Staðfesting á að við séum að gera eitthvað áhugavert Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 08:00 Davíð Freyr, hæstánægður með verðlaunagripinn Svifölduna og blómin. „Við erum eina Evrópuþjóðin sem veiðum sæbjúgu að einhverju marki, aflinn á þessu ári fer sennilega í sex þúsund tonn. Það er alveg slatti,“ segir Davíð Freyr Jónsson eftir að hafa hlotið verðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar 2018 fyrir framsækna og frumlega starfsemi fyrirtækisins Aurora Seafood, við veiðar og vinnslu sæbjúgna. „Við stofnuðum útgerð og byrjuðum að brasa í þessu fyrir alvöru 2016, þó fyrstu tilraunir hafi verið árið 2003. Vorum lengi utan radars og nú fyrst er starfsemin að skjóta rótum. Sóttum um styrk til Evrópusambandsins og fengum hann í fyrra, um 200 milljónir króna. Sá peningur fór í að þróa veiðarfærin og þessa vél sem við vorum að fá verðlaun fyrir.“ Davíð Freyr kveðst vera landkrabbi, kominn til sjós. „Ég er uppalinn á Fljótsdalshéraði en er með skipstjórnarréttindi á allt að tólf metra bátum.“ Hann segir slíka báta of litla fyrir þessar veiðar og því hafi stærra skip, Klettur ÍS, verið keypt. Hann segir sæbjúgnamiðin vera bæði fyrir austan og vestan land svo Klettur sé mikið á flakkinu. Vinnsla sæbjúgnanna er ekki undir merkjum Aurora Seafood ennþá, heldur er henni útvistað til manns á Stokkseyri, að sögn Davíðs Freys.En hvernig eru veiðarfærin fyrir sæbjúgun? „Þau eru keðjugluggar sem eru dregnir yfir botninn. Við reynum auðvitað að hafa raskið sem minnst,“ lýsir hann og segir Kínverja um allan heim aðalviðskiptavinina fyrir sæbjúgun. „Þó eru margir Íslendingar farnir að nota sæbjúgnaarfurðir sjálfir, án þess kannski að vita af því, í töflum við liðverkjum.“ Þrátt fyrir að neysla sæbjúgna sé mest í Asíu gat Aurora Seafood ekki sótt hugmyndir að veiðarfærum þangað heldur tók það ráð að þróa sín eigin. „Það er svo mikið kafað eftir þessu sjávarfangi víða um heim og svo er algengt að sæbjúgu séu alin í kerjum í Asíu,“ útskýrir Davíð Freyr. Hann er að sjálfsögðu afar ánægður með þá viðurkenningu sem í verðlaununum felast. „Það var mjög gaman að fá verðlaunin. Þau eru staðfesting á því að við séum að gera eitthvað sem fleirum en okkur finnst áhugavert.“ Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
„Við erum eina Evrópuþjóðin sem veiðum sæbjúgu að einhverju marki, aflinn á þessu ári fer sennilega í sex þúsund tonn. Það er alveg slatti,“ segir Davíð Freyr Jónsson eftir að hafa hlotið verðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar 2018 fyrir framsækna og frumlega starfsemi fyrirtækisins Aurora Seafood, við veiðar og vinnslu sæbjúgna. „Við stofnuðum útgerð og byrjuðum að brasa í þessu fyrir alvöru 2016, þó fyrstu tilraunir hafi verið árið 2003. Vorum lengi utan radars og nú fyrst er starfsemin að skjóta rótum. Sóttum um styrk til Evrópusambandsins og fengum hann í fyrra, um 200 milljónir króna. Sá peningur fór í að þróa veiðarfærin og þessa vél sem við vorum að fá verðlaun fyrir.“ Davíð Freyr kveðst vera landkrabbi, kominn til sjós. „Ég er uppalinn á Fljótsdalshéraði en er með skipstjórnarréttindi á allt að tólf metra bátum.“ Hann segir slíka báta of litla fyrir þessar veiðar og því hafi stærra skip, Klettur ÍS, verið keypt. Hann segir sæbjúgnamiðin vera bæði fyrir austan og vestan land svo Klettur sé mikið á flakkinu. Vinnsla sæbjúgnanna er ekki undir merkjum Aurora Seafood ennþá, heldur er henni útvistað til manns á Stokkseyri, að sögn Davíðs Freys.En hvernig eru veiðarfærin fyrir sæbjúgun? „Þau eru keðjugluggar sem eru dregnir yfir botninn. Við reynum auðvitað að hafa raskið sem minnst,“ lýsir hann og segir Kínverja um allan heim aðalviðskiptavinina fyrir sæbjúgun. „Þó eru margir Íslendingar farnir að nota sæbjúgnaarfurðir sjálfir, án þess kannski að vita af því, í töflum við liðverkjum.“ Þrátt fyrir að neysla sæbjúgna sé mest í Asíu gat Aurora Seafood ekki sótt hugmyndir að veiðarfærum þangað heldur tók það ráð að þróa sín eigin. „Það er svo mikið kafað eftir þessu sjávarfangi víða um heim og svo er algengt að sæbjúgu séu alin í kerjum í Asíu,“ útskýrir Davíð Freyr. Hann er að sjálfsögðu afar ánægður með þá viðurkenningu sem í verðlaununum felast. „Það var mjög gaman að fá verðlaunin. Þau eru staðfesting á því að við séum að gera eitthvað sem fleirum en okkur finnst áhugavert.“
Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira