Festi segir upp 36 manns í tengslum við samruna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 5. desember 2018 06:00 Krónuverslanirnar eru eitt af flaggskipum Festar. Vísir/ernir Festi hefur sagt upp 36 starfsmönnum í 30 stöðugildum í tengslum við samruna N1 og Krónunnar og fleiri félaga. Flestir þeirra störfuðu í höfuðstöðvum félagsins í stoðdeildum. Um er að ræða hluta af hagræðingaraðgerðum sem fylgja samrunanum. Þetta segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Markaðinn. Í október tók Festi upp nýtt skipulag í kjölfar samruna fyrrnefndra félaga. Á meðal starfa sem var ofaukið við samrunann var eitt stöðugildi forstjóra og annað stöðugildi fjármálastjóra. Auk þess var fækkað um tíu stöðugildi á fjármálasviði. Enn fremur var hagrætt í mannauðsdeild og tölvurekstri. „Við höfum ekki fækkað fólki í verslunum eða á bensínstöðvum heldur í stoðeiningum,“ segir Eggert Þór. Hann segir að uppsagnirnar tengist ekki aðstæðum í efnahagslífinu. Staða efnahagsmála sé nokkuð góð ef kjarasamningar sem nást verði skynsamlegir. Þó að hagvöxtur síðustu ára muni ekki halda áfram geri hann ekki ráð fyrir samdrætti.Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar.Eggert vekur hins vegar athygli á að laun hafi hækkað hratt á undangengnum árum, við þær aðstæður þurfi að grípa til hagræðingaraðgerða eins og uppsagna sem séu sársaukafullar fyrir alla sem komi að málum. Festi hafi til að mynda tekið róbóta í sína þjónustu á fjármálasviðinu sem sinni ýmsum afstemmingum og lesi reikninga. Hann vekur athygli á að Weber-grill kosti það sama í Elko, sem er í eigu Festar, og á Weber.com um þessar mundir. En erlendi keppinauturinn glími ekki við jafn miklar launahækkanir og íslenska verslunin. Það sé erfitt að hækka verðlag í takt við launahækkanir enda hafi matarkarfan, kaup á raftækjum og eldsneyti farið minnkandi sem hlutfall af launum. N1 keypti hlutafé Festar á ríflega 23,7 milljarðar króna en nettó vaxtaberandi skuldir Festar voru um 14,3 milljarðar við lok síðasta rekstrarárs. Í tilkynningu til Kauphallarinnar hefur verið upplýst að gert ráð sé fyrir að samlegðaráhrif af kaupum, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti gegn skilyrðum, verði á bilinu 500 til 600 milljónir og muni koma fram á næstu tólf til 18 mánuðum. Á meðal einkafjárfesta í Festi er Helgafell, sem stýrt er af Jóni Sigurðssyni, með tvö prósenta hlut og Brekka Retail, sem leitt er af Þórði Má Jóhannssyni, með 1,6 prósenta hlut. Fyrir sameiningu átti Helgafell í olíufélaginu en Brekka Retail í matvörukeðjunni. Síðastliðinn mánuð hefur gengi félagsins lækkað um sjö prósent en litið aftur um tvö ár hefur ávöxtunin verið 20 prósent með arðgreiðslu í mars 2017.Úrvalsvísitalan hefur á sama tíma lækkað um tíu prósent. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12 Iceland-verslanir í Reykjanesbæ og á Akureyri flæktu kaupin Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Samkaupa hf. á eignum 12 verslana Basko verslana ehf. sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, en greint var frá kaupunum á sunnudag. 20. nóvember 2018 13:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Festi hefur sagt upp 36 starfsmönnum í 30 stöðugildum í tengslum við samruna N1 og Krónunnar og fleiri félaga. Flestir þeirra störfuðu í höfuðstöðvum félagsins í stoðdeildum. Um er að ræða hluta af hagræðingaraðgerðum sem fylgja samrunanum. Þetta segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Markaðinn. Í október tók Festi upp nýtt skipulag í kjölfar samruna fyrrnefndra félaga. Á meðal starfa sem var ofaukið við samrunann var eitt stöðugildi forstjóra og annað stöðugildi fjármálastjóra. Auk þess var fækkað um tíu stöðugildi á fjármálasviði. Enn fremur var hagrætt í mannauðsdeild og tölvurekstri. „Við höfum ekki fækkað fólki í verslunum eða á bensínstöðvum heldur í stoðeiningum,“ segir Eggert Þór. Hann segir að uppsagnirnar tengist ekki aðstæðum í efnahagslífinu. Staða efnahagsmála sé nokkuð góð ef kjarasamningar sem nást verði skynsamlegir. Þó að hagvöxtur síðustu ára muni ekki halda áfram geri hann ekki ráð fyrir samdrætti.Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar.Eggert vekur hins vegar athygli á að laun hafi hækkað hratt á undangengnum árum, við þær aðstæður þurfi að grípa til hagræðingaraðgerða eins og uppsagna sem séu sársaukafullar fyrir alla sem komi að málum. Festi hafi til að mynda tekið róbóta í sína þjónustu á fjármálasviðinu sem sinni ýmsum afstemmingum og lesi reikninga. Hann vekur athygli á að Weber-grill kosti það sama í Elko, sem er í eigu Festar, og á Weber.com um þessar mundir. En erlendi keppinauturinn glími ekki við jafn miklar launahækkanir og íslenska verslunin. Það sé erfitt að hækka verðlag í takt við launahækkanir enda hafi matarkarfan, kaup á raftækjum og eldsneyti farið minnkandi sem hlutfall af launum. N1 keypti hlutafé Festar á ríflega 23,7 milljarðar króna en nettó vaxtaberandi skuldir Festar voru um 14,3 milljarðar við lok síðasta rekstrarárs. Í tilkynningu til Kauphallarinnar hefur verið upplýst að gert ráð sé fyrir að samlegðaráhrif af kaupum, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti gegn skilyrðum, verði á bilinu 500 til 600 milljónir og muni koma fram á næstu tólf til 18 mánuðum. Á meðal einkafjárfesta í Festi er Helgafell, sem stýrt er af Jóni Sigurðssyni, með tvö prósenta hlut og Brekka Retail, sem leitt er af Þórði Má Jóhannssyni, með 1,6 prósenta hlut. Fyrir sameiningu átti Helgafell í olíufélaginu en Brekka Retail í matvörukeðjunni. Síðastliðinn mánuð hefur gengi félagsins lækkað um sjö prósent en litið aftur um tvö ár hefur ávöxtunin verið 20 prósent með arðgreiðslu í mars 2017.Úrvalsvísitalan hefur á sama tíma lækkað um tíu prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12 Iceland-verslanir í Reykjanesbæ og á Akureyri flæktu kaupin Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Samkaupa hf. á eignum 12 verslana Basko verslana ehf. sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, en greint var frá kaupunum á sunnudag. 20. nóvember 2018 13:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12
Iceland-verslanir í Reykjanesbæ og á Akureyri flæktu kaupin Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Samkaupa hf. á eignum 12 verslana Basko verslana ehf. sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, en greint var frá kaupunum á sunnudag. 20. nóvember 2018 13:00