Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. desember 2018 06:15 Frá Katowice í gær. Getty/The Asahi Shimbun Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Fundinum var flýtt um einn dag sökum þeirra fjölmörgu úrlausnarefna sem greiða þarf úr á næstu dögum. Fundurinn í Póllandi þykir afar mikilvæg prófraun fyrir þjóðirnar en nær allar þjóðir heims sammæltust um það í París í desember 2015 að halda hnattrænni hlýnun vel innan 2 gráða. Er nú vonast til þess að ríkin láti kné fylgja kviði og útlisti hvernig þau muni framfylgja markmiðum Parísarsamkomulagsins. „Við erum samankomin hér til að hvetja heimsbyggðina til að taka höndum saman gegn loftslagsbreytingum,“ sagði umhverfisráðherra Póllands, Michal Kurtyka, sem stýrir fundarhöldunum. Ráðstefnan í Póllandi fékk öflugan meðbyr í formi yfirlýsingar 19 af 20 G20-ríkjanna á dögunum um að þau myndu freista þess að framfylgja markmiðum Parísarkomulagsins. Bandaríkin studdu ekki yfirlýsinguna. „Hin G20-löndin hafa ekki aðeins sýnt fram á að þau skilji vísindin sem búa að baki, heldur eru þau byrjuð að grípa til aðgerða til að stemma stigu við meiriháttar áhrifum loftslagsbreytinga og til að efla efnahag landa sinna,“ sagði Christiana Figueres, fyrrverandi framkvæmdastýra rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Á meðal þess sem verður rætt í Katowice á næstu dögum er hvernig hægt verður að samrýna loftslagsbókhald ríkjanna og hvort markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda verði efld eftir árið 2020, auk þess verður ræddur fjárstuðningur við fátæk lönd sem eiga erfitt með að mæta breytingum á loftslagi og veðrakerfum einsömul. Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Loftslagsmál Pólland Suður-Ameríka Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Fleiri fréttir Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Sjá meira
Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Fundinum var flýtt um einn dag sökum þeirra fjölmörgu úrlausnarefna sem greiða þarf úr á næstu dögum. Fundurinn í Póllandi þykir afar mikilvæg prófraun fyrir þjóðirnar en nær allar þjóðir heims sammæltust um það í París í desember 2015 að halda hnattrænni hlýnun vel innan 2 gráða. Er nú vonast til þess að ríkin láti kné fylgja kviði og útlisti hvernig þau muni framfylgja markmiðum Parísarsamkomulagsins. „Við erum samankomin hér til að hvetja heimsbyggðina til að taka höndum saman gegn loftslagsbreytingum,“ sagði umhverfisráðherra Póllands, Michal Kurtyka, sem stýrir fundarhöldunum. Ráðstefnan í Póllandi fékk öflugan meðbyr í formi yfirlýsingar 19 af 20 G20-ríkjanna á dögunum um að þau myndu freista þess að framfylgja markmiðum Parísarkomulagsins. Bandaríkin studdu ekki yfirlýsinguna. „Hin G20-löndin hafa ekki aðeins sýnt fram á að þau skilji vísindin sem búa að baki, heldur eru þau byrjuð að grípa til aðgerða til að stemma stigu við meiriháttar áhrifum loftslagsbreytinga og til að efla efnahag landa sinna,“ sagði Christiana Figueres, fyrrverandi framkvæmdastýra rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Á meðal þess sem verður rætt í Katowice á næstu dögum er hvernig hægt verður að samrýna loftslagsbókhald ríkjanna og hvort markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda verði efld eftir árið 2020, auk þess verður ræddur fjárstuðningur við fátæk lönd sem eiga erfitt með að mæta breytingum á loftslagi og veðrakerfum einsömul.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Loftslagsmál Pólland Suður-Ameríka Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Fleiri fréttir Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Sjá meira