Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 11:09 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Eyjum. Vísir/einar árnason Ummæli á klaustursupptökunum um „helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í umfjöllun DV. Ummælin féllu þegar þingmennirnir voru að spá í spilin fyrir næsta prófkjör Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi, en komið hefur fram að þeir hafi sagt að Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðismanna í suðri væri latur. „Nú ætla ég að segja eitt sem er mjög dónalegt. Hún er ung, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var fyrir fjórum árum síðan,“ heyrist Bergþór Ólason segja um Írisi.Fólkinu til háborinnar skammar Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins heyrist þá reyna að skerast í leikinn og biðja karlana að velta því fyrir hvernig ummælin kæmu út ef Íris væri karl. „Leyfðu okkur nú að eiga þessa stund saman,“ svarar Gunnar Bragi. „Ef þetta væri Páll Magnússon?“ spyr Anna Kolbrún. „Hann er ekkert sexí!“ segir þá fyrrverandi utanríkisráðherrann.Upptökuna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.Margir töldu að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, væri sú sem um ræddi, verandi yngsti sitjandi þingmaðurinn. Gunnar Bragi Sveinsson sagðist í gær ekki muna eftir að hafa rætt Áslaugu Örnu sérstaklega, en hafði þó beðið hana afsökunar. Íris vildi ekki mikið tjá sig um málið þegar Vísir náði af henni tali. „Þetta er, eins og allt annað sem fram fór á þessum fundi, þeim sem voru þar til háborinnar skammar,“ segir hún.Tekurðu það nærri þér sem er sagt um þig þarna? „Nei.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blöskrar að sjálfskipaðir „sigurvegarar í fegurðarsamkeppni“ dæmi útlit þingkvenna Það er auðvitað bara ótrúlegt að svona menn sem eru auðvitað sigurvegarar sjálfir í fegurðarsamkeppni séu að dæma útlit og atgervi þingkvenna sem þeir starfa með, segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. 29. nóvember 2018 19:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ummæli á klaustursupptökunum um „helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í umfjöllun DV. Ummælin féllu þegar þingmennirnir voru að spá í spilin fyrir næsta prófkjör Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi, en komið hefur fram að þeir hafi sagt að Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðismanna í suðri væri latur. „Nú ætla ég að segja eitt sem er mjög dónalegt. Hún er ung, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var fyrir fjórum árum síðan,“ heyrist Bergþór Ólason segja um Írisi.Fólkinu til háborinnar skammar Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins heyrist þá reyna að skerast í leikinn og biðja karlana að velta því fyrir hvernig ummælin kæmu út ef Íris væri karl. „Leyfðu okkur nú að eiga þessa stund saman,“ svarar Gunnar Bragi. „Ef þetta væri Páll Magnússon?“ spyr Anna Kolbrún. „Hann er ekkert sexí!“ segir þá fyrrverandi utanríkisráðherrann.Upptökuna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.Margir töldu að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, væri sú sem um ræddi, verandi yngsti sitjandi þingmaðurinn. Gunnar Bragi Sveinsson sagðist í gær ekki muna eftir að hafa rætt Áslaugu Örnu sérstaklega, en hafði þó beðið hana afsökunar. Íris vildi ekki mikið tjá sig um málið þegar Vísir náði af henni tali. „Þetta er, eins og allt annað sem fram fór á þessum fundi, þeim sem voru þar til háborinnar skammar,“ segir hún.Tekurðu það nærri þér sem er sagt um þig þarna? „Nei.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blöskrar að sjálfskipaðir „sigurvegarar í fegurðarsamkeppni“ dæmi útlit þingkvenna Það er auðvitað bara ótrúlegt að svona menn sem eru auðvitað sigurvegarar sjálfir í fegurðarsamkeppni séu að dæma útlit og atgervi þingkvenna sem þeir starfa með, segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. 29. nóvember 2018 19:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Blöskrar að sjálfskipaðir „sigurvegarar í fegurðarsamkeppni“ dæmi útlit þingkvenna Það er auðvitað bara ótrúlegt að svona menn sem eru auðvitað sigurvegarar sjálfir í fegurðarsamkeppni séu að dæma útlit og atgervi þingkvenna sem þeir starfa með, segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. 29. nóvember 2018 19:11
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent