Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2018 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. desember 2018 10:16 Kanadíska tilfinningabúntið Drake átti hug, hjörtu og eyru heimsbyggðarinnar í ár. AP/Richard Shotwell Streymisveitan Spotify hefur birt árlega lista sína yfir þá listamenn og lög sem notendur hlustuðu mest á á árinu. Vinsælasti tónlistarmaðurinn var kanadíska tilfinningabúntið Drake, en lögum hans var streymt 8,2 milljarð sinnum á árinu. Post Malone er í öðru sæti og XXXTENTACION sem var myrturfyrr á árinu í því þriðja. Kólumbíski raggaeton listamaðurinn J Balvin er í fjórða sæti en vinsældir hans má líklega rekja til ýmissa samstarfsverkefna hans með listamönnum eins og Nicky Jam og Cardi B. Ed Sheeran, sem trónaði á toppi listans í fyrra er í fimmta sæti. Konu má ekki finna á lista yfir vinsælustu listamennina fyrr en í tíunda sæti. Hins vegar toppar Ariana Grande listann yfir vinsælustu kvenlistamennina. Hin breska Dua Lipa er í öðru sæti, Cardi B í þriðja sæti, Taylor Swift í því fjórða og Camila Cabello í fimmta sæti.Vinsælasta hljómsveitin á árinu hjá notendum Spotify voru Imagine Dragons. K-Pop stjörnurnar í BTS voru í öðru sæti og Maroon 5 í þriðja. Rapp tríóið Migos var í fjórða sæti og Coldplay, sem var vinsælasta hljómsveitin á síðasta ári, í því fimmta. Vinsælasta lagið á árinu var God‘s Plan með hinum sívinsæla Drake. Í öðru lagi var lagið SAD! með XXXTENTACION heitinum. Post Malone átti þriðja og fjórða sætið með lögunum rockstar og Psycho og í því fimmta er aftur að finna Drake með lagið In My Feelings.Samkvæmt Spotify er sú tónlistarstefna sem nýtur rísandi vinsælda emo rap og þá vekja listamenn af suður amerískum uppruna athygli en þrjá má finna á lista fyrir tíu vinsælustu listamenn ársins, þá J Balvin, Ozuna og Bad Bunny. Africa með Toto, Take On Me með a-ha og Billie Jean með Michael Jackson hjálpuðu svo við að svala nostalgíuþorsta hlustenda. Gríðarlegan fjölda lagalista er að finna á Spotify og er vinsælasti listi Spotify með 22 milljónir fylgjenda. Vinsælustu listarnir eru:Today’s Top HitsRapCaviar¡Viva Latino!Baila ReggaetonSongs to Sing in the Car Notendur Spotify geta kynnt sér sínar eigin hlustunarvenjur á vefnum spotifywrapped.com. Fréttir ársins 2018 Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
Streymisveitan Spotify hefur birt árlega lista sína yfir þá listamenn og lög sem notendur hlustuðu mest á á árinu. Vinsælasti tónlistarmaðurinn var kanadíska tilfinningabúntið Drake, en lögum hans var streymt 8,2 milljarð sinnum á árinu. Post Malone er í öðru sæti og XXXTENTACION sem var myrturfyrr á árinu í því þriðja. Kólumbíski raggaeton listamaðurinn J Balvin er í fjórða sæti en vinsældir hans má líklega rekja til ýmissa samstarfsverkefna hans með listamönnum eins og Nicky Jam og Cardi B. Ed Sheeran, sem trónaði á toppi listans í fyrra er í fimmta sæti. Konu má ekki finna á lista yfir vinsælustu listamennina fyrr en í tíunda sæti. Hins vegar toppar Ariana Grande listann yfir vinsælustu kvenlistamennina. Hin breska Dua Lipa er í öðru sæti, Cardi B í þriðja sæti, Taylor Swift í því fjórða og Camila Cabello í fimmta sæti.Vinsælasta hljómsveitin á árinu hjá notendum Spotify voru Imagine Dragons. K-Pop stjörnurnar í BTS voru í öðru sæti og Maroon 5 í þriðja. Rapp tríóið Migos var í fjórða sæti og Coldplay, sem var vinsælasta hljómsveitin á síðasta ári, í því fimmta. Vinsælasta lagið á árinu var God‘s Plan með hinum sívinsæla Drake. Í öðru lagi var lagið SAD! með XXXTENTACION heitinum. Post Malone átti þriðja og fjórða sætið með lögunum rockstar og Psycho og í því fimmta er aftur að finna Drake með lagið In My Feelings.Samkvæmt Spotify er sú tónlistarstefna sem nýtur rísandi vinsælda emo rap og þá vekja listamenn af suður amerískum uppruna athygli en þrjá má finna á lista fyrir tíu vinsælustu listamenn ársins, þá J Balvin, Ozuna og Bad Bunny. Africa með Toto, Take On Me með a-ha og Billie Jean með Michael Jackson hjálpuðu svo við að svala nostalgíuþorsta hlustenda. Gríðarlegan fjölda lagalista er að finna á Spotify og er vinsælasti listi Spotify með 22 milljónir fylgjenda. Vinsælustu listarnir eru:Today’s Top HitsRapCaviar¡Viva Latino!Baila ReggaetonSongs to Sing in the Car Notendur Spotify geta kynnt sér sínar eigin hlustunarvenjur á vefnum spotifywrapped.com.
Fréttir ársins 2018 Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira