Umfangsmestu óeirðir í áratug Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2018 22:30 Veggjakrot þar sem Macron er líkt við Loðvík sextánda. Sá var konungur Frakklands og missti höfuðið í fallexi árið 1793. AP/Kamil Zihnioglu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. Óeirðirnar í gær voru þær mestu sem sést hafa í Frakklandi í áratug en þau áttu sér stað víða um landið. Minnst 133 eru slasaðir og þar af 23 lögregluþjónar og voru miklar skemmdir unnar í París. Í óeirðunum var kveikt í bílum, rúður brotnar og var farið um verslanir með ránshendi. Lögregluþjónar skutu táragasi og vatni að fólki. Lögreglan segir eld hafa verið borin að sex byggingum, mótmælendur hafi reist 130 vegatálma og kveikt hafi verið í 112 bílum. Minnst 412 voru handteknir.AP fréttaveitan hefur eftir Michel Delpuech, lögreglustjóra Parísar, að lögregluþjónar hafi lýst áður óséðri ofbeldishegðun. Íbúar hefðu beitt hömrum, garðyrkjutólum og grjóti gegn lögregluþjónum og öðrum.Í tilkynningu frá embætti forseta Frakklands í dag segir að til greina komi að lýsa yfir neyðarástandi. Yfirvöld Frakklands hafa kennt anarkistum og fjar-hægri hópum um ofbeldið.Mótmælin hafa staðið yfir af og á í um tvær vikur og hafa þrír dáið í atvikum sem tengjast þeim. Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, ætlar að funda með forsvarsmönnum mótmælanna, sem kennd eru við gulu vestin sem margir mótmælenda klæðast, en það gæti reynst erfitt þar sem um nokkurs konar grasrótarhreyfingu er að ræða sem er án formlegra leiðtoga, samkvæmt France24.Macron hefur neitað að láta undan og draga úr sköttum á eldsneyti og segir þá nauðsynlega til að draga úr útblæstri í Frakklandi. Þá hefur hann sömuleiðis staðið vörð um skattalækkanir sínar á fyrirtæki og efnað fólk og segir lækkanirnar hafa verið nauðsynlegar til að draga úr miklu atvinnuleysi. Evrópa Frakkland Tengdar fréttir Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. Óeirðirnar í gær voru þær mestu sem sést hafa í Frakklandi í áratug en þau áttu sér stað víða um landið. Minnst 133 eru slasaðir og þar af 23 lögregluþjónar og voru miklar skemmdir unnar í París. Í óeirðunum var kveikt í bílum, rúður brotnar og var farið um verslanir með ránshendi. Lögregluþjónar skutu táragasi og vatni að fólki. Lögreglan segir eld hafa verið borin að sex byggingum, mótmælendur hafi reist 130 vegatálma og kveikt hafi verið í 112 bílum. Minnst 412 voru handteknir.AP fréttaveitan hefur eftir Michel Delpuech, lögreglustjóra Parísar, að lögregluþjónar hafi lýst áður óséðri ofbeldishegðun. Íbúar hefðu beitt hömrum, garðyrkjutólum og grjóti gegn lögregluþjónum og öðrum.Í tilkynningu frá embætti forseta Frakklands í dag segir að til greina komi að lýsa yfir neyðarástandi. Yfirvöld Frakklands hafa kennt anarkistum og fjar-hægri hópum um ofbeldið.Mótmælin hafa staðið yfir af og á í um tvær vikur og hafa þrír dáið í atvikum sem tengjast þeim. Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, ætlar að funda með forsvarsmönnum mótmælanna, sem kennd eru við gulu vestin sem margir mótmælenda klæðast, en það gæti reynst erfitt þar sem um nokkurs konar grasrótarhreyfingu er að ræða sem er án formlegra leiðtoga, samkvæmt France24.Macron hefur neitað að láta undan og draga úr sköttum á eldsneyti og segir þá nauðsynlega til að draga úr útblæstri í Frakklandi. Þá hefur hann sömuleiðis staðið vörð um skattalækkanir sínar á fyrirtæki og efnað fólk og segir lækkanirnar hafa verið nauðsynlegar til að draga úr miklu atvinnuleysi.
Evrópa Frakkland Tengdar fréttir Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00
Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40