Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 11:00 Gulu vestin virðast rússneskum Twitter-notendum hugleikin þessa dagana. Vanalega beina þeir kröftum sínum að fréttum frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Vísir/EPA Um sex hundruð Twitter-reikningar sem vitað er að tala máli stjórnvalda í Kreml beina nú kröftum sínum í að kynda undir mótmæli „gulu vestanna“ svonefndu gegn ríkisstjórn Emmanuels Macron í Frakklandi. Rússneskir hakkarar eru taldir hafa reynt að brjótast inn í tölvupóst framboðs hans í fyrra. Hörð mótmæli hafa geisað í París og víðar undanfarna daga. Mótmælendurnir klæðast gulum vestum sem þeir kenna sig við. Hátt í tvö þúsund manns voru handtekin í mótmælunum í gær. Upphaflega beindust mótmælin að fyrirhuguðum hækkunum á gjöldum á eldsneyti en þau hafa haldið áfram jafnvel eftir að Macron dró í land með þær í vikunni. Að sögn Bloomberg-fréttastofunnar er mest notaða myllumerkið hjá rússnesku Twitter-síðunum nú #giletsjaunes, gulu vestin á frönsku. Yfirleitt beina síðurnar sjónum sínum að breskum og bandarískum fréttum. Tístin ganga mörg út á að franskir lögreglumenn séu við það að gera uppreisn sem virðist þó ekki eiga við nein rök að styðjast. Bret Schafer, samfélagsmiðlasérfræðingur Bandalags fyrir öryggi lýðræðisins sem er hluti af Marshall-sjóði Bandaríkjanna í Þýskalandi, segir að áróðurinn um mögulega uppreisn lögreglumanna sé í anda tilraun rússneskra stjórnvalda til að ala á vantrausti í garð vestrænna ríkisstjórna og draga upp þá mynd að frjálslyndu lýðræði fari hnignandi í heiminum. Áróðurinn á Twitter endurómar frásagnir rússneskra ríkisfjölmiðla eins og Spútnik og RT sem hafa haldið því fram að franska lögreglan styðji ekki Macron heldur mótmælendurna. Þær fréttir eru sagðar byggjast á vafasömum heimildum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig reynt að nýta sér mótmælin í Frakklandi í eiginhagsmunaskyni, bæði til að koma höggi á Macron og til að bauna á Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum sem hann ætlar að segja Bandaríkin frá. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í forsetakosningunum árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml hafi beitt sér til að hjálpa Trump, þar á meðal með áróðursherferð á samfélagsmiðlum eins og Twitter og Facebook. Bandaríkin Donald Trump Frakkland Rússland Tengdar fréttir Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Um sex hundruð Twitter-reikningar sem vitað er að tala máli stjórnvalda í Kreml beina nú kröftum sínum í að kynda undir mótmæli „gulu vestanna“ svonefndu gegn ríkisstjórn Emmanuels Macron í Frakklandi. Rússneskir hakkarar eru taldir hafa reynt að brjótast inn í tölvupóst framboðs hans í fyrra. Hörð mótmæli hafa geisað í París og víðar undanfarna daga. Mótmælendurnir klæðast gulum vestum sem þeir kenna sig við. Hátt í tvö þúsund manns voru handtekin í mótmælunum í gær. Upphaflega beindust mótmælin að fyrirhuguðum hækkunum á gjöldum á eldsneyti en þau hafa haldið áfram jafnvel eftir að Macron dró í land með þær í vikunni. Að sögn Bloomberg-fréttastofunnar er mest notaða myllumerkið hjá rússnesku Twitter-síðunum nú #giletsjaunes, gulu vestin á frönsku. Yfirleitt beina síðurnar sjónum sínum að breskum og bandarískum fréttum. Tístin ganga mörg út á að franskir lögreglumenn séu við það að gera uppreisn sem virðist þó ekki eiga við nein rök að styðjast. Bret Schafer, samfélagsmiðlasérfræðingur Bandalags fyrir öryggi lýðræðisins sem er hluti af Marshall-sjóði Bandaríkjanna í Þýskalandi, segir að áróðurinn um mögulega uppreisn lögreglumanna sé í anda tilraun rússneskra stjórnvalda til að ala á vantrausti í garð vestrænna ríkisstjórna og draga upp þá mynd að frjálslyndu lýðræði fari hnignandi í heiminum. Áróðurinn á Twitter endurómar frásagnir rússneskra ríkisfjölmiðla eins og Spútnik og RT sem hafa haldið því fram að franska lögreglan styðji ekki Macron heldur mótmælendurna. Þær fréttir eru sagðar byggjast á vafasömum heimildum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig reynt að nýta sér mótmælin í Frakklandi í eiginhagsmunaskyni, bæði til að koma höggi á Macron og til að bauna á Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum sem hann ætlar að segja Bandaríkin frá. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í forsetakosningunum árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml hafi beitt sér til að hjálpa Trump, þar á meðal með áróðursherferð á samfélagsmiðlum eins og Twitter og Facebook.
Bandaríkin Donald Trump Frakkland Rússland Tengdar fréttir Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38
Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55