Kosið í dag! Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Fjárlög næsta árs eru fjárlög hinna glötuðu tækifæra þar sem öryrkjar, eldri borgarar, ungt fólk og millistéttin eru skilin eftir. Þrátt fyrir ummæli verkalýðshreyfingar um að húsnæðismálin séu eitt stærsta baráttumálið mun opinber húsnæðisstuðningur haldast nánast óbreyttur milli ára. Samfylkingin leggur hins vegar til að stofnframlög til almennra íbúða verði stóraukin og hækkunar vaxtabóta. Á fundi fjárlaganefndar sögðu forsvarsmenn hjúkrunarheimila að ef ekki yrði bætt í, myndu sum hjúkrunarheimili neyðast til að skera niður í gæði matar til eldri borgara s.s. á sunnudögum og jólum. Samfylkingin leggur til hækkun hér upp á milljarð. Þeir fjármunir sem eiga að renna til öryrkja umfram fjölgun þeirra, duga einungis fyrir um fjórðungi af því sem kostar að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Meirihlutinn lækkaði meira að segja framlög til öryrkja frá því frumvarpið var kynnt í haust. Samfylkingin leggur hins vegar til að fjórir milljarðar króna renni til viðbótar til öryrkja og aðrir fjórir milljarðar til aldraðra. Þá leggur Samfylkingin til aukna fjármuni til barnabóta, almennrar löggæslu, samgöngumála, ásamt auknum framlögum til skóla og leikins sjónvarpsefnis. Samfylkingin leggur til aukna fjármuni til sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og SÁÁ en meirihluti fjárlaganefndar lagði einungis til helming af því sem SÁÁ þarf til að vinna á biðlistum. Þá leggur Samfylkingin til að 400 m.kr. renni til barna í Jemen og að gistináttagjald renni til sveitarfélaga. Í fjárlagafrumvarpinu eru enn vannýtt tekjuúrræði gagnvart hinum tekjuhæstu, s.s. hækkun fjármagnstekjuskatts, álagning tekjutengds auðlegðarskatts og sykurskatts, auknar tekjur af erlendum ferðamönnum, hækkun kolefnisgjalds og aukin auðlindagjöld. Veiðileyfagjöld eiga að lækka um 3-4 milljarða milli ára og verða nú svipuð og tóbaksgjaldið. Með breyttri forgangsröðun í skattamálum væri hægt að fjármagna ofangreindar breytingartillögur og gera ráð fyrir hærri afgangi. Í dag verður kosið á þingi um þessar breytingartillögur og mun þá þjóðin sjá hið rétta andlit stjórnmálanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fjárlög næsta árs eru fjárlög hinna glötuðu tækifæra þar sem öryrkjar, eldri borgarar, ungt fólk og millistéttin eru skilin eftir. Þrátt fyrir ummæli verkalýðshreyfingar um að húsnæðismálin séu eitt stærsta baráttumálið mun opinber húsnæðisstuðningur haldast nánast óbreyttur milli ára. Samfylkingin leggur hins vegar til að stofnframlög til almennra íbúða verði stóraukin og hækkunar vaxtabóta. Á fundi fjárlaganefndar sögðu forsvarsmenn hjúkrunarheimila að ef ekki yrði bætt í, myndu sum hjúkrunarheimili neyðast til að skera niður í gæði matar til eldri borgara s.s. á sunnudögum og jólum. Samfylkingin leggur til hækkun hér upp á milljarð. Þeir fjármunir sem eiga að renna til öryrkja umfram fjölgun þeirra, duga einungis fyrir um fjórðungi af því sem kostar að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Meirihlutinn lækkaði meira að segja framlög til öryrkja frá því frumvarpið var kynnt í haust. Samfylkingin leggur hins vegar til að fjórir milljarðar króna renni til viðbótar til öryrkja og aðrir fjórir milljarðar til aldraðra. Þá leggur Samfylkingin til aukna fjármuni til barnabóta, almennrar löggæslu, samgöngumála, ásamt auknum framlögum til skóla og leikins sjónvarpsefnis. Samfylkingin leggur til aukna fjármuni til sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og SÁÁ en meirihluti fjárlaganefndar lagði einungis til helming af því sem SÁÁ þarf til að vinna á biðlistum. Þá leggur Samfylkingin til að 400 m.kr. renni til barna í Jemen og að gistináttagjald renni til sveitarfélaga. Í fjárlagafrumvarpinu eru enn vannýtt tekjuúrræði gagnvart hinum tekjuhæstu, s.s. hækkun fjármagnstekjuskatts, álagning tekjutengds auðlegðarskatts og sykurskatts, auknar tekjur af erlendum ferðamönnum, hækkun kolefnisgjalds og aukin auðlindagjöld. Veiðileyfagjöld eiga að lækka um 3-4 milljarða milli ára og verða nú svipuð og tóbaksgjaldið. Með breyttri forgangsröðun í skattamálum væri hægt að fjármagna ofangreindar breytingartillögur og gera ráð fyrir hærri afgangi. Í dag verður kosið á þingi um þessar breytingartillögur og mun þá þjóðin sjá hið rétta andlit stjórnmálanna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar