Nauðsyn eða tímaskekkja? Sigríður Pétursdóttir skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Árið 2016 sendi umboðsmaður Alþingis öllum ráðuneytum í Stjórnarráðinu bréf þar sem athygli var vakin á skyldum opinberra stjórnvalda til þess að veita upplýsingar um starfsheiti umsækjenda um opinbert starf þegar umsóknarfrestur var liðinn. Markmiðið, að sögn umboðsmanns, var að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum. Í júlí síðastliðnum sá umboðsmaður sig knúinn til að árétta skylduna. Töluvert hefur verið rætt um málið innan raða þeirra sem sinna eða koma að ráðningum og hefur einnig verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Birting umsækjendalista í opinberum ráðningum verður því að teljast ákveðið hitamál í mannauðsmálum hins opinbera. Tilmæli umboðsmanns Alþingis um birtingu byggjast á 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en markmið laganna er að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu. Þau kveða einnig á um upplýsingarétt almennings hvað varðar gögn í vörslu stjórnvalda. Nafnleynd er því ekki möguleg ef á annað borð er óskað eftir lista yfir umsækjendur. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að til staðar sé ákveðið gagnsæi svo upplýsa megi almenning um hverjir sóttu um tiltekið starf og getur almenningur dregið ályktanir um hvort hæfasti einstaklingurinn hafi verið ráðinn. Þannig er gagnsæi aukið til muna frá því sem áður var, eða hvað ? Sérfræðingar hjá ráðgjafarfyrirtækjum, sem oft eru fengnir til að koma að ráðningum í opinbera geiranum, hafa látið þau orð falla að upplýsingalögin geti virkað letjandi á hæfa umsækjendur þar sem þeir vilja ekki eiga á hættu að nafn þeirra birtist í fjölmiðlum. Tökum sem dæmi að einstaklingur að nafni Arna sæki um sem fjármálastjóri hjá opinberri stofnun. Arna hefur unnið alla sína tíð á almenna markaðnum og sér þarna draumastarfið sitt auglýst. Arna er mjög sátt í núverandi starfi en veit að umrætt starf er ekki oft auglýst og því sé tækifærið núna til að kanna möguleika sína á því. Arna er mjög hæfur umsækjandi, hún er með menntun við hæfi, áratuga reynslu í sambærilegu starfi og uppfyllir allar hæfnis– og menntunarkröfur sem settar voru fyrir starfið. Arna sækir um starfið en þegar umsóknarfrestur er liðinn er Örnu tjáð að óskað hafi verið eftir birtingu á umsækjendalistanum. Arna dregur umsókn sína til baka. Hún dregur í efa að núverandi vinnuveitendur sýni skilning á stöðu hennar. Snúum dæminu við. Davíð er starfsmaður hjá hinu opinbera með sömu forsendur, mjög hæfur í starfið og fær upplýsingar um birtinguna. Líkur eru á því að Davíð muni ekki draga umsókn sína til baka því skilningur yfirmanna hans er mun meiri og hefð fyrir því að starfsmenn innan hins opinbera færi sig til í starfi. Við þessar aðstæður er freistandi að spyrja sig hvort hið opinbera hafi aðgang að hæfasta starfsfólkinu í störfin ef einungis er litið til birtingarinnar. Rannsókn og ritrýnd grein sem greinarhöfundur skrifaði, ásamt Svölu Guðmundsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, sýna að fælingarmáttur birtingarinnar er 20-35% og hefur neikvæð áhrif á ráðningarferlið í heild sinni. Birting á nöfnum þeirra einstaklinga sem sækja um viðkomandi starf getur leitt til þess að hæfasti umsækjandinn verði ekki ráðinn. Áhugi almennings er jú til staðar, það er ljóst en hvaða gagn gerir birtingin? Er gagnsæið að vinna með umsækjendum og hinu opinbera þegar umboðsmaður þarf sífellt að áminna stofnanir og ráðuneyti sökum þess að lögin eru ekki virt? Jafnvel að farið sé fram hjá þeim eins og hægt er með tímabundnum ráðningum og ófullnægjandi birtingum. Þegar litið er til lagalega umhverfisins á Íslandi eru hagsmunir hins opinbera hvívetna hafðir ofar hagsmunum umsækjandans. Tortryggni almennings og umræða um pólitík, klíkuráðningar og ógagnsæi eru meginástæða birtingarinnar en mætti ekki laga það með því að bæta umsýslu mannauðsmála hjá hinu opinbera? Kalla að borðinu fólk sem menntað er í mannauðsfræðum og kanna með þeim hvaða mælikvarðar myndu gera það að verkum að hið opinbera fengi hæfasta fólkið til starfa hverju sinni með gangsæjum hætti. Nú eða þjálfa núverandi stjórnendur í mannauðsmálum og auka þannig gæði ráðninganna. Ríkið þarf að móta markvissa stefnu í mannauðsmálum, gefa forstöðumönnum og stjórnendum sínum aukið vald til ráðninga til að hægt sé að búa til heilbrigðan umsækjendamarkað, ef kalla má svo, grundvöll þar sem hinn opinberi geiri stenst samanburð við hinn almenna að einhverju leyti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2016 sendi umboðsmaður Alþingis öllum ráðuneytum í Stjórnarráðinu bréf þar sem athygli var vakin á skyldum opinberra stjórnvalda til þess að veita upplýsingar um starfsheiti umsækjenda um opinbert starf þegar umsóknarfrestur var liðinn. Markmiðið, að sögn umboðsmanns, var að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum. Í júlí síðastliðnum sá umboðsmaður sig knúinn til að árétta skylduna. Töluvert hefur verið rætt um málið innan raða þeirra sem sinna eða koma að ráðningum og hefur einnig verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Birting umsækjendalista í opinberum ráðningum verður því að teljast ákveðið hitamál í mannauðsmálum hins opinbera. Tilmæli umboðsmanns Alþingis um birtingu byggjast á 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en markmið laganna er að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu. Þau kveða einnig á um upplýsingarétt almennings hvað varðar gögn í vörslu stjórnvalda. Nafnleynd er því ekki möguleg ef á annað borð er óskað eftir lista yfir umsækjendur. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að til staðar sé ákveðið gagnsæi svo upplýsa megi almenning um hverjir sóttu um tiltekið starf og getur almenningur dregið ályktanir um hvort hæfasti einstaklingurinn hafi verið ráðinn. Þannig er gagnsæi aukið til muna frá því sem áður var, eða hvað ? Sérfræðingar hjá ráðgjafarfyrirtækjum, sem oft eru fengnir til að koma að ráðningum í opinbera geiranum, hafa látið þau orð falla að upplýsingalögin geti virkað letjandi á hæfa umsækjendur þar sem þeir vilja ekki eiga á hættu að nafn þeirra birtist í fjölmiðlum. Tökum sem dæmi að einstaklingur að nafni Arna sæki um sem fjármálastjóri hjá opinberri stofnun. Arna hefur unnið alla sína tíð á almenna markaðnum og sér þarna draumastarfið sitt auglýst. Arna er mjög sátt í núverandi starfi en veit að umrætt starf er ekki oft auglýst og því sé tækifærið núna til að kanna möguleika sína á því. Arna er mjög hæfur umsækjandi, hún er með menntun við hæfi, áratuga reynslu í sambærilegu starfi og uppfyllir allar hæfnis– og menntunarkröfur sem settar voru fyrir starfið. Arna sækir um starfið en þegar umsóknarfrestur er liðinn er Örnu tjáð að óskað hafi verið eftir birtingu á umsækjendalistanum. Arna dregur umsókn sína til baka. Hún dregur í efa að núverandi vinnuveitendur sýni skilning á stöðu hennar. Snúum dæminu við. Davíð er starfsmaður hjá hinu opinbera með sömu forsendur, mjög hæfur í starfið og fær upplýsingar um birtinguna. Líkur eru á því að Davíð muni ekki draga umsókn sína til baka því skilningur yfirmanna hans er mun meiri og hefð fyrir því að starfsmenn innan hins opinbera færi sig til í starfi. Við þessar aðstæður er freistandi að spyrja sig hvort hið opinbera hafi aðgang að hæfasta starfsfólkinu í störfin ef einungis er litið til birtingarinnar. Rannsókn og ritrýnd grein sem greinarhöfundur skrifaði, ásamt Svölu Guðmundsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, sýna að fælingarmáttur birtingarinnar er 20-35% og hefur neikvæð áhrif á ráðningarferlið í heild sinni. Birting á nöfnum þeirra einstaklinga sem sækja um viðkomandi starf getur leitt til þess að hæfasti umsækjandinn verði ekki ráðinn. Áhugi almennings er jú til staðar, það er ljóst en hvaða gagn gerir birtingin? Er gagnsæið að vinna með umsækjendum og hinu opinbera þegar umboðsmaður þarf sífellt að áminna stofnanir og ráðuneyti sökum þess að lögin eru ekki virt? Jafnvel að farið sé fram hjá þeim eins og hægt er með tímabundnum ráðningum og ófullnægjandi birtingum. Þegar litið er til lagalega umhverfisins á Íslandi eru hagsmunir hins opinbera hvívetna hafðir ofar hagsmunum umsækjandans. Tortryggni almennings og umræða um pólitík, klíkuráðningar og ógagnsæi eru meginástæða birtingarinnar en mætti ekki laga það með því að bæta umsýslu mannauðsmála hjá hinu opinbera? Kalla að borðinu fólk sem menntað er í mannauðsfræðum og kanna með þeim hvaða mælikvarðar myndu gera það að verkum að hið opinbera fengi hæfasta fólkið til starfa hverju sinni með gangsæjum hætti. Nú eða þjálfa núverandi stjórnendur í mannauðsmálum og auka þannig gæði ráðninganna. Ríkið þarf að móta markvissa stefnu í mannauðsmálum, gefa forstöðumönnum og stjórnendum sínum aukið vald til ráðninga til að hægt sé að búa til heilbrigðan umsækjendamarkað, ef kalla má svo, grundvöll þar sem hinn opinberi geiri stenst samanburð við hinn almenna að einhverju leyti.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun