Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 14:48 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. Stjórn flokksins situr nú á fundi sem hófst klukkan 14 en Guðmundur Ingi sagði í samtali við Heimi Má Pétursson áður en fundur hófst að þar verði rætt hvort vísa skuli þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“ Guðmundur Ingi segist vera orðlaus yfir því sem gekk á á Klaustur bar fyrr í mánuðinum þar sem nokkrir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins komu saman og ræddu á niðrandi hátt um samstarfsmenn sína á þingi, þar á meðal Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. „Það sem fór þarna fram er gjörsamlega langt út fyrir allt siðferði. Ég vil bara segja að það sem kemur þar gagnvart konum, fötluðu fólki og samkynhneigðum og samstarfsfólki er þeim til háborinnar skammar. Þeir verða bara að segja af sér, það er ekkert annað hægt,“ segir Guðmundur Ingi.Klippa: Segir þingmennina eiga að segja af sér Aðspurður hvort það væri ekki til tjóns fyrir flokkinn ef þingmönnum hans myndi fækka um tvo svarar Guðmundur því játandi. „Jú, að vísu en það er betra að við séum tvö og heiðarleg að vinna í þeim málefnum sem við erum að vinna fyrir sem eru eldri borgarar, öryrkjar og láglaunafólk og að við séum heiðarleg í þeirri baráttu. En ég tel svona málflutning sem þar fór fram skaðar flokkinn.“ Ólafur og Karl Gauti telja að ekki hafi verið löglega staðið að því að boða til stjórnarfundar hjá flokknum í gær en þar var samþykkt áskorun á þá Ólaf og Karl Gauta um að segja af sér. Guðmundur Ingi segir að löglega hafi verið boðað til fundarins. „Hann var ekki ólöglega boðaður og þeir mættu á fundinn og það kom engin athugasemd frá þeim um það væri eitthvað ólöglegt í gangi með boðun fundarins þannig að þetta er alveg fullkomlega löglegur fundur.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. Stjórn flokksins situr nú á fundi sem hófst klukkan 14 en Guðmundur Ingi sagði í samtali við Heimi Má Pétursson áður en fundur hófst að þar verði rætt hvort vísa skuli þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“ Guðmundur Ingi segist vera orðlaus yfir því sem gekk á á Klaustur bar fyrr í mánuðinum þar sem nokkrir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins komu saman og ræddu á niðrandi hátt um samstarfsmenn sína á þingi, þar á meðal Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. „Það sem fór þarna fram er gjörsamlega langt út fyrir allt siðferði. Ég vil bara segja að það sem kemur þar gagnvart konum, fötluðu fólki og samkynhneigðum og samstarfsfólki er þeim til háborinnar skammar. Þeir verða bara að segja af sér, það er ekkert annað hægt,“ segir Guðmundur Ingi.Klippa: Segir þingmennina eiga að segja af sér Aðspurður hvort það væri ekki til tjóns fyrir flokkinn ef þingmönnum hans myndi fækka um tvo svarar Guðmundur því játandi. „Jú, að vísu en það er betra að við séum tvö og heiðarleg að vinna í þeim málefnum sem við erum að vinna fyrir sem eru eldri borgarar, öryrkjar og láglaunafólk og að við séum heiðarleg í þeirri baráttu. En ég tel svona málflutning sem þar fór fram skaðar flokkinn.“ Ólafur og Karl Gauti telja að ekki hafi verið löglega staðið að því að boða til stjórnarfundar hjá flokknum í gær en þar var samþykkt áskorun á þá Ólaf og Karl Gauta um að segja af sér. Guðmundur Ingi segir að löglega hafi verið boðað til fundarins. „Hann var ekki ólöglega boðaður og þeir mættu á fundinn og það kom engin athugasemd frá þeim um það væri eitthvað ólöglegt í gangi með boðun fundarins þannig að þetta er alveg fullkomlega löglegur fundur.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49
Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02