Kortaþjónustan gaf út 250 milljóna skuldabréf til hluthafa Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 06:30 Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Kortaþjónustan gaf í síðasta mánuði út víkjandi skuldabréf með breytirétti í hlutafé fyrir 250 milljónir króna til hluthafa kortafyrirtækisins. Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í samtali við Markaðinn að útgáfa bréfanna sé hluti af breytingum á efnahagsreikningi fyrirtækisins. Samkvæmt skilmálum skuldabréfaflokksins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er hverjum og einum skuldabréfaeiganda heimilt allt fram til lokagjalddaga í október árið 2025 að breyta kröfu sinni að heild eða hluta, það er höfuðstól, verðbótum og áföllnum vöxtum, í hlutabréf í Kortaþjónustunni. Kjósi skuldabréfaeigandi að nýta sér breytiréttinn hefur stjórn kortafyrirtækisins þrjátíu daga til þess að gefa út nýja hluti í fyrirtækinu. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines í október í fyrra en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Kvika er stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar með um 41 prósents hlut en fjárfestingarfélagið Óskabein, sem er meðal annars stór hluthafi í VÍS, er sá næststærsti með 10 prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
Kortaþjónustan gaf í síðasta mánuði út víkjandi skuldabréf með breytirétti í hlutafé fyrir 250 milljónir króna til hluthafa kortafyrirtækisins. Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í samtali við Markaðinn að útgáfa bréfanna sé hluti af breytingum á efnahagsreikningi fyrirtækisins. Samkvæmt skilmálum skuldabréfaflokksins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er hverjum og einum skuldabréfaeiganda heimilt allt fram til lokagjalddaga í október árið 2025 að breyta kröfu sinni að heild eða hluta, það er höfuðstól, verðbótum og áföllnum vöxtum, í hlutabréf í Kortaþjónustunni. Kjósi skuldabréfaeigandi að nýta sér breytiréttinn hefur stjórn kortafyrirtækisins þrjátíu daga til þess að gefa út nýja hluti í fyrirtækinu. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines í október í fyrra en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Kvika er stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar með um 41 prósents hlut en fjárfestingarfélagið Óskabein, sem er meðal annars stór hluthafi í VÍS, er sá næststærsti með 10 prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira