Þekkir ekki manninn á upptökunum og ítrekar afsökunarbeiðni Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2018 18:55 Forsíðuvísun á umfjöllun upp úr upptökunum á vefsíðu Stundarinnar nú í kvöld. Ummæli sem Bergþór hafði um Ingu Sæland þóttu sérstaklega gróf. Skjáskot Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem hafði sig hvað mest frammi á Klaustursupptökunum svonefndu ítrekar afsökunarbeiðni til fólks sem hann særði með ummælum sínum í yfirlýsingu þar sem hann tilkynnir um að hann ætli að taka sér leyfi frá þingstörfum. Hann segist ekki þekkja manninn sem heyrist á upptökunni. Fjölmiðlar hafa unnið fréttir upp úr upptökum af samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á barnum Klaustri þar sem þeir ræddu á óviðeigandi hátt um aðra þingmenn, sérstaklega konur. Eftir Bergþóri hafa verið höfð ummæli sem þykja sérstaklega ósæmileg í garð Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og fleiri stjórnmálakvenna. Tilkynnt var í dag að hann og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sem hafði einnig uppi ófögur orð um stjórnmálakonur tækju sér leyfi frá þingstörfum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að leyfi þeirra yrði launalaust. Í yfirlýsingu sem Bergþór sendi frá sér til að tilkynna um leyfið segist hann hafa viðhaft meiðandi ummæli um einstaklinga sem höfðu sér ekkert til saka unnið. Hann hafi ákveðið að taka sér leyfi vegna þess. „Þegar maður finnur sig í þeirri stöðu að þekkja ekki þann mann sem hljómar á upptökum, talsmátinn er manni framandi og framgangan þannig að maður skammast sín, verður maður að líta í spegil og taka sjálfan sig til gagnrýn[in]nar skoðunar. Það ætla ég að gera,“ segir í yfirlýsingu Bergþórs. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30 Gunnar Bragi og Bergþór Ólason stíga til hliðar Sigmundur Davíð segir umræðuna einkennast af einstaklega mikilli hræsni. 30. nóvember 2018 16:51 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem hafði sig hvað mest frammi á Klaustursupptökunum svonefndu ítrekar afsökunarbeiðni til fólks sem hann særði með ummælum sínum í yfirlýsingu þar sem hann tilkynnir um að hann ætli að taka sér leyfi frá þingstörfum. Hann segist ekki þekkja manninn sem heyrist á upptökunni. Fjölmiðlar hafa unnið fréttir upp úr upptökum af samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á barnum Klaustri þar sem þeir ræddu á óviðeigandi hátt um aðra þingmenn, sérstaklega konur. Eftir Bergþóri hafa verið höfð ummæli sem þykja sérstaklega ósæmileg í garð Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og fleiri stjórnmálakvenna. Tilkynnt var í dag að hann og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sem hafði einnig uppi ófögur orð um stjórnmálakonur tækju sér leyfi frá þingstörfum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að leyfi þeirra yrði launalaust. Í yfirlýsingu sem Bergþór sendi frá sér til að tilkynna um leyfið segist hann hafa viðhaft meiðandi ummæli um einstaklinga sem höfðu sér ekkert til saka unnið. Hann hafi ákveðið að taka sér leyfi vegna þess. „Þegar maður finnur sig í þeirri stöðu að þekkja ekki þann mann sem hljómar á upptökum, talsmátinn er manni framandi og framgangan þannig að maður skammast sín, verður maður að líta í spegil og taka sjálfan sig til gagnrýn[in]nar skoðunar. Það ætla ég að gera,“ segir í yfirlýsingu Bergþórs.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30 Gunnar Bragi og Bergþór Ólason stíga til hliðar Sigmundur Davíð segir umræðuna einkennast af einstaklega mikilli hræsni. 30. nóvember 2018 16:51 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira
Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32
Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30
Gunnar Bragi og Bergþór Ólason stíga til hliðar Sigmundur Davíð segir umræðuna einkennast af einstaklega mikilli hræsni. 30. nóvember 2018 16:51