Greiðir yfir níu milljarða fyrir hlutinn í HS Orku Hörður Ægisson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Gengið var frá kaupunum í byrjun síðasta mánaðar en seljandi er fagfjárfestasjóðurinn ORK. VÍSIR/ANDRI MARINÓ Svissneska fjárfestingarfélagið DC Renewable Energy AG, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, greiðir allt að rúmlega níu milljarða króna fyrir 12,7 prósenta hlut í HS Orku. Hluti greiðslunnar, eða um einn milljarður, er árangurstengdur afkomu HS Orku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við kaupverðið er markaðsvirði HS Orku í dag því um 72 milljarðar króna. Gengið var frá kaupunum í byrjun síðasta mánaðar, eins og fyrst var greint frá í Fréttablaðinu, en seljandi er fagfjárfestasjóðurinn ORK. Meirihluti söluandvirðisins, eða í kringum fimm milljarðar, fer í að greiða upp skuldabréf sem ORK gaf út 2012 í tengslum við kaup sjóðsins á svonefndu Magma-skuldabréfi af Reykjanesbæ en eftirstöðvarnar – mögulega allt að fjórir milljarðar – falla í skaut Reykjanesbæjar. Í árslok 2017 var langtímakrafa Reykjanesbæjar á fagfjárfestasjóðinn ORK metinn á 1.332 milljónir í ársreikningi og því gæti bókfærður hagnaður bæjarsjóðs vegna sölu ORK á hlutnum í HS Orku numið um 2.800 milljónum króna. Tilboð DC Renewable Energy í hlutinn í HS Orku var talsvert hærra en annarra fjárfesta sem gerðu tilboð en það var fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hafði umsjón með söluferlinu. Nafnvirði hlutafjárins sem félagið kaupir er um 997 milljónir og hljóðaði tilboðið upp á rúmlega átta krónur fyrir hvern hlut, án tillits til árangurstengdrar greiðslu. Til samanburðar verðmat Jarðvarmi, samlagshlutafélag fjórtán lífeyrissjóða sem eiga þriðjungshlut í HS Orku, hlutafé sitt á 6,22 krónur á hlut í árslok 2017. Stjórn Jarðvarma hefur nú til skoðunar, í samræmi við samþykktir HS Orku, hvort félagið hyggist nýta sér forkaupsrétt og bæta þannig við sig 12,7 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markaðarins er hins vegar ólíklegt að það verði niðurstaðan en félagið hefur frest til að taka afstöðu til forkaupsréttarins fram í byrjun næsta mánaðar. Þá hefur stærsti hluthafi HS Orku, kanadíska orkufyrirtækið Innergex, boðið til sölu tæplega 54 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu, eins og upplýst var um í Markaðnum þann 24. október síðastliðinn. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum rann út síðastliðinn föstudag en ráðgjafar Innergex í söluferlinu eru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory. Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Svissneska fjárfestingarfélagið DC Renewable Energy AG, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, greiðir allt að rúmlega níu milljarða króna fyrir 12,7 prósenta hlut í HS Orku. Hluti greiðslunnar, eða um einn milljarður, er árangurstengdur afkomu HS Orku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við kaupverðið er markaðsvirði HS Orku í dag því um 72 milljarðar króna. Gengið var frá kaupunum í byrjun síðasta mánaðar, eins og fyrst var greint frá í Fréttablaðinu, en seljandi er fagfjárfestasjóðurinn ORK. Meirihluti söluandvirðisins, eða í kringum fimm milljarðar, fer í að greiða upp skuldabréf sem ORK gaf út 2012 í tengslum við kaup sjóðsins á svonefndu Magma-skuldabréfi af Reykjanesbæ en eftirstöðvarnar – mögulega allt að fjórir milljarðar – falla í skaut Reykjanesbæjar. Í árslok 2017 var langtímakrafa Reykjanesbæjar á fagfjárfestasjóðinn ORK metinn á 1.332 milljónir í ársreikningi og því gæti bókfærður hagnaður bæjarsjóðs vegna sölu ORK á hlutnum í HS Orku numið um 2.800 milljónum króna. Tilboð DC Renewable Energy í hlutinn í HS Orku var talsvert hærra en annarra fjárfesta sem gerðu tilboð en það var fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hafði umsjón með söluferlinu. Nafnvirði hlutafjárins sem félagið kaupir er um 997 milljónir og hljóðaði tilboðið upp á rúmlega átta krónur fyrir hvern hlut, án tillits til árangurstengdrar greiðslu. Til samanburðar verðmat Jarðvarmi, samlagshlutafélag fjórtán lífeyrissjóða sem eiga þriðjungshlut í HS Orku, hlutafé sitt á 6,22 krónur á hlut í árslok 2017. Stjórn Jarðvarma hefur nú til skoðunar, í samræmi við samþykktir HS Orku, hvort félagið hyggist nýta sér forkaupsrétt og bæta þannig við sig 12,7 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markaðarins er hins vegar ólíklegt að það verði niðurstaðan en félagið hefur frest til að taka afstöðu til forkaupsréttarins fram í byrjun næsta mánaðar. Þá hefur stærsti hluthafi HS Orku, kanadíska orkufyrirtækið Innergex, boðið til sölu tæplega 54 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu, eins og upplýst var um í Markaðnum þann 24. október síðastliðinn. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum rann út síðastliðinn föstudag en ráðgjafar Innergex í söluferlinu eru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira