„Óráðshjal“ miðflokksmanna til siðanefndar Alþingis Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 15:47 Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, las upp yfirlýsingu og bréf um leyfi þingmanna við upphaf þingfundar í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis bað þjóðina alla afsökunar vegna þess sem hann kallaði „óráðshjall“ nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem mikið hefur verið fjallað um við upphaf þingfundar í dag. Sagði hann mál þeirra verði skoðað sem mögulegt siðabrotamál. Niðrandi ummæli um konur, fatlaða og hinsegin fólk var á meðal þess sem haft var eftir sex þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins á öldurhúsinu Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Upptökur náðust af samtali þingmannanna og hafa fjölmiðlar birt fréttir upp úr þeim frá því í síðustu viku. Þegar þingfundur hófst á Alþingi í morgun las Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, upp yfirlýsingu sem hann sagði hafa verið samda í samráði við formenn allra þingflokka. Mál þingmannanna hafi verið sett í farveg af hálfu forsætisnefndar þingsins. Hafin verði skoðun á því sem mögulegt siðabrotamál. Þá verði leitað álits ráðgefandi siðanefndar. Þá las þingforseti upp bréf frá Gunnari Braga Sveinssyni og Bergþóri Ólasyni, þingmönnum Miðflokksins, þar sem þeir tilkynntu um að þeir tækju sér ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Þeir virðast hafa sig mest frammi í óviðeigandi ummælum um aðra þingmenn og fleira fólk. Einnig las þingforseti upp bréf Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar um að þeir hyggist starfa sem óháðir þingmenn. Þeir voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins vegna viðveru sinnar á samkomunni á Klaustri.Vonar að þingið verði ótruflað af „ólánsatburði“ Í yfirlýsingu sinni sagði Steingrímur að orð þingmannanna hafi vakið útbreidda og eðlilega hneykslun. Orðbragð þeirra og hvernig þeir töluðu um konur, fatlað og hinsegin fólk sé óverjandi, óafsakanlegt og úr takti við nútímaleg viðhorf. „Það er löngu tímabært og lýðræðisskipulaginu lífsnauðsynlegt í nútímanum að útrýma öllu ómenningartali af þessu tagi úr stjórnmálum og þar verðum við öll að leggja okkar af mörkum,“ sagði þingforseti. Þó að Alþingi bæri ekki ábyrgð á „óráðshjali“ þingmannanna heldur þeir sjálfir sagðist Steingrímur líta svo á að trúverðugleiki þingsins lægi við því að tekið yrði á málinu í samræmi við alvarleika þess. Hét Steingrímur því að það yrði gert. „Forseti vill einnig og þegar á þessari stundu biðja aðra þingmenn en þá sem hlut áttu að máli og sérstaklega þá og aðra einstaklinga sem nafngreindir voru sem og aðstandendur þeirra, ég vil biðja starfsfólk okkar, konur fatlaða, hinsegin fólk og þjóðina alla afsökunar,“ sagði Steingrímur. Óskaði þingforseti þess að þingið gæti að öðru leyti sinnt störfum sínum og rækt skyldur sínar sem mest ótruflað af „þessum ólánsatburði“. „Lífið heldur áfram og það gera störf Alþingis Íslendinga einnig. Forseti fer fram á að við hlífum okkur sjálfum og þjóðinni við umræðum um þetta að öðru leyti hér í þingsal að svo stöddu,“ sagði hann. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Forseti Alþingis bað þjóðina alla afsökunar vegna þess sem hann kallaði „óráðshjall“ nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem mikið hefur verið fjallað um við upphaf þingfundar í dag. Sagði hann mál þeirra verði skoðað sem mögulegt siðabrotamál. Niðrandi ummæli um konur, fatlaða og hinsegin fólk var á meðal þess sem haft var eftir sex þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins á öldurhúsinu Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Upptökur náðust af samtali þingmannanna og hafa fjölmiðlar birt fréttir upp úr þeim frá því í síðustu viku. Þegar þingfundur hófst á Alþingi í morgun las Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, upp yfirlýsingu sem hann sagði hafa verið samda í samráði við formenn allra þingflokka. Mál þingmannanna hafi verið sett í farveg af hálfu forsætisnefndar þingsins. Hafin verði skoðun á því sem mögulegt siðabrotamál. Þá verði leitað álits ráðgefandi siðanefndar. Þá las þingforseti upp bréf frá Gunnari Braga Sveinssyni og Bergþóri Ólasyni, þingmönnum Miðflokksins, þar sem þeir tilkynntu um að þeir tækju sér ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Þeir virðast hafa sig mest frammi í óviðeigandi ummælum um aðra þingmenn og fleira fólk. Einnig las þingforseti upp bréf Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar um að þeir hyggist starfa sem óháðir þingmenn. Þeir voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins vegna viðveru sinnar á samkomunni á Klaustri.Vonar að þingið verði ótruflað af „ólánsatburði“ Í yfirlýsingu sinni sagði Steingrímur að orð þingmannanna hafi vakið útbreidda og eðlilega hneykslun. Orðbragð þeirra og hvernig þeir töluðu um konur, fatlað og hinsegin fólk sé óverjandi, óafsakanlegt og úr takti við nútímaleg viðhorf. „Það er löngu tímabært og lýðræðisskipulaginu lífsnauðsynlegt í nútímanum að útrýma öllu ómenningartali af þessu tagi úr stjórnmálum og þar verðum við öll að leggja okkar af mörkum,“ sagði þingforseti. Þó að Alþingi bæri ekki ábyrgð á „óráðshjali“ þingmannanna heldur þeir sjálfir sagðist Steingrímur líta svo á að trúverðugleiki þingsins lægi við því að tekið yrði á málinu í samræmi við alvarleika þess. Hét Steingrímur því að það yrði gert. „Forseti vill einnig og þegar á þessari stundu biðja aðra þingmenn en þá sem hlut áttu að máli og sérstaklega þá og aðra einstaklinga sem nafngreindir voru sem og aðstandendur þeirra, ég vil biðja starfsfólk okkar, konur fatlaða, hinsegin fólk og þjóðina alla afsökunar,“ sagði Steingrímur. Óskaði þingforseti þess að þingið gæti að öðru leyti sinnt störfum sínum og rækt skyldur sínar sem mest ótruflað af „þessum ólánsatburði“. „Lífið heldur áfram og það gera störf Alþingis Íslendinga einnig. Forseti fer fram á að við hlífum okkur sjálfum og þjóðinni við umræðum um þetta að öðru leyti hér í þingsal að svo stöddu,“ sagði hann.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira