hefur loftslagsmengun verið háttað síðustu ár á Reykjavíkursvæðinu og hefur hún farið versnandi eða batnandi eða staðið í stað?“ Mér til undrunar var svarið: „Mengun í andrúmslofti á Reykjavíkursvæðinu hefur farið batnandi á þrjátíu ára tímabili.“ Undrun mín var mikil að heyra þetta svar enda talið að mengun færi versnandi ári til árs og því yrðu allir að skipta út bensín- og dísilbílum sínum fyrir rafbíla. Þegar ég var ungur heyrði ég oft eldra fólk segja eftir rigningu, en þó sérstaklega eftir stórkorna snjókomu í logni: „Finnið þið hvað andrúmsloftið er tært eftir snjókomuna?“ og bættu svo við: „Úrkoman hreinsar andrúmsloftið fyrir okkur,“ og er ennþá að því og þó að við höfum ekið um á bensín- og dísilbílum undanfarið fer mengunin minnkandi á þrjátíu ára tímabili. Ég er ekki mjög hrifinn af rafmagnstækjum sem ganga fyrir rafhlöðum, hafandi átt fimm rafmagnsborvélar sem gengu alltaf í styttri og styttri tíma í einu og urðu kraftminni í hvert sinn, þó að þær væru hlaðnar eftir hverja notkun. Ekki var hægt að fá nýjar rafhlöður fyrir minna verð en það sem ný borvél kostaði með rafhlöðu og að kaupa nýjan rafmagnsbíl á fimm ára fresti og þurfa að henda þeim eldri er ekki gott því hver mundi vilja kaupa rafmagnsbíl með ónýtum rafhlöðum ef ný rafhlaða myndi kosta meira heldur en nýr rafmagnsbíll með nýrri rafhlöðu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tel mig ekki hafa meira vit á rigningu eða snjókomu heldur en aðrir á Suðvesturlandinu, sem sáu varla til sólar vegna rigningar síðastliðið sumar. Ég fékk því upplýsingar hjá Umhverfisstofnun og spurði: „Hvernig hefur loftslagsmengun verið háttað síðustu ár á Reykjavíkursvæðinu og hefur hún farið versnandi eða batnandi eða staðið í stað?“ Mér til undrunar var svarið: „Mengun í andrúmslofti á Reykjavíkursvæðinu hefur farið batnandi á þrjátíu ára tímabili.“ Undrun mín var mikil að heyra þetta svar enda talið að mengun færi versnandi ári til árs og því yrðu allir að skipta út bensín- og dísilbílum sínum fyrir rafbíla. Þegar ég var ungur heyrði ég oft eldra fólk segja eftir rigningu, en þó sérstaklega eftir stórkorna snjókomu í logni: „Finnið þið hvað andrúmsloftið er tært eftir snjókomuna?“ og bættu svo við: „Úrkoman hreinsar andrúmsloftið fyrir okkur,“ og er ennþá að því og þó að við höfum ekið um á bensín- og dísilbílum undanfarið fer mengunin minnkandi á þrjátíu ára tímabili. Ég er ekki mjög hrifinn af rafmagnstækjum sem ganga fyrir rafhlöðum, hafandi átt fimm rafmagnsborvélar sem gengu alltaf í styttri og styttri tíma í einu og urðu kraftminni í hvert sinn, þó að þær væru hlaðnar eftir hverja notkun. Ekki var hægt að fá nýjar rafhlöður fyrir minna verð en það sem ný borvél kostaði með rafhlöðu og að kaupa nýjan rafmagnsbíl á fimm ára fresti og þurfa að henda þeim eldri er ekki gott því hver mundi vilja kaupa rafmagnsbíl með ónýtum rafhlöðum ef ný rafhlaða myndi kosta meira heldur en nýr rafmagnsbíll með nýrri rafhlöðu?