Vetrarparadís á Akureyri vekur athygli víða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2018 16:04 Það minnir svo ótal margt á jólin á Akureyri þessi dægrin. Linda Ólafsdóttir Það snjóar bara og snjóar á Akureyri og hefur gert undanfarna tvo sólarhringa. Höfuðborg Norðurlands er á kafi í snjó eins og sjá má glögglega á myndum sem Linda Ólafsdóttir tók í morgun. Linda, sem er áhugaljósmyndari og búið stærri hluta ævi sinnar á Akureyri, rölti með börnum sínum í skólann í morgun og greip myndavélina með. Hún birti myndirnar sínar á Facebook-síðu sinni Allt sem ég sé og hafa myndirnar vakið mikla athygli. Hátt í 500 manns víðs vegar um heiminn hafa deilt myndasafni Lindu. „Ég hef fengið skilaboð frá Kanada og Þýskalandi. Fólk er bara að missa sig,“ sagði Linda á léttum nótum í samtali við Vísi. Hún telur að byrjað hafi að snjóa í fyrrakvöld og því sé um uppsafnaðan snjó yfir tæpa tvo sólarhringa að ræða. Hún segir Akureyringa upp til hópa fagna snjónum því þau vilji snjó í Hlíðarfjall svo hægt verði að komast á skíði. Snjórinn hvarf á skíðasvæðum víðs vegar um landið á dögunum í mikilli úrkomu sem var töluvert áfall fyrir margan skíðaáhugamanninn. Valdar myndir Lindu má sjá hér að neðan.Morgungangan hjá Lindu var í hvítari kantinum.Linda ÓlafsdóttirHér gætu íbúar þurft að grafa sig út.Vísir/VilhelmLýsingin fyrir norðan er í alls kyns litum. Vísir/VilhelmSkóflur voru nauðsynlegar þeim sem ætluðu að ferðast á bílum á Akureyri í morgun.Linda ÓlafsdóttirSumir nýttu sér Strætó til að komast til vinnu og skóla.Linda ÓlafsdóttirMeiri snjór, meiri snjór, meiri snjór.Linda ÓlafsdóttirEf einhver er að leita að stað til að gera snjóengla þá gæti þessi blettur reynst góður.Linda ÓlafsdóttirVið kirkjugarðinn fór fram heilmikill mokstur.Linda Ólafsdóttir Jól Veður Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Það snjóar bara og snjóar á Akureyri og hefur gert undanfarna tvo sólarhringa. Höfuðborg Norðurlands er á kafi í snjó eins og sjá má glögglega á myndum sem Linda Ólafsdóttir tók í morgun. Linda, sem er áhugaljósmyndari og búið stærri hluta ævi sinnar á Akureyri, rölti með börnum sínum í skólann í morgun og greip myndavélina með. Hún birti myndirnar sínar á Facebook-síðu sinni Allt sem ég sé og hafa myndirnar vakið mikla athygli. Hátt í 500 manns víðs vegar um heiminn hafa deilt myndasafni Lindu. „Ég hef fengið skilaboð frá Kanada og Þýskalandi. Fólk er bara að missa sig,“ sagði Linda á léttum nótum í samtali við Vísi. Hún telur að byrjað hafi að snjóa í fyrrakvöld og því sé um uppsafnaðan snjó yfir tæpa tvo sólarhringa að ræða. Hún segir Akureyringa upp til hópa fagna snjónum því þau vilji snjó í Hlíðarfjall svo hægt verði að komast á skíði. Snjórinn hvarf á skíðasvæðum víðs vegar um landið á dögunum í mikilli úrkomu sem var töluvert áfall fyrir margan skíðaáhugamanninn. Valdar myndir Lindu má sjá hér að neðan.Morgungangan hjá Lindu var í hvítari kantinum.Linda ÓlafsdóttirHér gætu íbúar þurft að grafa sig út.Vísir/VilhelmLýsingin fyrir norðan er í alls kyns litum. Vísir/VilhelmSkóflur voru nauðsynlegar þeim sem ætluðu að ferðast á bílum á Akureyri í morgun.Linda ÓlafsdóttirSumir nýttu sér Strætó til að komast til vinnu og skóla.Linda ÓlafsdóttirMeiri snjór, meiri snjór, meiri snjór.Linda ÓlafsdóttirEf einhver er að leita að stað til að gera snjóengla þá gæti þessi blettur reynst góður.Linda ÓlafsdóttirVið kirkjugarðinn fór fram heilmikill mokstur.Linda Ólafsdóttir
Jól Veður Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira