Stálið bráðnaði í sögulegu tapi Pittsburgh liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2018 10:00 Mike Badgley var hetjan í sögulegum endurkomusigri Los Angeles Chargers. Vísir/Getty Spennan er ekkert minni í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar eftir viðburðarríkan sunnudag í ameríska fótboltanum. Hrútarnir urðu fyrstir til að tryggja sér öruggt sæti í úrslitakeppninni.Los Angeles Chargers vann frábæran 33-30 endurkomusigur í Pittsburgh en þetta var í fyrsta sinn sem Pittsburgh Steelers tapar niður sextán stiga forystu á heimavelli sínum í Stálborginni. Þetta var 176. leikurinn sem liðið hefur verið í slíkri stöðu, Steelers höfði unnið 174 og einn hafði endaði með jafntefli. Nú bráðnaði Stálið og Chargers liðið vann sögulegan sigur. Pittsburgh Steelers gat stigið stórt skref í átta að úrslitakeppninni í nótt og allt leit út fyrir að það yrði raunin eftir frábæra byrjun á móti Los Angeles Chargers.FINAL: The @Chargers win on #SNF! #FightForEachOther#LACvsPIT (by @Lexus) pic.twitter.com/0VdgEuv6QK — NFL (@NFL) December 3, 2018Steelers-liðið komst í 13-0 og var 23-7 yfir í hálfleik. Chargers menn svöruðu með sannkölluðu áhlaupi þegar þeir skoruðu 23 stig og komust yfir í 30-23. Pittsburgh jafnaði metin í 30-30 en það var nægur tími fyrir Philip Rivers og félaga til að fara upp völlinn og tryggja sér sigurinn með vallarmarki sparkarans Mike Badgley. Philip Rivers nýtti alla sína reynslu á frábæran hátt og setti á svið sýnikennslu í hvernig leikstjórnandi á að grafa liðið sitt upp úr holu. Antonio Brown, útherji Pittsburgh Steelers, átti frábæran leik með 154 jördum og snertimarki og þá skoraði hlauparinn James Conner tvö snertimörk.@Keenan13Allen The @Chargers score 16 unanswered points to tie it up! #FightForEachOther : #LACvsPIT on NBC pic.twitter.com/fxtR0cN8CO — NFL (@NFL) December 3, 2018Hlutirnir duttu vissulega með Chargers mönnum. Þeir skoruðu eitt snertimark eftir klárt leikbrot og annað í beinu framhaldi að Pittsburgh Steelers spörkuðu boltanum frá sér. Los Angeles Chargers liðið hefur nú unnið 9 af 12 leikjum sínum og er í mjög góðri stöðu í Ameríkudeildinni. Pittsburgh Steelers er enn á toppi síns riðils en Baltimore Ravens vann sinn leik og það verður því hörð barátta milli liðanna tveggja í lokaumferðunum.Óvænt tap Green Bay Packers á heimavelli á móti Arizona Cardinals hafði stórar afleiðingar. Það er ekki nóg með að vonir Packers liðsins um sæti í úrslitakeppninni yrðu að engu þá var þjálfari liðsins, Mike McCarthy, einnig rekinn eftir leik. McCarthy var búinn að þjálfa Green Bay í þrettán tímabil eða frá árinu 2006.Marcus Mariota.@TheCDavis84. Touchdown, @TITANS : CBS #TitanUppic.twitter.com/YqZODnsGpZ — NFL (@NFL) December 3, 2018Nokkur lið unnu lífsnauðsynlega sigra í baráttu fyrir að halda voninni lifandi um sæti í úrslitakeppninni. Þetta er lið eins og Tennessee Titans (26-22 sigur á New York Jets), Denver Broncos (24-10 sigur á Cincinnati Bengals), Miami Dolphins (21-17 sigur á Buffalo Bills), New York Giants (30-27 sigur á Chicago Bears) og Tampa Bay Buccaneers (24-17 sigur á Carolina Panthers).Jacksonville Jaguars á enn pínulitla von en liðið endaði sjö leikja sigurgöngu sína þrátt fyrir að skora bara sex stig. Jaguars liðið vann eitt stigahæsta deildarinnar Indianapolis Colts 6-0.“This is special but we got more work to do!" Inside the locker room of your NFC West Champions! pic.twitter.com/1eemF7Yuza — Los Angeles Rams (@RamsNFL) December 2, 2018Los Angeles Rams vann 30-16 sigur á Detroit Lions og varð um leið fyrsta liðið til að tryggja sér sigur í sínum riðli og um leið sæti í úrslitakeppnini. Rams-liðið hefur unnið 11 af 12 leikjum sínum á tímabilinu.Seattle Seahawks er með Rams í riðli en á nú samt góða möguleika á sæti í úrslitakeppninni eftir þriðja sigurinn í röð. Seahawks liðið vann sannfærandi 43-16 sigur á San Francisco 49ers.FINAL: The @Seahawks win their 3rd straight! #Seahawks#SFvsSEApic.twitter.com/XTa7c5HBpj — NFL (@NFL) December 3, 2018Kansas City Chiefs, New England Patriots og Houston Texans unnu öll sína leiki og eru í frábærri stöðu í Ameríkudeildinni. Houston Texans kældi niður Cleveland Browns liðið með 29-13 en þetta var níundi sigurleikur Houston í röð sem er lengsta lifandi sigurgangan í NFL-deildinni.Öll úrslitin í NFL-deildinni í gær: Pittsburgh Steelers - Los Angeles Chargers 30-33 New England Patriots - Minnesota Vikings 24-10 Seattle Seahawks - San Francisco 49ers 43-16 Oakland Raiders - Kansas City Chiefs 33-40 Tennessee Titans - New York Jets 26-22 Atlanta Falcons - Baltimore Ravens 16-26 Cincinnati Bengals - Denver Broncos 10-24 Detroit Lions - Los Angeles Rams 16-30 Green Bay Packers - Arizona Cardinals 17-20 Houston Texans - Cleveland Browns 29-13 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 6-0 Miami Dolphins - Buffalo Bills 21-17 New York Giants - Chicago Bears 30-27 (27-27) Tampa Bay Buccaneers - Carolina Panthers 24-17Catching up with Landon Collins after the Giants big OT win (via @thecheckdown) created using Galaxy Note9 (by @SamsungMobileUS) pic.twitter.com/R2HcNgHL86 — NFL (@NFL) December 2, 2018 NFL Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Sjá meira
Spennan er ekkert minni í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar eftir viðburðarríkan sunnudag í ameríska fótboltanum. Hrútarnir urðu fyrstir til að tryggja sér öruggt sæti í úrslitakeppninni.Los Angeles Chargers vann frábæran 33-30 endurkomusigur í Pittsburgh en þetta var í fyrsta sinn sem Pittsburgh Steelers tapar niður sextán stiga forystu á heimavelli sínum í Stálborginni. Þetta var 176. leikurinn sem liðið hefur verið í slíkri stöðu, Steelers höfði unnið 174 og einn hafði endaði með jafntefli. Nú bráðnaði Stálið og Chargers liðið vann sögulegan sigur. Pittsburgh Steelers gat stigið stórt skref í átta að úrslitakeppninni í nótt og allt leit út fyrir að það yrði raunin eftir frábæra byrjun á móti Los Angeles Chargers.FINAL: The @Chargers win on #SNF! #FightForEachOther#LACvsPIT (by @Lexus) pic.twitter.com/0VdgEuv6QK — NFL (@NFL) December 3, 2018Steelers-liðið komst í 13-0 og var 23-7 yfir í hálfleik. Chargers menn svöruðu með sannkölluðu áhlaupi þegar þeir skoruðu 23 stig og komust yfir í 30-23. Pittsburgh jafnaði metin í 30-30 en það var nægur tími fyrir Philip Rivers og félaga til að fara upp völlinn og tryggja sér sigurinn með vallarmarki sparkarans Mike Badgley. Philip Rivers nýtti alla sína reynslu á frábæran hátt og setti á svið sýnikennslu í hvernig leikstjórnandi á að grafa liðið sitt upp úr holu. Antonio Brown, útherji Pittsburgh Steelers, átti frábæran leik með 154 jördum og snertimarki og þá skoraði hlauparinn James Conner tvö snertimörk.@Keenan13Allen The @Chargers score 16 unanswered points to tie it up! #FightForEachOther : #LACvsPIT on NBC pic.twitter.com/fxtR0cN8CO — NFL (@NFL) December 3, 2018Hlutirnir duttu vissulega með Chargers mönnum. Þeir skoruðu eitt snertimark eftir klárt leikbrot og annað í beinu framhaldi að Pittsburgh Steelers spörkuðu boltanum frá sér. Los Angeles Chargers liðið hefur nú unnið 9 af 12 leikjum sínum og er í mjög góðri stöðu í Ameríkudeildinni. Pittsburgh Steelers er enn á toppi síns riðils en Baltimore Ravens vann sinn leik og það verður því hörð barátta milli liðanna tveggja í lokaumferðunum.Óvænt tap Green Bay Packers á heimavelli á móti Arizona Cardinals hafði stórar afleiðingar. Það er ekki nóg með að vonir Packers liðsins um sæti í úrslitakeppninni yrðu að engu þá var þjálfari liðsins, Mike McCarthy, einnig rekinn eftir leik. McCarthy var búinn að þjálfa Green Bay í þrettán tímabil eða frá árinu 2006.Marcus Mariota.@TheCDavis84. Touchdown, @TITANS : CBS #TitanUppic.twitter.com/YqZODnsGpZ — NFL (@NFL) December 3, 2018Nokkur lið unnu lífsnauðsynlega sigra í baráttu fyrir að halda voninni lifandi um sæti í úrslitakeppninni. Þetta er lið eins og Tennessee Titans (26-22 sigur á New York Jets), Denver Broncos (24-10 sigur á Cincinnati Bengals), Miami Dolphins (21-17 sigur á Buffalo Bills), New York Giants (30-27 sigur á Chicago Bears) og Tampa Bay Buccaneers (24-17 sigur á Carolina Panthers).Jacksonville Jaguars á enn pínulitla von en liðið endaði sjö leikja sigurgöngu sína þrátt fyrir að skora bara sex stig. Jaguars liðið vann eitt stigahæsta deildarinnar Indianapolis Colts 6-0.“This is special but we got more work to do!" Inside the locker room of your NFC West Champions! pic.twitter.com/1eemF7Yuza — Los Angeles Rams (@RamsNFL) December 2, 2018Los Angeles Rams vann 30-16 sigur á Detroit Lions og varð um leið fyrsta liðið til að tryggja sér sigur í sínum riðli og um leið sæti í úrslitakeppnini. Rams-liðið hefur unnið 11 af 12 leikjum sínum á tímabilinu.Seattle Seahawks er með Rams í riðli en á nú samt góða möguleika á sæti í úrslitakeppninni eftir þriðja sigurinn í röð. Seahawks liðið vann sannfærandi 43-16 sigur á San Francisco 49ers.FINAL: The @Seahawks win their 3rd straight! #Seahawks#SFvsSEApic.twitter.com/XTa7c5HBpj — NFL (@NFL) December 3, 2018Kansas City Chiefs, New England Patriots og Houston Texans unnu öll sína leiki og eru í frábærri stöðu í Ameríkudeildinni. Houston Texans kældi niður Cleveland Browns liðið með 29-13 en þetta var níundi sigurleikur Houston í röð sem er lengsta lifandi sigurgangan í NFL-deildinni.Öll úrslitin í NFL-deildinni í gær: Pittsburgh Steelers - Los Angeles Chargers 30-33 New England Patriots - Minnesota Vikings 24-10 Seattle Seahawks - San Francisco 49ers 43-16 Oakland Raiders - Kansas City Chiefs 33-40 Tennessee Titans - New York Jets 26-22 Atlanta Falcons - Baltimore Ravens 16-26 Cincinnati Bengals - Denver Broncos 10-24 Detroit Lions - Los Angeles Rams 16-30 Green Bay Packers - Arizona Cardinals 17-20 Houston Texans - Cleveland Browns 29-13 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 6-0 Miami Dolphins - Buffalo Bills 21-17 New York Giants - Chicago Bears 30-27 (27-27) Tampa Bay Buccaneers - Carolina Panthers 24-17Catching up with Landon Collins after the Giants big OT win (via @thecheckdown) created using Galaxy Note9 (by @SamsungMobileUS) pic.twitter.com/R2HcNgHL86 — NFL (@NFL) December 2, 2018
NFL Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Sjá meira