Karl Gauti segist ekki hafa kallað Eygló „galna kerlingaklessu“ Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2018 14:10 Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Flokks fólksins. vísir/vilhelm Karl Gauti Hjaltason segir fjölmiðla hafa ranglega eignað sér ummæli af Klaustursupptökunni svokölluðu um Eygló Harðardóttur. Blaðamenn Stundarinnar, sem fengu upptökuna senda, sögðu frá því í morgun að Karl Gauti hefði kallað Eygló „galna kerlingarklessu“. Karl Gauti segir þetta rangt. Hann segir upptökuna afar óskýra og gagnrýnir fjölmiðla fyrir að fullyrða að hann hafi látið þessi orð frá sér. Hann geti sjálfur ekki greint hver talaði eftir að hafa marghlustað á þetta brot úr upptökunni. „Ég þekki hins vegar mitt orðfæri og mína rödd. Þessi orð voru ekki mín og sú rödd sem talar er það ekki heldur,“ segir Karl Gauti í yfirlýsingu. „Það er ekki hægt að gera athugasemdir við að fjölmiðlar birti efni úr upptöku af þessu tagi úr því að hún er til. Það er hins vegar mikilvægt að þeir nálgist slíka endursögn af varfærni og lágmarkskrafa er að þeir viti nákvæmlega hver sagði hvað þegar þeir velja sér uppsláttarfyrirsagnir um einstakar setningar.“ Þá segir Karl Gauti að honum þyki leitt að hafa setið þennan fund allt of lengi en hann hafi sjálfur ekki lagt orð í belg sem geti talist siðferðislega ámælisvert. Stjórn Flokks fólksins tók þá ákvörðun klukkan tvö í gær að reka Karl Gauta og Ólaf Ísleifsson úr flokknum fyrir framgöngu sína á Klausturbar. Niðurstaðan er tekin á þeim grundvelli að þeir hafi verið staðnir að því að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum flokksins. Atkvæði voru greidd um tillöguna en átta voru fylgjandi henni og aðeins einn var á móti. Í samtali við Vísi í gær sagðist Karl Gauti þó ekki vera á leiðinni út og ítrekar hann það í yfirlýsingunni. „Ákvörðun stjórnar Flokks fólksins mun engu breyta um áherslur mínar í áframhaldandi störfum mínum sem þingmaður. Ég gaf kjósendum mínum fyrirheit um áherslur og við þau mun ég standa.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Karl Gauti kallaði Eygló Harðardóttur „galna kerlingarklessu“ Eygló Harðardóttir fyrrverandi félags-og húsnæðismálaráðherra var kölluð galin kerlingarklessa á Klaustursupptökunum. 1. desember 2018 09:53 Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15 Getur reynst flókið að leysa úr yfirráðum yfir þingflokki Flokks fólksins Þótt bæði formaður og varaformaður þingflokksins hafi verið reknir úr flokknum eru þeir enn í þingflokknum. 1. desember 2018 12:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason segir fjölmiðla hafa ranglega eignað sér ummæli af Klaustursupptökunni svokölluðu um Eygló Harðardóttur. Blaðamenn Stundarinnar, sem fengu upptökuna senda, sögðu frá því í morgun að Karl Gauti hefði kallað Eygló „galna kerlingarklessu“. Karl Gauti segir þetta rangt. Hann segir upptökuna afar óskýra og gagnrýnir fjölmiðla fyrir að fullyrða að hann hafi látið þessi orð frá sér. Hann geti sjálfur ekki greint hver talaði eftir að hafa marghlustað á þetta brot úr upptökunni. „Ég þekki hins vegar mitt orðfæri og mína rödd. Þessi orð voru ekki mín og sú rödd sem talar er það ekki heldur,“ segir Karl Gauti í yfirlýsingu. „Það er ekki hægt að gera athugasemdir við að fjölmiðlar birti efni úr upptöku af þessu tagi úr því að hún er til. Það er hins vegar mikilvægt að þeir nálgist slíka endursögn af varfærni og lágmarkskrafa er að þeir viti nákvæmlega hver sagði hvað þegar þeir velja sér uppsláttarfyrirsagnir um einstakar setningar.“ Þá segir Karl Gauti að honum þyki leitt að hafa setið þennan fund allt of lengi en hann hafi sjálfur ekki lagt orð í belg sem geti talist siðferðislega ámælisvert. Stjórn Flokks fólksins tók þá ákvörðun klukkan tvö í gær að reka Karl Gauta og Ólaf Ísleifsson úr flokknum fyrir framgöngu sína á Klausturbar. Niðurstaðan er tekin á þeim grundvelli að þeir hafi verið staðnir að því að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum flokksins. Atkvæði voru greidd um tillöguna en átta voru fylgjandi henni og aðeins einn var á móti. Í samtali við Vísi í gær sagðist Karl Gauti þó ekki vera á leiðinni út og ítrekar hann það í yfirlýsingunni. „Ákvörðun stjórnar Flokks fólksins mun engu breyta um áherslur mínar í áframhaldandi störfum mínum sem þingmaður. Ég gaf kjósendum mínum fyrirheit um áherslur og við þau mun ég standa.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Karl Gauti kallaði Eygló Harðardóttur „galna kerlingarklessu“ Eygló Harðardóttir fyrrverandi félags-og húsnæðismálaráðherra var kölluð galin kerlingarklessa á Klaustursupptökunum. 1. desember 2018 09:53 Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15 Getur reynst flókið að leysa úr yfirráðum yfir þingflokki Flokks fólksins Þótt bæði formaður og varaformaður þingflokksins hafi verið reknir úr flokknum eru þeir enn í þingflokknum. 1. desember 2018 12:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16
Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43
Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49
Karl Gauti kallaði Eygló Harðardóttur „galna kerlingarklessu“ Eygló Harðardóttir fyrrverandi félags-og húsnæðismálaráðherra var kölluð galin kerlingarklessa á Klaustursupptökunum. 1. desember 2018 09:53
Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15
Getur reynst flókið að leysa úr yfirráðum yfir þingflokki Flokks fólksins Þótt bæði formaður og varaformaður þingflokksins hafi verið reknir úr flokknum eru þeir enn í þingflokknum. 1. desember 2018 12:00