Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Jakob Bjarnar og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 7. desember 2018 16:59 Maður dagsins, maður vikunnar … maður ársins að margra mati, hlýtur að teljast Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn sem tók upp athyglisvert samtal þingmannanna sex á Klausturbar og lagði það svo fyrir þjóðina með milligöngu fjölmiðla. Samfélagið fór á hliðina, ekki ætti að þurfa að fara yfir þá sögu alla en þegar þetta er skrifað eru afleiðingarnar þær að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, sem sátu samdrykkjuna, hafa verið reknir úr Flokki fólksins. Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins eru komnir í launalaust leyfi frá þingstörfum og eftir sitja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður þess sama flokks; eiga í vök að verjast og eru einangruð á þingi.Kannaðist bara við Sigmund Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður hitti Báru að heimili hennar í Gerðunum í Reykjavík og tók hana tali. Viðtalið má finna hér neðar en með fylgir skriftun á því samtali.Sunna spurði Báru hvernig þetta hafi komið til? „Það var ofboðsleg skringilegt eitthvað,“ segir Bára. „Ég var bara að fara að hitta fólk sem ég þekki af internetinu, útlendinga, á öðru kaffihúsi. Og var á leið á æfingu á hlut sem ég tek þátt í sem heitir Rauða skáldahúsið. Sem var yfir á Iðnó og síðast þegar við héldum æfingu höfðum við stoppað þarna á Klaustur bar eftir á. Það var þarna tími á milli svo ég ákvað að setjast niður þar og fá mér kaffibolla,“ segir Bára. Og bætir því við að þar sé kósí að vera. Hún segist ekki muna þetta alveg í smáatriðum. „Ekki fyrr en ég tek eftir honum Sigmundi þarna. Kannaðist við hann úr fréttum þó ég sé nú ekkert voðalega mikið inni í öllum hlutum.“Mikill völlur á þingmönnunum Bára heyrði að þau voru að tala um einhvern langan fund, einhverja konu sem væri svo lengi í púltinu. „Svo sagði einhver eitthvað sem greip mig og ég er enn að reyna að koma fyrir mig hvað var. Ég var einhvern veginn, mér sýnist þetta allt vera þingmenn og ýtti bara á record. Ég heyrði ekki alveg hvað þeir voru að segja. Langaði til að vita það sjálf eftir á. Svo bara hélt þetta áfram og varð bara verra og verra. Þá hugsaði ég með sjálfri mér:Heyrðu, ég er ekkert að fara neitt. Ég ætla bara að sitja hérna og taka þetta upp. Ég veit ekkert hvað ég get gert við þetta. En, þeir eru hérna á almannasvæði. Ég held ég hefði getað tekið þetta samtal upp fyrir utan staðinn, það var svo mikill hávaðinn í þeim. Svo fór ég bara heim, að tala við konuna mína um þetta og hún varð alveg eins hissa og ég.“Báru sárnaði verulega það hvernig talað var um Freyju vinkonu hennar við borð þingmannanna.visir/einarBára lýsir því í viðtalinu að hún hafi ekki alveg vitað hvað hún gæti gert við þetta. „Ég vissi heldur ekkert hvernig hlutirnir eru í kringum þetta svo ég ákvað að senda þetta á fjölmiðla. Að þeir myndu vita betur og geta gert eitthvað með þetta því þeir þingmennirnir væru örugglega á vísa í eitthvað sem ég kannaðist ekki við hvað var; fjölmiðlamenn myndu vita hvað þeir væru að tala um.“Véleringar og dílingar Bára segir að það sem hafi orðið til þess að hún ýtti á upptökutakkann á síma sínum var eitthvað sem henni blöskraði að heyra, orðaskipti sem voru virkilega óviðeigandi en erfitt að segja til um nákvæmlega hver voru. „Þegar ég fer aftur á bak og hugsa þetta voru þetta endalaus samtöl um einhverjar ríðingar og dótarí. Og svo heyrði ég einhvern tala um hvernig hann hefði potað einhverjum fram fyrir einhvern annan, véleríngar og dílíngar… Ég veit það ekki. Þetta eru svona óþægilegu mennirnir á pöbbnum sem maður venjulega hlustar ekki á. Maður bara fer.“Samsungsíminn sem allt hverfist um.visir/einarEn, það var nákvæmlega það sem Bára hafði vonast til að væri ekki nokkuð sem væri að gerast á þinginu. Spurð segist Bára ekki vita hvort þetta komi henni á óvart, hún hafi alveg rekist á svona ummæli. „Ég þekki eiginlega ekkert til þessara einstaklinga þannig að ég get ekki sagt um við hverju mátti búast af þeim. En maður hefur heyrt allskonar undirliggjandi hluti í stjórnmálum lengi.Það sem kom mér mest á óvart var að þetta var á almannafæri, hátt og skýrt og skammarlaust þar sem var fullt af fólki. Maður veit alveg að það eru svona viðhorf á Íslandi og sem öryrki er ég alveg vön því að fólk tali um mig og konur asnalega stundum. En kannski ekki samfellt í þrjá og hálfan tíma á almannafæri.“ Selahljóðið kom frá borði þingmannanna Bára segir að þetta alvarlegra en ella því þarna er valdafólk sem hún á talsvert undir komið. Hún segist ekki hefðu tekið þetta upp ef um einhvern óbreyttan væri að ræða, hún hefði bara gengið upp að viðkomandi og spurt hvað væri eiginlega í gangi? En, hún gerði sér grein fyrir því að svo var ekki og því tók hún þetta fræga samtal upp. „Mér blöskraði það algjörlega.“ Í samtalinu kemur Sunna inn á hið margfræga selahljóð, en DV gaf sér í umfjöllun að þar væri verið að herma eftir Freyju Haraldsdóttur. Sigmundur Davíð hefur gefið á því þær skýringar að hugsanlega hafi verið um að ræða það að stóll hafi verið færður til, en Vísir sannreyndi að svo gæti ekki verið. Þá að hugsanlega hafi einhver verði að bremsa á reiðhjóli fyrir utan barinn. Bára hlær við þessari spurningu. „Þetta hljóð heyrðist innanhúss. Ég get alveg sagt þér það. Ég var að passa mig á því að vera ekki mikið að kíkja yfir að borði þeirra af augljósum ástæðum en ég heyrði það úr þeirra átt.“ Sárnaði mjög ummælin um vinkonu sína Freyju Bára segist hafa hlustað á þetta aftur á upptökunni og á erfitt með að ímynda sér að það hafi ekki komið úr mannsbarka. Þó hún geti ekki sagt um hver eða hvað fylgdi því. „Það var augljóst að það var verið að gera grín að Freyju að öðru leyti. Freyja er góð vinkona mín og ég varð mjög sár daginn eftir þegar ég áttaði mig á því „Eyja“ sem þau voru að tala um var Freyja vinkona mín. Kona sem hefur barist fyrir réttindum fatlaðra og sett sig í skotlínuna á hverjum einasta degi. Og bjargaði lífi mínu nánast á sínum tíma þegar ég hélt að það væri ekkert eftir. Að einhverjir gaukar út í bæ telji sig svo fína að geta talað svona um hana. Það sárnaði mér alveg rosalega,“ segir Bára og það fer ekki á milli mála að þar fylgir hugur máli.Varstu hrædd um að það myndi komast upp um þig?„Já, nánast allan tímann. Eru þeir ekki að taka eftir mér? Ég var með einhverja fáeina ferðamannabæklinga með mér þannig að ég held þeir hafi litið þangað. Einhver sem nefndi það á netinu að augljóst væri að ég væri náttúrlega bara einhver kona út í horni og það hafi ekkert þurft að fylgjast neitt með því.Þau sem sátu að sumbli á Klaustri 20. nóvember. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir. Þau hugsa nú væntanlega Báru þegjandi þörfina.En, í endann sagði einhver þeirra upphátt, hvað með þessa konu þarna og þá sagði einhver þeirra að þetta væri bara einhver útlendingur og ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því. Þá varpaði ég öndinni léttar. Ég var að færa símann til, setja einhver blöð yfir og setja svo símann í hleðslu. En, þau voru aðallega upptekin af því hvað þau voru að segja.“ Bára segist ótrúlega stolt af Íslendingum og vísar þá til viðbragða meðal til dæmis kvenna, fatlaðra og samkynhneigðra… „Ég er stolt að hafa tekið þetta upp. En öll vinnan sem hefur komið á eftir, skoða kýlið og reyna að stinga á það, læra af því; ég er stolt af Íslendingum að hafa tekið á því. Ég fór á mótmælin á laugardaginn og þar var fullt af litlum stelpum, öskrandi til að þið þurfið ekki að sitja undir svona baktjaldamakki. Ef þið verðið þingmenn í framtíðinni. Og ég var klökk og var hálf grenjandi þarna á laugardaginn. Og greinarnar, Lilja Alfreðs, Freyja, hvernig konur hafa sett niður fótinn. Og karlmenn: Við erum ekki svona sem þjóð. Vonandi verður þetta til þess að detti einhverjum í hug að tala á þessum nótum segi einhver: Nei, svona tölum við ekki.Ég hef verið stressuð og allt það. Ekki grætt neina hugarró við þetta en ég hef á móti öðlast mikla trú á samfélagið okkar. Ég hef verið að fá skilaboð frá í morgun frá fólki sem er öryrkjar og finnst röddin þeirra hafa komið fram. Þegar maður er svona falinn þá er það mikilvægt.“ Mikil og jákvæð viðbrögð Bára vill ekki hafa miklar skoðanir á viðbrögðum sexmenninganna við þessu, en segist þó telja að þetta væri ekki svona mikið vandamál ef þeir tækju raunverulega á þessu af alvöru og gerðu hlutina í stað þess að reyna að búa til eitthvað batterí úr þessu. „Taka einlæglega á þessu og sjá villu síns vegar. Þeir eru allir að reyna að koma sér fyrir, aðrir að gera þetta líka, ég sagði ekki þetta, ég horfði bara á … þetta eru afsakanir sem við höfum heyrt áður og þær duga ekki.“ Ekki hlakkar í Báru vegna þess hvernig fyrir sexmenningunum er komið en skorar á þá sem í hlut eiga að taka þátt í því af einlægni að leysa þetta. Án þess að drepa málum á dreif. „Mér finnst þær konur og aðrir sem hafa lent í þessu hafa staðið keikar og uppréttar. Það hefur ekki verið auðvelt að vinna í þinginu þessa viku.“ Viðbrögðin í dag, eftir að Bára steig fram, hafa verið mikil og jákvæð. Bæði frá vinum og fólki úti í bæ. „Lýsandi fyrir þetta að það eru margir sem vilja hreinsa loftið. Ég er eiginlega klökk yfir því öllu, að fólk vilji þakka mér svona mikið fyrir. En þetta snýst ekki um mig sem persónu. Það sem skiptir máli er að manneskjan sem sat undir þessu og hlustaði á var manneskjan sem þeir voru að tala um. Því fannst mér mikilvægt að stíga fram. Að þetta væru ekki samantekin ráð með kerfisbundnum hætti.“ Þeir voru ekki rúllandi fullirEinmitt, þú fellur í nánast hvern einasta flokk sem þeir eru að baktala. Hvernig fannst þér sem slík að sitja undir því?„Eins og ég segi, ég er vön; við öryrkjar, fatlaðir og konur og hinsegin erum vön því að talað sé svona um okkur. Mér fannst það sárt. Mér fannst það ömurlegt en ég hef alveg lent í því áður. Ég aftur á móti áttaði mig ekki almennilega á þessu fyrr en þegar ég var að labba heim eftir mótmælin. Þá sem þetta fór að gróa í mér, löngun að stíga fram, af því mér fannst það skipta máli. Það getur verið að manneskjan sem þú ert að tala um sitji á næsta borði. Og það er allt í lagi að hugsa aðeins út í það.“ Að sögn Báru var hlaðið áfengi á borð sexmenninganna, aftur og aftur. „En, til að byrja með, menn drekka náttúrlega ekki svo hratt að þeir verði svona fullir umsvifalaust. Og á upptökunum eru menn ekki þvoglumæltir. Ég held að enginn hafi verið orðinn það ofurölvi að hann hafi verið búinn að missa vit og rænu. Þetta eru rúmlega þrír klukkutíma og framan af voru þessir menn alveg með viti. Hvernig þeir þola áfengi, það veit ég ekki, en þeir voru ekkert rúllandi.“ Bára óttast ekki málssókn af hálfu sexmenninganna þó hún viti að hún hafi hugsanlega verið á gráu svæði með því að taka samtal þeirra upp að þeim forspurðum. Hún segist að endingu engu hafa að tapa, hún sé hvort sem er blankur öryrki og lítið til hennar að sækja ef fjárkröfur yrðu settar fram. Viðbrögðin hafa þegar farið fram úr hennar björtustu vonu og væntingum, það hafi verið þess virði að taka þetta samtal upp. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Marvin heitir Bára Hin 42 ára gamla Bára Halldórsdóttir trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hún settist niður með kaffibolla á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 07:00 Stuðningsyfirlýsingar til Báru hrannast upp á Facebook Sólveig Anna er klökk svo mikið finnst henni til uppljóstrana Báru Halldórsdóttur koma. 7. desember 2018 10:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Maður dagsins, maður vikunnar … maður ársins að margra mati, hlýtur að teljast Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn sem tók upp athyglisvert samtal þingmannanna sex á Klausturbar og lagði það svo fyrir þjóðina með milligöngu fjölmiðla. Samfélagið fór á hliðina, ekki ætti að þurfa að fara yfir þá sögu alla en þegar þetta er skrifað eru afleiðingarnar þær að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, sem sátu samdrykkjuna, hafa verið reknir úr Flokki fólksins. Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins eru komnir í launalaust leyfi frá þingstörfum og eftir sitja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður þess sama flokks; eiga í vök að verjast og eru einangruð á þingi.Kannaðist bara við Sigmund Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður hitti Báru að heimili hennar í Gerðunum í Reykjavík og tók hana tali. Viðtalið má finna hér neðar en með fylgir skriftun á því samtali.Sunna spurði Báru hvernig þetta hafi komið til? „Það var ofboðsleg skringilegt eitthvað,“ segir Bára. „Ég var bara að fara að hitta fólk sem ég þekki af internetinu, útlendinga, á öðru kaffihúsi. Og var á leið á æfingu á hlut sem ég tek þátt í sem heitir Rauða skáldahúsið. Sem var yfir á Iðnó og síðast þegar við héldum æfingu höfðum við stoppað þarna á Klaustur bar eftir á. Það var þarna tími á milli svo ég ákvað að setjast niður þar og fá mér kaffibolla,“ segir Bára. Og bætir því við að þar sé kósí að vera. Hún segist ekki muna þetta alveg í smáatriðum. „Ekki fyrr en ég tek eftir honum Sigmundi þarna. Kannaðist við hann úr fréttum þó ég sé nú ekkert voðalega mikið inni í öllum hlutum.“Mikill völlur á þingmönnunum Bára heyrði að þau voru að tala um einhvern langan fund, einhverja konu sem væri svo lengi í púltinu. „Svo sagði einhver eitthvað sem greip mig og ég er enn að reyna að koma fyrir mig hvað var. Ég var einhvern veginn, mér sýnist þetta allt vera þingmenn og ýtti bara á record. Ég heyrði ekki alveg hvað þeir voru að segja. Langaði til að vita það sjálf eftir á. Svo bara hélt þetta áfram og varð bara verra og verra. Þá hugsaði ég með sjálfri mér:Heyrðu, ég er ekkert að fara neitt. Ég ætla bara að sitja hérna og taka þetta upp. Ég veit ekkert hvað ég get gert við þetta. En, þeir eru hérna á almannasvæði. Ég held ég hefði getað tekið þetta samtal upp fyrir utan staðinn, það var svo mikill hávaðinn í þeim. Svo fór ég bara heim, að tala við konuna mína um þetta og hún varð alveg eins hissa og ég.“Báru sárnaði verulega það hvernig talað var um Freyju vinkonu hennar við borð þingmannanna.visir/einarBára lýsir því í viðtalinu að hún hafi ekki alveg vitað hvað hún gæti gert við þetta. „Ég vissi heldur ekkert hvernig hlutirnir eru í kringum þetta svo ég ákvað að senda þetta á fjölmiðla. Að þeir myndu vita betur og geta gert eitthvað með þetta því þeir þingmennirnir væru örugglega á vísa í eitthvað sem ég kannaðist ekki við hvað var; fjölmiðlamenn myndu vita hvað þeir væru að tala um.“Véleringar og dílingar Bára segir að það sem hafi orðið til þess að hún ýtti á upptökutakkann á síma sínum var eitthvað sem henni blöskraði að heyra, orðaskipti sem voru virkilega óviðeigandi en erfitt að segja til um nákvæmlega hver voru. „Þegar ég fer aftur á bak og hugsa þetta voru þetta endalaus samtöl um einhverjar ríðingar og dótarí. Og svo heyrði ég einhvern tala um hvernig hann hefði potað einhverjum fram fyrir einhvern annan, véleríngar og dílíngar… Ég veit það ekki. Þetta eru svona óþægilegu mennirnir á pöbbnum sem maður venjulega hlustar ekki á. Maður bara fer.“Samsungsíminn sem allt hverfist um.visir/einarEn, það var nákvæmlega það sem Bára hafði vonast til að væri ekki nokkuð sem væri að gerast á þinginu. Spurð segist Bára ekki vita hvort þetta komi henni á óvart, hún hafi alveg rekist á svona ummæli. „Ég þekki eiginlega ekkert til þessara einstaklinga þannig að ég get ekki sagt um við hverju mátti búast af þeim. En maður hefur heyrt allskonar undirliggjandi hluti í stjórnmálum lengi.Það sem kom mér mest á óvart var að þetta var á almannafæri, hátt og skýrt og skammarlaust þar sem var fullt af fólki. Maður veit alveg að það eru svona viðhorf á Íslandi og sem öryrki er ég alveg vön því að fólk tali um mig og konur asnalega stundum. En kannski ekki samfellt í þrjá og hálfan tíma á almannafæri.“ Selahljóðið kom frá borði þingmannanna Bára segir að þetta alvarlegra en ella því þarna er valdafólk sem hún á talsvert undir komið. Hún segist ekki hefðu tekið þetta upp ef um einhvern óbreyttan væri að ræða, hún hefði bara gengið upp að viðkomandi og spurt hvað væri eiginlega í gangi? En, hún gerði sér grein fyrir því að svo var ekki og því tók hún þetta fræga samtal upp. „Mér blöskraði það algjörlega.“ Í samtalinu kemur Sunna inn á hið margfræga selahljóð, en DV gaf sér í umfjöllun að þar væri verið að herma eftir Freyju Haraldsdóttur. Sigmundur Davíð hefur gefið á því þær skýringar að hugsanlega hafi verið um að ræða það að stóll hafi verið færður til, en Vísir sannreyndi að svo gæti ekki verið. Þá að hugsanlega hafi einhver verði að bremsa á reiðhjóli fyrir utan barinn. Bára hlær við þessari spurningu. „Þetta hljóð heyrðist innanhúss. Ég get alveg sagt þér það. Ég var að passa mig á því að vera ekki mikið að kíkja yfir að borði þeirra af augljósum ástæðum en ég heyrði það úr þeirra átt.“ Sárnaði mjög ummælin um vinkonu sína Freyju Bára segist hafa hlustað á þetta aftur á upptökunni og á erfitt með að ímynda sér að það hafi ekki komið úr mannsbarka. Þó hún geti ekki sagt um hver eða hvað fylgdi því. „Það var augljóst að það var verið að gera grín að Freyju að öðru leyti. Freyja er góð vinkona mín og ég varð mjög sár daginn eftir þegar ég áttaði mig á því „Eyja“ sem þau voru að tala um var Freyja vinkona mín. Kona sem hefur barist fyrir réttindum fatlaðra og sett sig í skotlínuna á hverjum einasta degi. Og bjargaði lífi mínu nánast á sínum tíma þegar ég hélt að það væri ekkert eftir. Að einhverjir gaukar út í bæ telji sig svo fína að geta talað svona um hana. Það sárnaði mér alveg rosalega,“ segir Bára og það fer ekki á milli mála að þar fylgir hugur máli.Varstu hrædd um að það myndi komast upp um þig?„Já, nánast allan tímann. Eru þeir ekki að taka eftir mér? Ég var með einhverja fáeina ferðamannabæklinga með mér þannig að ég held þeir hafi litið þangað. Einhver sem nefndi það á netinu að augljóst væri að ég væri náttúrlega bara einhver kona út í horni og það hafi ekkert þurft að fylgjast neitt með því.Þau sem sátu að sumbli á Klaustri 20. nóvember. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir. Þau hugsa nú væntanlega Báru þegjandi þörfina.En, í endann sagði einhver þeirra upphátt, hvað með þessa konu þarna og þá sagði einhver þeirra að þetta væri bara einhver útlendingur og ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því. Þá varpaði ég öndinni léttar. Ég var að færa símann til, setja einhver blöð yfir og setja svo símann í hleðslu. En, þau voru aðallega upptekin af því hvað þau voru að segja.“ Bára segist ótrúlega stolt af Íslendingum og vísar þá til viðbragða meðal til dæmis kvenna, fatlaðra og samkynhneigðra… „Ég er stolt að hafa tekið þetta upp. En öll vinnan sem hefur komið á eftir, skoða kýlið og reyna að stinga á það, læra af því; ég er stolt af Íslendingum að hafa tekið á því. Ég fór á mótmælin á laugardaginn og þar var fullt af litlum stelpum, öskrandi til að þið þurfið ekki að sitja undir svona baktjaldamakki. Ef þið verðið þingmenn í framtíðinni. Og ég var klökk og var hálf grenjandi þarna á laugardaginn. Og greinarnar, Lilja Alfreðs, Freyja, hvernig konur hafa sett niður fótinn. Og karlmenn: Við erum ekki svona sem þjóð. Vonandi verður þetta til þess að detti einhverjum í hug að tala á þessum nótum segi einhver: Nei, svona tölum við ekki.Ég hef verið stressuð og allt það. Ekki grætt neina hugarró við þetta en ég hef á móti öðlast mikla trú á samfélagið okkar. Ég hef verið að fá skilaboð frá í morgun frá fólki sem er öryrkjar og finnst röddin þeirra hafa komið fram. Þegar maður er svona falinn þá er það mikilvægt.“ Mikil og jákvæð viðbrögð Bára vill ekki hafa miklar skoðanir á viðbrögðum sexmenninganna við þessu, en segist þó telja að þetta væri ekki svona mikið vandamál ef þeir tækju raunverulega á þessu af alvöru og gerðu hlutina í stað þess að reyna að búa til eitthvað batterí úr þessu. „Taka einlæglega á þessu og sjá villu síns vegar. Þeir eru allir að reyna að koma sér fyrir, aðrir að gera þetta líka, ég sagði ekki þetta, ég horfði bara á … þetta eru afsakanir sem við höfum heyrt áður og þær duga ekki.“ Ekki hlakkar í Báru vegna þess hvernig fyrir sexmenningunum er komið en skorar á þá sem í hlut eiga að taka þátt í því af einlægni að leysa þetta. Án þess að drepa málum á dreif. „Mér finnst þær konur og aðrir sem hafa lent í þessu hafa staðið keikar og uppréttar. Það hefur ekki verið auðvelt að vinna í þinginu þessa viku.“ Viðbrögðin í dag, eftir að Bára steig fram, hafa verið mikil og jákvæð. Bæði frá vinum og fólki úti í bæ. „Lýsandi fyrir þetta að það eru margir sem vilja hreinsa loftið. Ég er eiginlega klökk yfir því öllu, að fólk vilji þakka mér svona mikið fyrir. En þetta snýst ekki um mig sem persónu. Það sem skiptir máli er að manneskjan sem sat undir þessu og hlustaði á var manneskjan sem þeir voru að tala um. Því fannst mér mikilvægt að stíga fram. Að þetta væru ekki samantekin ráð með kerfisbundnum hætti.“ Þeir voru ekki rúllandi fullirEinmitt, þú fellur í nánast hvern einasta flokk sem þeir eru að baktala. Hvernig fannst þér sem slík að sitja undir því?„Eins og ég segi, ég er vön; við öryrkjar, fatlaðir og konur og hinsegin erum vön því að talað sé svona um okkur. Mér fannst það sárt. Mér fannst það ömurlegt en ég hef alveg lent í því áður. Ég aftur á móti áttaði mig ekki almennilega á þessu fyrr en þegar ég var að labba heim eftir mótmælin. Þá sem þetta fór að gróa í mér, löngun að stíga fram, af því mér fannst það skipta máli. Það getur verið að manneskjan sem þú ert að tala um sitji á næsta borði. Og það er allt í lagi að hugsa aðeins út í það.“ Að sögn Báru var hlaðið áfengi á borð sexmenninganna, aftur og aftur. „En, til að byrja með, menn drekka náttúrlega ekki svo hratt að þeir verði svona fullir umsvifalaust. Og á upptökunum eru menn ekki þvoglumæltir. Ég held að enginn hafi verið orðinn það ofurölvi að hann hafi verið búinn að missa vit og rænu. Þetta eru rúmlega þrír klukkutíma og framan af voru þessir menn alveg með viti. Hvernig þeir þola áfengi, það veit ég ekki, en þeir voru ekkert rúllandi.“ Bára óttast ekki málssókn af hálfu sexmenninganna þó hún viti að hún hafi hugsanlega verið á gráu svæði með því að taka samtal þeirra upp að þeim forspurðum. Hún segist að endingu engu hafa að tapa, hún sé hvort sem er blankur öryrki og lítið til hennar að sækja ef fjárkröfur yrðu settar fram. Viðbrögðin hafa þegar farið fram úr hennar björtustu vonu og væntingum, það hafi verið þess virði að taka þetta samtal upp.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Marvin heitir Bára Hin 42 ára gamla Bára Halldórsdóttir trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hún settist niður með kaffibolla á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 07:00 Stuðningsyfirlýsingar til Báru hrannast upp á Facebook Sólveig Anna er klökk svo mikið finnst henni til uppljóstrana Báru Halldórsdóttur koma. 7. desember 2018 10:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Marvin heitir Bára Hin 42 ára gamla Bára Halldórsdóttir trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hún settist niður með kaffibolla á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 07:00
Stuðningsyfirlýsingar til Báru hrannast upp á Facebook Sólveig Anna er klökk svo mikið finnst henni til uppljóstrana Báru Halldórsdóttur koma. 7. desember 2018 10:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent