Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 09:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að samræður þingmannanna séu uppfullar af fordómum, kvenfyrirlitningu og óheilbrigðum viðhorfum til stjórnmála. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að mikilvægt sé að Alþingi fari yfir Klausturmálið og grípi til aðgerða vegna þess. Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. Á upptökunni heyrast þingmennirnir tala á afar niðrandi um ýmsa samstarfsmenn sína sem og aðra, og ekki hvað síst um konur. Katrín segir að samræður þingmannanna séu uppfullar af fordómum, kvenfyrirlitningu og óheilbrigðum viðhorfum til stjórnmála. „Þau orð sem komu úr munni þingmannana eru ótrúleg og dapurleg. Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra á veg í raunverulegri viðhorfsbreytingu, núna ári eftir #églíka-byltinguna. Forsætisnefnd Alþingis mun fara yfir málið. Það er mikilvægt að Alþingi fari vel yfir málið og grípi til aðgerða. Það er samt ekki nóg því við sem samfélag þurfum að taka sameiginlega á því meini sem svona orðræða skapar; þeim ótta og þeirri vanlíðan sem hún veldur,“ segir Katrín í færslunni en fer ekki frekar yfir það til hvaða aðgerða Alþingi eigi að grípa vegna málsins. „Nú þegar við fögnum hundrað ára afmæli fullveldisins eigum við að hugsa um þau gildi sem við viljum hafa að leiðarljósi í samfélagi okkar. Þar hljótum við að vilja að hafa gildi á borð við jafnrétti og virðingu í hávegum. Sú orðræða sem við höfum lesið um í fjölmiðlum er því miður í fullkominni andstöðu við slík gildi. Sem samfélag eigum við að hafna slíkri orðræðu,“ segir Katrín jafnframt en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Forsætisráðherra er ekki viðriðinn málið í þetta skiptið, hún er nefnilega kona“ Norska ríkisútvarpið fjallar um Klaustursupptökurnar í dag. 30. nóvember 2018 07:30 Ekki annarra að draga lærdóm af þessu „viðurstyggilega samkvæmi“ Þeir hafa ekki litið í spegil lengi sjálfir, segir Inga Sæland. 30. nóvember 2018 07:00 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að mikilvægt sé að Alþingi fari yfir Klausturmálið og grípi til aðgerða vegna þess. Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. Á upptökunni heyrast þingmennirnir tala á afar niðrandi um ýmsa samstarfsmenn sína sem og aðra, og ekki hvað síst um konur. Katrín segir að samræður þingmannanna séu uppfullar af fordómum, kvenfyrirlitningu og óheilbrigðum viðhorfum til stjórnmála. „Þau orð sem komu úr munni þingmannana eru ótrúleg og dapurleg. Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra á veg í raunverulegri viðhorfsbreytingu, núna ári eftir #églíka-byltinguna. Forsætisnefnd Alþingis mun fara yfir málið. Það er mikilvægt að Alþingi fari vel yfir málið og grípi til aðgerða. Það er samt ekki nóg því við sem samfélag þurfum að taka sameiginlega á því meini sem svona orðræða skapar; þeim ótta og þeirri vanlíðan sem hún veldur,“ segir Katrín í færslunni en fer ekki frekar yfir það til hvaða aðgerða Alþingi eigi að grípa vegna málsins. „Nú þegar við fögnum hundrað ára afmæli fullveldisins eigum við að hugsa um þau gildi sem við viljum hafa að leiðarljósi í samfélagi okkar. Þar hljótum við að vilja að hafa gildi á borð við jafnrétti og virðingu í hávegum. Sú orðræða sem við höfum lesið um í fjölmiðlum er því miður í fullkominni andstöðu við slík gildi. Sem samfélag eigum við að hafna slíkri orðræðu,“ segir Katrín jafnframt en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Forsætisráðherra er ekki viðriðinn málið í þetta skiptið, hún er nefnilega kona“ Norska ríkisútvarpið fjallar um Klaustursupptökurnar í dag. 30. nóvember 2018 07:30 Ekki annarra að draga lærdóm af þessu „viðurstyggilega samkvæmi“ Þeir hafa ekki litið í spegil lengi sjálfir, segir Inga Sæland. 30. nóvember 2018 07:00 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
„Forsætisráðherra er ekki viðriðinn málið í þetta skiptið, hún er nefnilega kona“ Norska ríkisútvarpið fjallar um Klaustursupptökurnar í dag. 30. nóvember 2018 07:30
Ekki annarra að draga lærdóm af þessu „viðurstyggilega samkvæmi“ Þeir hafa ekki litið í spegil lengi sjálfir, segir Inga Sæland. 30. nóvember 2018 07:00
Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49