Kortaþjónustan gaf út 250 milljóna skuldabréf til hluthafa Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 06:30 Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Kortaþjónustan gaf í síðasta mánuði út víkjandi skuldabréf með breytirétti í hlutafé fyrir 250 milljónir króna til hluthafa kortafyrirtækisins. Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í samtali við Markaðinn að útgáfa bréfanna sé hluti af breytingum á efnahagsreikningi fyrirtækisins. Samkvæmt skilmálum skuldabréfaflokksins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er hverjum og einum skuldabréfaeiganda heimilt allt fram til lokagjalddaga í október árið 2025 að breyta kröfu sinni að heild eða hluta, það er höfuðstól, verðbótum og áföllnum vöxtum, í hlutabréf í Kortaþjónustunni. Kjósi skuldabréfaeigandi að nýta sér breytiréttinn hefur stjórn kortafyrirtækisins þrjátíu daga til þess að gefa út nýja hluti í fyrirtækinu. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines í október í fyrra en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Kvika er stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar með um 41 prósents hlut en fjárfestingarfélagið Óskabein, sem er meðal annars stór hluthafi í VÍS, er sá næststærsti með 10 prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira
Kortaþjónustan gaf í síðasta mánuði út víkjandi skuldabréf með breytirétti í hlutafé fyrir 250 milljónir króna til hluthafa kortafyrirtækisins. Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í samtali við Markaðinn að útgáfa bréfanna sé hluti af breytingum á efnahagsreikningi fyrirtækisins. Samkvæmt skilmálum skuldabréfaflokksins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er hverjum og einum skuldabréfaeiganda heimilt allt fram til lokagjalddaga í október árið 2025 að breyta kröfu sinni að heild eða hluta, það er höfuðstól, verðbótum og áföllnum vöxtum, í hlutabréf í Kortaþjónustunni. Kjósi skuldabréfaeigandi að nýta sér breytiréttinn hefur stjórn kortafyrirtækisins þrjátíu daga til þess að gefa út nýja hluti í fyrirtækinu. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines í október í fyrra en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Kvika er stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar með um 41 prósents hlut en fjárfestingarfélagið Óskabein, sem er meðal annars stór hluthafi í VÍS, er sá næststærsti með 10 prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira