Bæjarfulltrúarnir þrír, þau Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Tómas Ellert Tómasson, sögðust í yfirlýsingu sinni vona að þingflokkur Miðflokksins komist að „ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara og samstarfsfólk sitt á Klaustur fyrr í mánuðinum.
Vigdís tjáði sig um Klaustursupptökurnar í fyrsta sinn á Facebook-síðu sinni síðdegis í dag og sagði orðræðuna sem Miðflokksmennirnir viðhöfðu óverjandi.
„Ég er sammála þessari yfirlýsingu bæjarfulltrúa Miðflokksins í Suðurkjördæmi og hef við þetta að bæta að þetta er óverjandi orðræða á köflum sem ég gagnrýni harðlega,“ segir í færslunni.
„Þingmenn og þingflokkur verða að bregðast við - en ég ætla ekki að segja þeim fyrir verkum - frekar en að þeir geti sagt mér fyrir verkum.“