Sunna segir Önnu Kolbrúnu hafa verið litla í sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2018 11:55 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, var ekki yfir sig hrifin af viðbrögðum Önnu Kolbrúnar Árnadóttur. Fréttablaðið/Ernir Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. „Það komu fram ýmsar breytingar um uppsetningu þingsins. Ég veit ekki hversu mikið ég get tjáð mig um þetta. Forsetinn mun vera með yfirlýsingu í byrjun þingfundar þar sem hann fer yfir hverjar afleiðingarnar af þessu máli verða og eru, og hvaða hreyfingar hafa verið fram að þessu. Ég veit ekki hvort ég megi tjá mig um þetta þannig að ég ætla bara að passa mig,“ sagði Þórhildur Sunna. Anna Kolbrún Árnadóttir er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins eftir að Gunnar Bragi Sveinsson fór í launalaust leyfi í ótilgreindan tíma. Þórhildur Sunna var spurð út í viðbrögð Önnu Kolbrúnar á fundinum. „Þau voru ekki neitt sérlega stórmannleg,“ sagði Þórhildur Sunna og vísaði í að Anna Kolbrún hefði verið lítil í sér. Anna Kolbrún hefði tjáð sig um málið en ekki mikið að sögn Þórhildar Sunnu.Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmOddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að á fundinum hefði verið rætt hvernig þingmenn ætluðu að ganga inn í daginn. „Við tökum á þessu máli á næstu dögum í þeim farvegum sem við höfum,“ sagði Oddný. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði forseta Alþingis vera að fara yfir málið á fundi forsætisnefndar. Svo yrði hann með yfirlýsingu í upphafi þingfundar. „Vonandi náum við að halda formlegum þingstörfum áfram eftir það. Það eru mörg stór mál sem bíða úrlausnar. Þrátt fyrir allt þurfum við að sinna okkar starfi.“Uppfært:Þórhildur Sunna hafði samband við fréttastofu og vildi árétta að ummæli hennar um að viðbrögð Önnu Kolbrúnar hefðu ekki verið stórmannleg, hefðu verið meint á annan hátt, það er að Anna Kolbrún hefði verið lítil í sér á fundi þingflokksformanna. Frétt og fyrirsögn hafa verið uppfærð í samræmi við það. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. „Það komu fram ýmsar breytingar um uppsetningu þingsins. Ég veit ekki hversu mikið ég get tjáð mig um þetta. Forsetinn mun vera með yfirlýsingu í byrjun þingfundar þar sem hann fer yfir hverjar afleiðingarnar af þessu máli verða og eru, og hvaða hreyfingar hafa verið fram að þessu. Ég veit ekki hvort ég megi tjá mig um þetta þannig að ég ætla bara að passa mig,“ sagði Þórhildur Sunna. Anna Kolbrún Árnadóttir er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins eftir að Gunnar Bragi Sveinsson fór í launalaust leyfi í ótilgreindan tíma. Þórhildur Sunna var spurð út í viðbrögð Önnu Kolbrúnar á fundinum. „Þau voru ekki neitt sérlega stórmannleg,“ sagði Þórhildur Sunna og vísaði í að Anna Kolbrún hefði verið lítil í sér. Anna Kolbrún hefði tjáð sig um málið en ekki mikið að sögn Þórhildar Sunnu.Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmOddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að á fundinum hefði verið rætt hvernig þingmenn ætluðu að ganga inn í daginn. „Við tökum á þessu máli á næstu dögum í þeim farvegum sem við höfum,“ sagði Oddný. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði forseta Alþingis vera að fara yfir málið á fundi forsætisnefndar. Svo yrði hann með yfirlýsingu í upphafi þingfundar. „Vonandi náum við að halda formlegum þingstörfum áfram eftir það. Það eru mörg stór mál sem bíða úrlausnar. Þrátt fyrir allt þurfum við að sinna okkar starfi.“Uppfært:Þórhildur Sunna hafði samband við fréttastofu og vildi árétta að ummæli hennar um að viðbrögð Önnu Kolbrúnar hefðu ekki verið stórmannleg, hefðu verið meint á annan hátt, það er að Anna Kolbrún hefði verið lítil í sér á fundi þingflokksformanna. Frétt og fyrirsögn hafa verið uppfærð í samræmi við það.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira