Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2018 12:40 Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, var ekki að fullu sátt við frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra sem lagt var fram á Alþingi í haust. vísir/vilhelm Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. Formaður nefndarinnar segir þetta koma smærri og meðalstórum útgerðum vel. En á undanförnum árum hafa aflaheimildir safnast á æ færri hendur. Um fá mál hefur verið meira deilt á Alþingi en stjórn fiskveiða en ekki náðist að gera breytingar á lögum þar að lútandi í vor og var gildandi lögum því framlengt frá september fram að áramótum. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir gagnrýndu að til stæði að lækka veiðigjöld á útgerðina um þrjá milljarða króna. En stjórnarliðar sögðu markmið breytinga á lögunum að færa útreikning gjaldsins nær innheimtu þess í tíma, þannig að stuðst væri við afkomu útgerðarinnar sem næst álagningu veiðigjaldanna. Þá væri markmiðið einnig að létta minni og meðalstórum útgerðum róðurinn.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.vísir/vilhelmLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, var ekki að fullu sátt við frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra sem lagt var fram á Alþingi í haust og taldi ekki gengið nægjanlega til móts við minni og meðalstórar útgerðir. Meirihluti atvinnuveganefndar skilaði frá sér áliti seinnipartinn í gær en í Bítínu á Bylgjunni í morgun sagði Lilja ágætis samstöðu hafa náðst í nefndinni um breytingar á frumvarpi ráðherra. „Þá er verið að þjappa þessu frítekjumarki en betur til að það gagnist best þessum litlu og meðalstóru útgerðum. Nú geta þær fengið 40 prósenta afslátt upp að sex milljónum króna á ársgrundvelli sem greiddar eru í veiðigjöld,” segir Lilja Rafney. Þetta þýddi um 60 prósenta hækkun á afslætti veiðigjalda frá því sem gert hafi verið ráð fyrir í frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þessi breyting kæmi fjölda útgerða til góða. „Og þetta veit ég að kemur til með að létta á hjá þeim sem hafa því miður margar hverjar verið að huga að því að selja frá sér og hætta. Það hefur verið gífurleg samþjöppun undanfarin ár. Manni bregður við þegar maður sér tölur eins og að á síðustu tólf árum hefur verið 60 prósenta fækkun á þeim sem fá úthlutaðar aflaheimildir á ársgrundvelli,” segir Lilja Rafney. Á árunum 1991 til 1992 voru fimmtán stærstu útgerðirnar með 26,7 prósent aflaheimildanna en á árunum 2014 til 2015 voru þær með 62,4 prósent aflaheimildannna. Lilja Rafney segir krókabátum hafa fækkað um fjórðung á aðeins fjórum árum. Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. Formaður nefndarinnar segir þetta koma smærri og meðalstórum útgerðum vel. En á undanförnum árum hafa aflaheimildir safnast á æ færri hendur. Um fá mál hefur verið meira deilt á Alþingi en stjórn fiskveiða en ekki náðist að gera breytingar á lögum þar að lútandi í vor og var gildandi lögum því framlengt frá september fram að áramótum. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir gagnrýndu að til stæði að lækka veiðigjöld á útgerðina um þrjá milljarða króna. En stjórnarliðar sögðu markmið breytinga á lögunum að færa útreikning gjaldsins nær innheimtu þess í tíma, þannig að stuðst væri við afkomu útgerðarinnar sem næst álagningu veiðigjaldanna. Þá væri markmiðið einnig að létta minni og meðalstórum útgerðum róðurinn.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.vísir/vilhelmLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, var ekki að fullu sátt við frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra sem lagt var fram á Alþingi í haust og taldi ekki gengið nægjanlega til móts við minni og meðalstórar útgerðir. Meirihluti atvinnuveganefndar skilaði frá sér áliti seinnipartinn í gær en í Bítínu á Bylgjunni í morgun sagði Lilja ágætis samstöðu hafa náðst í nefndinni um breytingar á frumvarpi ráðherra. „Þá er verið að þjappa þessu frítekjumarki en betur til að það gagnist best þessum litlu og meðalstóru útgerðum. Nú geta þær fengið 40 prósenta afslátt upp að sex milljónum króna á ársgrundvelli sem greiddar eru í veiðigjöld,” segir Lilja Rafney. Þetta þýddi um 60 prósenta hækkun á afslætti veiðigjalda frá því sem gert hafi verið ráð fyrir í frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þessi breyting kæmi fjölda útgerða til góða. „Og þetta veit ég að kemur til með að létta á hjá þeim sem hafa því miður margar hverjar verið að huga að því að selja frá sér og hætta. Það hefur verið gífurleg samþjöppun undanfarin ár. Manni bregður við þegar maður sér tölur eins og að á síðustu tólf árum hefur verið 60 prósenta fækkun á þeim sem fá úthlutaðar aflaheimildir á ársgrundvelli,” segir Lilja Rafney. Á árunum 1991 til 1992 voru fimmtán stærstu útgerðirnar með 26,7 prósent aflaheimildanna en á árunum 2014 til 2015 voru þær með 62,4 prósent aflaheimildannna. Lilja Rafney segir krókabátum hafa fækkað um fjórðung á aðeins fjórum árum.
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira