Telur makrílsdóm Hæstaréttar skapa vafa um sameign þjóðarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 8. desember 2018 14:23 Verulegur vafi leikur á eignarhaldi þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni eftir að Hæstiréttur taldi ríkið bótaskylt fyrir að hafa ekki litið til veiðireynslu við úthlutun makrílskvóta, að mati Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir að veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar leysi ekki grundvallarréttlætisspurningu. Þingmennirnir tveir ræddu um veiðigjaldafrumvarpið í umræðuþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en Rósa Björk sat hjá við atkvæðagreiðslu um það ásamt flokksbróður sínum Andrési Inga Jónssyni í vikunni. Rósa Björk sagði að henni fyndist frumvarp ríkisstjórnar hennar ekki leysa þá grundvallarspurningu sem glímt hefði verið við um áratugaskeið um hver væri réttlátur hlutur þjóðarinnar í auðlindarentu af fiskinum í sjónum. Ekki væri hægt að aftengja frumvarp um veiðigjöld þeirri spurningu. Ekkert í umsögnum um frumvarpið, greinum sérfræðinga eða umræðum í þinginu hafi sannfært hana um að greiða atkvæði með því.Stjórnarþingmaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiddi atkvæði gegn veiðgjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.Fréttablaðið/StefánFyrir fram samið handrit að lækkun veiðigjalda Þorsteinn sagði að í tveggja áratuga langri deilu um hvernig skyldi hátta gjaldtöku á auðlindanýtingu hefði það grundvallaratriði alltaf verið til staðar að veiðiheimildirnar sem veiðigjaldið á að vera afgjald fyrir séu tímabundin úthlutun en ekki einhvers konar hefðar- eða eignarréttu útgerða. Nefndi hann dóm sem féll í Hæstarétti í vikunni þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda íslenska ríkisins í garð tveggja útgerða sem töldu sig hafa fengið úthlutað minni veiðiheimildum á makríl en lög gerðu ráð fyrir því ekki hefði verið litið til veiðireynslu þeirra. „Ég myndi bara segja í verulegum vafa,“ sagði Þorsteinn spurður að því hvað dómurinn þýddi fyrir eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni. Sagði hann Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn alltaf hafa barist hatrammlega gegn fullri viðurkenningu á sameiginlegu eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindinni með því að koma á formlegum tímabundnum veiðiheimildum. Sakaði hann ríkisstjórnina um að leggja fram frumvarp eftir fyrir fram skrifuðu handriti um að lækka veiðigjöld og að finna svo eftiráskýringar til að réttlæta lækkunina. „Það var lagt af stað með ákveðna fjárhæð, svo var fundin hentug aðferðafræði til þess að búa til kerfi sem skilaði henni,“ sagði Þorsteinn. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta. 7. desember 2018 12:00 Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn.“ 7. desember 2018 06:00 Ríkið dæmt skaðabótaskylt gagnvart útgerðum vegna makrílsveiða Endurskoðunarfyrirtæki mat samanlagðan hagnaðarmissi útgerðanna tveggja um 2,6 milljarða króna. 6. desember 2018 16:23 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hissa á dómi Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna ákvörðunar ráðherra um ráðstöfun á aflaheimildum á makríl. 8. desember 2018 10:41 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Verulegur vafi leikur á eignarhaldi þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni eftir að Hæstiréttur taldi ríkið bótaskylt fyrir að hafa ekki litið til veiðireynslu við úthlutun makrílskvóta, að mati Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir að veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar leysi ekki grundvallarréttlætisspurningu. Þingmennirnir tveir ræddu um veiðigjaldafrumvarpið í umræðuþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en Rósa Björk sat hjá við atkvæðagreiðslu um það ásamt flokksbróður sínum Andrési Inga Jónssyni í vikunni. Rósa Björk sagði að henni fyndist frumvarp ríkisstjórnar hennar ekki leysa þá grundvallarspurningu sem glímt hefði verið við um áratugaskeið um hver væri réttlátur hlutur þjóðarinnar í auðlindarentu af fiskinum í sjónum. Ekki væri hægt að aftengja frumvarp um veiðigjöld þeirri spurningu. Ekkert í umsögnum um frumvarpið, greinum sérfræðinga eða umræðum í þinginu hafi sannfært hana um að greiða atkvæði með því.Stjórnarþingmaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiddi atkvæði gegn veiðgjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.Fréttablaðið/StefánFyrir fram samið handrit að lækkun veiðigjalda Þorsteinn sagði að í tveggja áratuga langri deilu um hvernig skyldi hátta gjaldtöku á auðlindanýtingu hefði það grundvallaratriði alltaf verið til staðar að veiðiheimildirnar sem veiðigjaldið á að vera afgjald fyrir séu tímabundin úthlutun en ekki einhvers konar hefðar- eða eignarréttu útgerða. Nefndi hann dóm sem féll í Hæstarétti í vikunni þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda íslenska ríkisins í garð tveggja útgerða sem töldu sig hafa fengið úthlutað minni veiðiheimildum á makríl en lög gerðu ráð fyrir því ekki hefði verið litið til veiðireynslu þeirra. „Ég myndi bara segja í verulegum vafa,“ sagði Þorsteinn spurður að því hvað dómurinn þýddi fyrir eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni. Sagði hann Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn alltaf hafa barist hatrammlega gegn fullri viðurkenningu á sameiginlegu eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindinni með því að koma á formlegum tímabundnum veiðiheimildum. Sakaði hann ríkisstjórnina um að leggja fram frumvarp eftir fyrir fram skrifuðu handriti um að lækka veiðigjöld og að finna svo eftiráskýringar til að réttlæta lækkunina. „Það var lagt af stað með ákveðna fjárhæð, svo var fundin hentug aðferðafræði til þess að búa til kerfi sem skilaði henni,“ sagði Þorsteinn.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta. 7. desember 2018 12:00 Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn.“ 7. desember 2018 06:00 Ríkið dæmt skaðabótaskylt gagnvart útgerðum vegna makrílsveiða Endurskoðunarfyrirtæki mat samanlagðan hagnaðarmissi útgerðanna tveggja um 2,6 milljarða króna. 6. desember 2018 16:23 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hissa á dómi Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna ákvörðunar ráðherra um ráðstöfun á aflaheimildum á makríl. 8. desember 2018 10:41 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta. 7. desember 2018 12:00
Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn.“ 7. desember 2018 06:00
Ríkið dæmt skaðabótaskylt gagnvart útgerðum vegna makrílsveiða Endurskoðunarfyrirtæki mat samanlagðan hagnaðarmissi útgerðanna tveggja um 2,6 milljarða króna. 6. desember 2018 16:23
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hissa á dómi Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna ákvörðunar ráðherra um ráðstöfun á aflaheimildum á makríl. 8. desember 2018 10:41